Hafið skellti Fylki Bjarni Bjarnason skrifar 29. september 2020 21:18 Í kvöld fór fram níunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Úrvalsliðin HaFiÐ og Fylkir mættust í mikilvægri viðureign. HaFiÐ var á heimavelli og völdu þeir kortið Overpass. Leikmenn Fylkis stilltu upp í vörn (counter-terrorist) og HaFiÐ í sókn (terrorist). Viðureignin hófst heldur betur kröftuglega. Í fyrstu lotu stimplaði viruz (Magnús Árni Magnússon) sig inn þegar hann felldi alla fimm leikmenn Hafsins. Bar þessi lota leikmenn ekki Fylkis langt því HaFiÐ brá fætinum fyrir þá strax í annari lotu. Þegar þeir léku leik sem þeir eru þekktir fyrir, þvinguðu kaup á deiglum (skammbyssa - deagle) og stálu lotunni. Sjaldan er ein báran stök Eftir að skiptast á lotum í byrjun leiksins endurtók HaFiÐ leikinn og náði Fylki aftur með deiglum. Sló þessi skellur leikmenn Fylkis út af laginu. Við tók frjálslegur sóknarleikur hjá Hafinu sem augljóslega var slípaður af gífurlegri reynslu. Þar sem leikmenn Hafsins fundu ítrekað opnur á vörn Fylkis eða spiluðu sig einfaldlega í gegnum hana. Tókst þeim að tengja saman 6 lotur í röð og koma sér í sterka stöðu. Staðan í hálfleik HaFiÐ 11 - 4 Fylkir. HaFiÐ virtist ætla að ljúka þessum leik snögglega þegar þeir opnuðu seinni hálfleikinn með því að taka fyrstu tvær loturnar. En leikmenn Fylkis stálu af þeim stígandanum. Með viruz (Magnús Árni Magnússon) í fararbroddi fann Fylkir taktinn aftur og tók 4 spennandi lotur í röð. Fljótt dró þó fyrir sólu hjá Fylkismönnum þegar leikmenn Hafsins munduðu hamarinn, tóku tvær lotur í röð og ráku síðasta naglann í kistu Fylkismanna. Lokastaða HaFiÐ 16 - 8 Fylkir Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport
Í kvöld fór fram níunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Úrvalsliðin HaFiÐ og Fylkir mættust í mikilvægri viðureign. HaFiÐ var á heimavelli og völdu þeir kortið Overpass. Leikmenn Fylkis stilltu upp í vörn (counter-terrorist) og HaFiÐ í sókn (terrorist). Viðureignin hófst heldur betur kröftuglega. Í fyrstu lotu stimplaði viruz (Magnús Árni Magnússon) sig inn þegar hann felldi alla fimm leikmenn Hafsins. Bar þessi lota leikmenn ekki Fylkis langt því HaFiÐ brá fætinum fyrir þá strax í annari lotu. Þegar þeir léku leik sem þeir eru þekktir fyrir, þvinguðu kaup á deiglum (skammbyssa - deagle) og stálu lotunni. Sjaldan er ein báran stök Eftir að skiptast á lotum í byrjun leiksins endurtók HaFiÐ leikinn og náði Fylki aftur með deiglum. Sló þessi skellur leikmenn Fylkis út af laginu. Við tók frjálslegur sóknarleikur hjá Hafinu sem augljóslega var slípaður af gífurlegri reynslu. Þar sem leikmenn Hafsins fundu ítrekað opnur á vörn Fylkis eða spiluðu sig einfaldlega í gegnum hana. Tókst þeim að tengja saman 6 lotur í röð og koma sér í sterka stöðu. Staðan í hálfleik HaFiÐ 11 - 4 Fylkir. HaFiÐ virtist ætla að ljúka þessum leik snögglega þegar þeir opnuðu seinni hálfleikinn með því að taka fyrstu tvær loturnar. En leikmenn Fylkis stálu af þeim stígandanum. Með viruz (Magnús Árni Magnússon) í fararbroddi fann Fylkir taktinn aftur og tók 4 spennandi lotur í röð. Fljótt dró þó fyrir sólu hjá Fylkismönnum þegar leikmenn Hafsins munduðu hamarinn, tóku tvær lotur í röð og ráku síðasta naglann í kistu Fylkismanna. Lokastaða HaFiÐ 16 - 8 Fylkir
Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport