Tekst á við óttann eftir áföll og gengur alein þvert yfir Ísland Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. október 2020 07:00 Guðný Ragnarsdóttir hjúkrunarfræðingur mætti skilningsleysi þegar hún leitaði til lækna í bæjarfélagi sínu vegna einkenna. Nokkrum árum síðar kom í ljós að hún var með stórt æxli, illkynja krabbamein. Vísir/Vilhelm „Ég vildi leita að innri styrk,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Guðný Ragnarsdóttir, sem vinnur nú að því að ganga ein þvert yfir Ísland. Guðný sigraðist á krabbameini fyrir þremur árum og segir að verkefnið hafi verið bæði lærdómsríkt og valdeflandi. Eftir að hún lauk krabbameinslyfjameðferð hefur hún tekið stórar ákvarðanir um líf sitt sem miðast að því að hætta að lifa í ótta. „Ég fékk þessa hugmynd frá félaga sem var að ganga með mér í hópnum Veseni og vergangi,“ segir Guðný um það hvernig þetta gönguævintýri byrjaði. „Hann sagði mér að það væru til GPS-hnit af leiðinni þvert yfir Ísland. Ég ákvað þá að prófa þetta eina helgi og ganga frá Reykjanestánni og eins langt og ég treysti mér til. Ég gekk föstudag, laugardag og sunnudag og gekk þá inn í Heiðmörk alls 66 km.“ Í lok hvers göngudags lét Guðný sækja sig og svaf hún því heima í eigin rúmi. „Þetta var alveg magnað að sjá kílómetrana færða inn á íslandskort sem ég hengdi upp á vegg heima hjá mér. Ég er mjög mikið fyrir það að vera úti í náttúrunni og það er mikilvægur þáttur í því að hafa heilbrigðan líkama og sál, sérstaklega eftir þau áföll sem ég hef lent í. Ég fann mikla andlega og líkamlega styrkingu í þessu og það hljóp kapp í mig eftir að ég kláraði þessa helgi, það var upphafið að þessu. Ég sá að þetta var gerlegt.“ Ein með hvölunum Í næstu göngu komst hún frá Heiðmörk og á Laugavatn og var þá búin að fjárfesta í tjaldbúnaði og gat því gist á leiðinni án þess að þurfa að fara heim. „Ég gisti í tjaldi og var með allt á bakinu. En fyrsta nóttin var samt þannig að ég þurfti að láta sækja mig því ég var ekki með nógu góðan búnað“ segir Guðný. „Ég bara gafst upp. Það er dálítið mikilvægt að gefast upp, bara í lífinu held ég líka, en standa svo upp og halda áfram. Það er styrkur í því. Ég hvíldi mig og hélt svo áfram.“ Guðný lét fyrstu nóttina í tjaldi ekki draga úr sér kraftinn og gekk í þrjá daga. Næst ákvað hún að láta keyra sig alla leið austur á Langanes svo hún gæti gengið hluta leiðarinnar áleiðis í Hljóðakletta. „Það var svolítið sérstök upplifun þegar sá sem keyrði mig á Langanes fór í burtu til Reykjavíkur og skildi mig bara eftir. Ég stóð þar ein og það tók mig tvo daga að komast til byggða inn í Þórshöfn. Þetta var í rauninni bara ég og hvalirnir, það er mikið af hvölum í kringum Langanes.“ Á göngunni heyrði Guðný hljóðið í hvölunum og það gerði stemninguna einstaka ásamt þokunni sem skall á. „Hún bara gleypti mann og maður var þarna einn. Það er eiginlega mögnuð tilfinning að vera með allt á bakinu og vera algjörlega ein og óstudd. Þetta er svolítið minimalískur hugsunarháttur, maður var algjörlega sjálfbær. Þetta er ótrúlega eflandi, sérstaklega eftir á þegar ég horfi til baka. Þetta er bara eitt skref í einu í raun og veru. Það var samt bara fyrst núna í sumar sem ég áttaði mig á því að ég verð að klára þetta verkefni.“ 750 kílómetrar Á leiðinni hefur Guðný þurft að kljást við ýmsar áskoranir. Á einum tímapunkti þurfti hún að velja á milli þess að fara yfir Hofsjökul eða þvera jökulkvíslarnar fyrir neðan hann. Hvorugt gat hún gert án aðstoðar. Hún vildi gera þetta ein og ákvað því að fara lengri leið, meðfram vegi, til þess að komast á milli þessa staða óstudd. „Mig er farið að langa til þess að ganga þetta öðruvísi núna en ég gerði í upphafi. Ég var svolítið mikið að hlaupa á undan dauðanum. Þetta kallast svo rosalega á við öfgana í þeirri lyfjameðferð sem ég þurfti að gangast í gegnum til að ná bata af krabbameininu.“ Gönguleiðin er í heild sinni um 750 kílómetrar og hélt Guðný áfram með verkefnið í sumar. „Ég fór meðal annars frá Hrauneyjum og inn að Laugavatni, sem var rétt rúmlega 100 kílómetrar á þremur dögum.“ Hún hefur alls ekki gefist upp og ætlar sér að ná markmiðinu og ætlar hugsanlega að safna fyrir góðan málstað í leiðinni. „Ég er búin með 640 kílómetra. Ég er búin að ganga í 23 daga og geri ráð fyrir að þurfa minnst fjóra daga til viðbótar.“ Guðný í Þjórsárverum 21. júlí á tindi Arnarfells hins mikla.Mynd úr einkasafni Hreinsar hugann Hún fann fyrir eigin innri styrk þegar hún gekk legginn yfir Herðubreiðarlindir, Öskju og Ódáðahraun. „Að vera þarna úti í miðju hrauni vitandi að maður gæti kannski dottið einhvers staðar niður í holu, ekki beint í símasambandi, sem gerði það að verkum að maður þurfti að hafa alveg svakalega mikla athygli og þekkingu á náttúrunni. Það sem er svo merkilegt að þegar ég er í þessum ferðum þá er ég ekki að hugsa neitt. Margir halda eflaust að maður sé í einhverjum stöðugum pælingum og komi með einhverja vitrun heim eða eitthvað en það sem þessar göngur gera fyrir mig er að þær hreinsa hugann og efla líkamann á jákvæðan máta.“ Guðný nær hvergi betri einbeitingu en á sama tíma slökun. „Maður er stöðugt að lesa í veðrið og líkamann, hvort að maður sé svangur og hvernig orkan er. Náttúran tekur á móti manni öllum. Maður er oft með dreifðan huga þegar maður er inni í kassalaga íbúð og fer oft að gera tíu hluti í einu en þarna er ég akkúrat í þeim sporum sem ég er í og er ekkert að hugsa um neitt annað.“ Reynir að tileinka sér mildi Ef hún væri að byrja þetta ferðalag myndi hún breyta litlu, nema kannski gefa sér meiri tíma og fleiri göngudaga í verkefnið. „Ég er að reyna að tileinka mér að fara hægar yfir. Þetta var svo mikil harka fyrst. Ég held að ég hefði ekki náð upp jafn góðum líkamlegum styrk eftir þetta áfall öðruvísi en að beita mig svolítilli hörku. En ég er í dag að reyna að tileinka mér mildi í eigin garð og annarra. Þess vegna ætla ég að gefa mér nógan tíma til að klára þetta.“ Guðný telur að hún hafi verið búin að vera með krabbamein í mörg ár áður en það fannst, en fyrstu einkenni taldi hún vera merki um streitu. „Ég held að ég hafi verið búin að vera veik í mörg ár. Ég var með öll einkennin í bókinni og vanalega greinist þetta mein ekki á því stigi að það séu komin einkenni. Ég var í raun og veru óheppin að það var einn eitill í miðmætti sem stækkaði bara og stækkaði. Hann varð 12 sinnum 6,6 sentímetrar og var farinn að þrýsta verulega á hjarta og lungu. Ég var með mæði og kláða og stundum leið mér eins og það sæti barn ofan á brjóstkassanum á mér þegar ég lá útaf, en ég hélt að það væri streita.“ Sneiðmyndataka og frekari rannsóknir staðfestu að þetta var illkynja krabbamein í eitlum. Settist í bílstjórasætið „Ég og minn fyrrverandi bjuggum með börnin okkar á Blönduósi þegar ég greinist og ég sótti alla meðferð suður til Reykjavíkur. Við tökum svo ákvörðun frekar skyndilega að flytjast búferlum af því að ég gafst upp á öllum þessum ferðalögum.“ Guðný RagnarsdóttirVísir/Vilhelm Guðný segir að það hafi verið stór ákvörðun fyrir þau að flytja suður með drengina, en svo sannarlega það rétta í stöðunni. „Ég gerði þetta til þess að geta sótt þjónustuna í Ljósið endurhæfingamiðstöð fyrir krabbameinsgreinda því að það var ekki neitt sambærilegt í boði úti á landi. Ég vissi að ég myndi þurfa yfirgripsmikla endurhæfingu“ Ári eftir að þau fluttu suður tók Guðný svo aðra stóra ákvörðun sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hennar líf. „Þá tek ég ákvörðun um að skilja við barnsföður minn eftir að við höfðum verið saman í 20 ár.“ Á þessum tímapunkti hafði Guðný lokið allri krabbameinsmeðferð og var búin með ár í endurhæfingu. „Svo hef ég bara markvisst haft hugarfarið þannig að það er gríðarlega mikilvægt að upplifa að maður hafi val. Maður er að velja ótal mörgum sinnum á hverjum einasta degi í öllum smáum hlutum og stórum. Ég upplifði svo sterkt að ég hefði val og það var valdeflandi. Sennilega settist ég í bílstjórasætið í lífi mínu þarna og hætti að vera farþegi.“ Hugsanirnar máttugar Guðný fylgir innsæinu á allan hátt og lætur það vera sinn leiðarvísi í þessum málum. Í veikindunum lærði hún að hlúa að og hjúkra sjálfri sér. „Þessi ganga mín hefur verið þannig að ég er markvisst að stíga inn í ótta til þess eins að sjá að hann er tálsýn. Þannig hefur veikleiki markvisst orðið að miklum styrkleika í mínu lífi.“ Úti í náttúrunni urðu áhyggjurnar, efasemdirnar og óttinn í bataferlinu að engu. „Ég held að fólk búi sér til varnarveggi í sálinni tengt ótta þegar áföll dynja á sem veldur því oft að það fer ekki af stað í þá vegferð sem því langar mest í og oft bindur þetta viðhorf fólk innan veggja heimilisins og „þetta bindur fólk í raun og veru í hausnum á sér. Hugsanirnar okkar eru svo máttugar“. Guðný í háskammtameðferðinni.Mynd úr einkasafni Í krabbameinsmeðferðinni lét Guðný sig dreyma um fjallgöngur í fallegri náttúru Íslands. „Það sem ég hafði þegar ég var að við dauðans dyr í háskammtameðferðinni í janúar 2017, þegar það var búið að taka allt líkamlegt þrek niður, var þessi sterka löngun að endurtaka göngu yfir Fimmvörðuhálsinn sem ég hafði farið í sem unglingur. Þetta var svo dásamlega einföld löngun, bara að komast út í náttúruna(!) en auðvitað þurfti ég að hafa líkamann og hugarfarið til þess. En á þeim stað sem ég var á þá var þetta óyfirstíganlegt.“ Eitt skref í einu Sumarið 2018 gekk Guðný svo Fimmvörðuháls, Laugaveginn og fleiri gönguleiðir og náði þar með markmiðum sínum og lét draumana rætast. „Ég fór ein því að ég treysti mér ekki til þess að fara með hóp, ég var svo hrædd um að ég færi svo hægt. Ég uppskar hjartabilunareinkenni eftir meðferðina sem hægði verulega á mér hvort sem mér líkaði það betur eða verr. Ég las rannsóknir og fór á fyrirlestra og fann það út að fjallganga er besta meðferðin til að endurhæfa hjartavöðvann. Ég tók algjör hænuskref upp allar brekkur og þetta var algjör hugljómun, að fara upp eins hægt og ég gæti, eitt skref í einu. Það var ótrúlegt hvað þetta þokaðist áfram.“ Hún segir að hugarfarið hafi spilað stórt hlutverk í þessari mögnuðu ferð. Guðný er hjúkrunarfræðingur og starfaði sem slíkur áður en hún veiktist. Hún vissi því hvað hún þyrfti að gera til að ná bata eftir meðferðirnar. „Til þess að koma mér af stað þurfti ég að þjálfa hjartavöðvann og stundum hélt ég hreinlega að ég myndi bara detta niður dauð. Ég fór svo að æfa með ferðafélagshóp um áramótin 2018-19.“ Guðný gafst aldrei upp og sá alltaf fyrir sér fjallgöngur þegar hún barðist við krabbameinið.Mynd úr einkasafni/Ægir L Betra að fá hjartaáfall í frosti Guðný var hvergi nærri hætt. Hún tók eitt fjall á viku og setti stefnuna á hæsta tind Íslands, Hvannadalshnjúk. Hún fagnaði hverjum áfanga, öllum fjallstindum sem hún toppaði sama hversu ómerkilegir þeir voru. Hún gleymdi þó aldrei veikindunum sem hún hafði þurft að berjast við árin á undan. „Ég man að í einni ferðinni var uppgangan á fjallið mér svo þungbær að hugsaði ég að ef ég fengi hjartaáfall þá væri í það minnsta gott að það væri frost úti og að það væru að allavegana tveir læknar í gönguhópnum sem myndu vita hvað ætti að gera til að hjálpa mér.“ Guðný hefur verið út af vinnumarkaðinum síðan í veikindunum en stefnir á meistaranám í geðhjúkrun í haust. Heilbrigði og hamingjan eru líka í forgangi. „Ég er ein með drengina og pabbi þeirra býr fyrir norðan. Þetta var nefnilega ekki bara ég sem greiningin hafði áhrif á, þeir eru nú hægt og rólega að rétta úr kútnum eftir öll þessi áföll. Þannig að ég hef lagt gríðarlega mikla vinnu í að aðstoða þá líka. Ég hef mikinn áhuga á geðhjúkrun og barnahjúkrun og hef lagt áherslu á að þeir komi líka heilir út úr þessu. Það leiðinlegasta sem ég hef upplifað í þessu ferli er hvað þetta hefur mikil áhrif á börnin mín.“ Hún telur að göngurnar hafi haft mjög jákvæð áhrif þegar kemur að drengjunum. „ Ég held að þetta hafi gert mikið fyrir þá. Ég var einmitt að rifja upp um daginn að í krabbameinsferlinu missti maður hárið og augabrúnirnar, nefhárin, augnhárin og allt saman. Maður var kringlóttur og hvítur í framan af sterum en ég sá mig alltaf út um mín eigin augu, ég sá þetta sjaldan. Ef ég gekk fram hjá spegli þá bara hreinlega brá mér. Þá áttaði ég mig svo sterkt á því hvernig börnin mín, maki, fjölskylda og vinir sáu mig og upplifðu veikindin mín. Þannig að þetta var gríðarlega mikilvægt fyrir drengina og hefur verið, að sjá að ég sé að gera þetta.“ Eftir að viðtalið var tekið lenti Guðný í bílslysi og getur því ekki klárað verkefnið á þessu ári. Hún er samt ákveðin í að ná aftur upp fyrri krafti og ljúka göngunni næsta sumar. Heilsa Heilbrigðismál Helgarviðtal Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
„Ég vildi leita að innri styrk,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Guðný Ragnarsdóttir, sem vinnur nú að því að ganga ein þvert yfir Ísland. Guðný sigraðist á krabbameini fyrir þremur árum og segir að verkefnið hafi verið bæði lærdómsríkt og valdeflandi. Eftir að hún lauk krabbameinslyfjameðferð hefur hún tekið stórar ákvarðanir um líf sitt sem miðast að því að hætta að lifa í ótta. „Ég fékk þessa hugmynd frá félaga sem var að ganga með mér í hópnum Veseni og vergangi,“ segir Guðný um það hvernig þetta gönguævintýri byrjaði. „Hann sagði mér að það væru til GPS-hnit af leiðinni þvert yfir Ísland. Ég ákvað þá að prófa þetta eina helgi og ganga frá Reykjanestánni og eins langt og ég treysti mér til. Ég gekk föstudag, laugardag og sunnudag og gekk þá inn í Heiðmörk alls 66 km.“ Í lok hvers göngudags lét Guðný sækja sig og svaf hún því heima í eigin rúmi. „Þetta var alveg magnað að sjá kílómetrana færða inn á íslandskort sem ég hengdi upp á vegg heima hjá mér. Ég er mjög mikið fyrir það að vera úti í náttúrunni og það er mikilvægur þáttur í því að hafa heilbrigðan líkama og sál, sérstaklega eftir þau áföll sem ég hef lent í. Ég fann mikla andlega og líkamlega styrkingu í þessu og það hljóp kapp í mig eftir að ég kláraði þessa helgi, það var upphafið að þessu. Ég sá að þetta var gerlegt.“ Ein með hvölunum Í næstu göngu komst hún frá Heiðmörk og á Laugavatn og var þá búin að fjárfesta í tjaldbúnaði og gat því gist á leiðinni án þess að þurfa að fara heim. „Ég gisti í tjaldi og var með allt á bakinu. En fyrsta nóttin var samt þannig að ég þurfti að láta sækja mig því ég var ekki með nógu góðan búnað“ segir Guðný. „Ég bara gafst upp. Það er dálítið mikilvægt að gefast upp, bara í lífinu held ég líka, en standa svo upp og halda áfram. Það er styrkur í því. Ég hvíldi mig og hélt svo áfram.“ Guðný lét fyrstu nóttina í tjaldi ekki draga úr sér kraftinn og gekk í þrjá daga. Næst ákvað hún að láta keyra sig alla leið austur á Langanes svo hún gæti gengið hluta leiðarinnar áleiðis í Hljóðakletta. „Það var svolítið sérstök upplifun þegar sá sem keyrði mig á Langanes fór í burtu til Reykjavíkur og skildi mig bara eftir. Ég stóð þar ein og það tók mig tvo daga að komast til byggða inn í Þórshöfn. Þetta var í rauninni bara ég og hvalirnir, það er mikið af hvölum í kringum Langanes.“ Á göngunni heyrði Guðný hljóðið í hvölunum og það gerði stemninguna einstaka ásamt þokunni sem skall á. „Hún bara gleypti mann og maður var þarna einn. Það er eiginlega mögnuð tilfinning að vera með allt á bakinu og vera algjörlega ein og óstudd. Þetta er svolítið minimalískur hugsunarháttur, maður var algjörlega sjálfbær. Þetta er ótrúlega eflandi, sérstaklega eftir á þegar ég horfi til baka. Þetta er bara eitt skref í einu í raun og veru. Það var samt bara fyrst núna í sumar sem ég áttaði mig á því að ég verð að klára þetta verkefni.“ 750 kílómetrar Á leiðinni hefur Guðný þurft að kljást við ýmsar áskoranir. Á einum tímapunkti þurfti hún að velja á milli þess að fara yfir Hofsjökul eða þvera jökulkvíslarnar fyrir neðan hann. Hvorugt gat hún gert án aðstoðar. Hún vildi gera þetta ein og ákvað því að fara lengri leið, meðfram vegi, til þess að komast á milli þessa staða óstudd. „Mig er farið að langa til þess að ganga þetta öðruvísi núna en ég gerði í upphafi. Ég var svolítið mikið að hlaupa á undan dauðanum. Þetta kallast svo rosalega á við öfgana í þeirri lyfjameðferð sem ég þurfti að gangast í gegnum til að ná bata af krabbameininu.“ Gönguleiðin er í heild sinni um 750 kílómetrar og hélt Guðný áfram með verkefnið í sumar. „Ég fór meðal annars frá Hrauneyjum og inn að Laugavatni, sem var rétt rúmlega 100 kílómetrar á þremur dögum.“ Hún hefur alls ekki gefist upp og ætlar sér að ná markmiðinu og ætlar hugsanlega að safna fyrir góðan málstað í leiðinni. „Ég er búin með 640 kílómetra. Ég er búin að ganga í 23 daga og geri ráð fyrir að þurfa minnst fjóra daga til viðbótar.“ Guðný í Þjórsárverum 21. júlí á tindi Arnarfells hins mikla.Mynd úr einkasafni Hreinsar hugann Hún fann fyrir eigin innri styrk þegar hún gekk legginn yfir Herðubreiðarlindir, Öskju og Ódáðahraun. „Að vera þarna úti í miðju hrauni vitandi að maður gæti kannski dottið einhvers staðar niður í holu, ekki beint í símasambandi, sem gerði það að verkum að maður þurfti að hafa alveg svakalega mikla athygli og þekkingu á náttúrunni. Það sem er svo merkilegt að þegar ég er í þessum ferðum þá er ég ekki að hugsa neitt. Margir halda eflaust að maður sé í einhverjum stöðugum pælingum og komi með einhverja vitrun heim eða eitthvað en það sem þessar göngur gera fyrir mig er að þær hreinsa hugann og efla líkamann á jákvæðan máta.“ Guðný nær hvergi betri einbeitingu en á sama tíma slökun. „Maður er stöðugt að lesa í veðrið og líkamann, hvort að maður sé svangur og hvernig orkan er. Náttúran tekur á móti manni öllum. Maður er oft með dreifðan huga þegar maður er inni í kassalaga íbúð og fer oft að gera tíu hluti í einu en þarna er ég akkúrat í þeim sporum sem ég er í og er ekkert að hugsa um neitt annað.“ Reynir að tileinka sér mildi Ef hún væri að byrja þetta ferðalag myndi hún breyta litlu, nema kannski gefa sér meiri tíma og fleiri göngudaga í verkefnið. „Ég er að reyna að tileinka mér að fara hægar yfir. Þetta var svo mikil harka fyrst. Ég held að ég hefði ekki náð upp jafn góðum líkamlegum styrk eftir þetta áfall öðruvísi en að beita mig svolítilli hörku. En ég er í dag að reyna að tileinka mér mildi í eigin garð og annarra. Þess vegna ætla ég að gefa mér nógan tíma til að klára þetta.“ Guðný telur að hún hafi verið búin að vera með krabbamein í mörg ár áður en það fannst, en fyrstu einkenni taldi hún vera merki um streitu. „Ég held að ég hafi verið búin að vera veik í mörg ár. Ég var með öll einkennin í bókinni og vanalega greinist þetta mein ekki á því stigi að það séu komin einkenni. Ég var í raun og veru óheppin að það var einn eitill í miðmætti sem stækkaði bara og stækkaði. Hann varð 12 sinnum 6,6 sentímetrar og var farinn að þrýsta verulega á hjarta og lungu. Ég var með mæði og kláða og stundum leið mér eins og það sæti barn ofan á brjóstkassanum á mér þegar ég lá útaf, en ég hélt að það væri streita.“ Sneiðmyndataka og frekari rannsóknir staðfestu að þetta var illkynja krabbamein í eitlum. Settist í bílstjórasætið „Ég og minn fyrrverandi bjuggum með börnin okkar á Blönduósi þegar ég greinist og ég sótti alla meðferð suður til Reykjavíkur. Við tökum svo ákvörðun frekar skyndilega að flytjast búferlum af því að ég gafst upp á öllum þessum ferðalögum.“ Guðný RagnarsdóttirVísir/Vilhelm Guðný segir að það hafi verið stór ákvörðun fyrir þau að flytja suður með drengina, en svo sannarlega það rétta í stöðunni. „Ég gerði þetta til þess að geta sótt þjónustuna í Ljósið endurhæfingamiðstöð fyrir krabbameinsgreinda því að það var ekki neitt sambærilegt í boði úti á landi. Ég vissi að ég myndi þurfa yfirgripsmikla endurhæfingu“ Ári eftir að þau fluttu suður tók Guðný svo aðra stóra ákvörðun sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hennar líf. „Þá tek ég ákvörðun um að skilja við barnsföður minn eftir að við höfðum verið saman í 20 ár.“ Á þessum tímapunkti hafði Guðný lokið allri krabbameinsmeðferð og var búin með ár í endurhæfingu. „Svo hef ég bara markvisst haft hugarfarið þannig að það er gríðarlega mikilvægt að upplifa að maður hafi val. Maður er að velja ótal mörgum sinnum á hverjum einasta degi í öllum smáum hlutum og stórum. Ég upplifði svo sterkt að ég hefði val og það var valdeflandi. Sennilega settist ég í bílstjórasætið í lífi mínu þarna og hætti að vera farþegi.“ Hugsanirnar máttugar Guðný fylgir innsæinu á allan hátt og lætur það vera sinn leiðarvísi í þessum málum. Í veikindunum lærði hún að hlúa að og hjúkra sjálfri sér. „Þessi ganga mín hefur verið þannig að ég er markvisst að stíga inn í ótta til þess eins að sjá að hann er tálsýn. Þannig hefur veikleiki markvisst orðið að miklum styrkleika í mínu lífi.“ Úti í náttúrunni urðu áhyggjurnar, efasemdirnar og óttinn í bataferlinu að engu. „Ég held að fólk búi sér til varnarveggi í sálinni tengt ótta þegar áföll dynja á sem veldur því oft að það fer ekki af stað í þá vegferð sem því langar mest í og oft bindur þetta viðhorf fólk innan veggja heimilisins og „þetta bindur fólk í raun og veru í hausnum á sér. Hugsanirnar okkar eru svo máttugar“. Guðný í háskammtameðferðinni.Mynd úr einkasafni Í krabbameinsmeðferðinni lét Guðný sig dreyma um fjallgöngur í fallegri náttúru Íslands. „Það sem ég hafði þegar ég var að við dauðans dyr í háskammtameðferðinni í janúar 2017, þegar það var búið að taka allt líkamlegt þrek niður, var þessi sterka löngun að endurtaka göngu yfir Fimmvörðuhálsinn sem ég hafði farið í sem unglingur. Þetta var svo dásamlega einföld löngun, bara að komast út í náttúruna(!) en auðvitað þurfti ég að hafa líkamann og hugarfarið til þess. En á þeim stað sem ég var á þá var þetta óyfirstíganlegt.“ Eitt skref í einu Sumarið 2018 gekk Guðný svo Fimmvörðuháls, Laugaveginn og fleiri gönguleiðir og náði þar með markmiðum sínum og lét draumana rætast. „Ég fór ein því að ég treysti mér ekki til þess að fara með hóp, ég var svo hrædd um að ég færi svo hægt. Ég uppskar hjartabilunareinkenni eftir meðferðina sem hægði verulega á mér hvort sem mér líkaði það betur eða verr. Ég las rannsóknir og fór á fyrirlestra og fann það út að fjallganga er besta meðferðin til að endurhæfa hjartavöðvann. Ég tók algjör hænuskref upp allar brekkur og þetta var algjör hugljómun, að fara upp eins hægt og ég gæti, eitt skref í einu. Það var ótrúlegt hvað þetta þokaðist áfram.“ Hún segir að hugarfarið hafi spilað stórt hlutverk í þessari mögnuðu ferð. Guðný er hjúkrunarfræðingur og starfaði sem slíkur áður en hún veiktist. Hún vissi því hvað hún þyrfti að gera til að ná bata eftir meðferðirnar. „Til þess að koma mér af stað þurfti ég að þjálfa hjartavöðvann og stundum hélt ég hreinlega að ég myndi bara detta niður dauð. Ég fór svo að æfa með ferðafélagshóp um áramótin 2018-19.“ Guðný gafst aldrei upp og sá alltaf fyrir sér fjallgöngur þegar hún barðist við krabbameinið.Mynd úr einkasafni/Ægir L Betra að fá hjartaáfall í frosti Guðný var hvergi nærri hætt. Hún tók eitt fjall á viku og setti stefnuna á hæsta tind Íslands, Hvannadalshnjúk. Hún fagnaði hverjum áfanga, öllum fjallstindum sem hún toppaði sama hversu ómerkilegir þeir voru. Hún gleymdi þó aldrei veikindunum sem hún hafði þurft að berjast við árin á undan. „Ég man að í einni ferðinni var uppgangan á fjallið mér svo þungbær að hugsaði ég að ef ég fengi hjartaáfall þá væri í það minnsta gott að það væri frost úti og að það væru að allavegana tveir læknar í gönguhópnum sem myndu vita hvað ætti að gera til að hjálpa mér.“ Guðný hefur verið út af vinnumarkaðinum síðan í veikindunum en stefnir á meistaranám í geðhjúkrun í haust. Heilbrigði og hamingjan eru líka í forgangi. „Ég er ein með drengina og pabbi þeirra býr fyrir norðan. Þetta var nefnilega ekki bara ég sem greiningin hafði áhrif á, þeir eru nú hægt og rólega að rétta úr kútnum eftir öll þessi áföll. Þannig að ég hef lagt gríðarlega mikla vinnu í að aðstoða þá líka. Ég hef mikinn áhuga á geðhjúkrun og barnahjúkrun og hef lagt áherslu á að þeir komi líka heilir út úr þessu. Það leiðinlegasta sem ég hef upplifað í þessu ferli er hvað þetta hefur mikil áhrif á börnin mín.“ Hún telur að göngurnar hafi haft mjög jákvæð áhrif þegar kemur að drengjunum. „ Ég held að þetta hafi gert mikið fyrir þá. Ég var einmitt að rifja upp um daginn að í krabbameinsferlinu missti maður hárið og augabrúnirnar, nefhárin, augnhárin og allt saman. Maður var kringlóttur og hvítur í framan af sterum en ég sá mig alltaf út um mín eigin augu, ég sá þetta sjaldan. Ef ég gekk fram hjá spegli þá bara hreinlega brá mér. Þá áttaði ég mig svo sterkt á því hvernig börnin mín, maki, fjölskylda og vinir sáu mig og upplifðu veikindin mín. Þannig að þetta var gríðarlega mikilvægt fyrir drengina og hefur verið, að sjá að ég sé að gera þetta.“ Eftir að viðtalið var tekið lenti Guðný í bílslysi og getur því ekki klárað verkefnið á þessu ári. Hún er samt ákveðin í að ná aftur upp fyrri krafti og ljúka göngunni næsta sumar.
Heilsa Heilbrigðismál Helgarviðtal Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira