Hreinsunarátak á strandlengjum Líberíu með stuðningi Íslands Heimsljós 1. október 2020 10:11 Ein af strandlengjunum eftir hreinsunarátakið. Strandlengjur við fiskisamfélög í Líberíu hafa verið hreinsaðar á síðustu misserum í verkefni á vegum Fiski- og fiskeldisstofu Líberíu með fjárhagslegum stuðningi utanríkisráðuneytisins. Um er ræða tilraunaverkefni í fjórum fiskisamfélögum með samtals ríflega þrjátíu þúsund íbúa. Verkefnið fellur að fjórtánda heimsmarkmiðinu sem felur í sér að vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun. Tveir af fjórum hópum sem tóku þátt í hreinsun strandlengjunnar. „Íslendingar fjármögnuðu á sínum tíma hluta af verkefni Alþjóðabankans í fiskimálum í Vestur-Afríku en eftir að því verkefni var hætt hefur utanríkisráðuneytið stutt sérstaklega við verkefni í Líberíu um sjálfbærni í fiskimálum. Markmið þess er að styrkja sjálfbæra nýtingu og stjórnun fiskveiðiauðlindarinnar í Líberíu, vernda umhverfi hafsins og bæta lífsviðurværi í fiskisamfélögum með áherslu á baráttuna gegn fátækt,“ segir Árni Helgason á alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins. Verkefnin sem Ísland styður snúa meðal annars að því að bæta aðgengi íbúanna að vatni, salernis- og hreinlætisaðstöðu og betrumbæta meðferð og vinnslu aflans. Fyrir og eftir hreinsunarátak. Nýlokið er sérstöku hreinsunarátaki við strandlengjur fiskisamfélaganna. Um 25-30 einstaklingar í hverju samfélagi voru fengnir til þess að hreinsa strendurnar. „Fólkið fékk nauðsynlegan búnað til þess að vinna verkið við öruggar aðstæður og byggður var sérstakur brennsluofn til þess að brenna úrganginn. Það er ljóst að slík lausn er ekki til frambúðar og því þarf að finna leiðir til að endurvinna úrganginn í stað þess að brenna hann. Losun utanaðkomandi úrgangs við strendurnar er annar vandi sem bíður úrlausnar, svo og fjárhagsleg sjálfbærni verkefnisins,“ segir Árni. Nú blasa hins vegar við hreinar og fallegar strendur sem áður voru þaktar plasti og rusli í bland við þang og önnur lífræn efni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Líbería Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent
Strandlengjur við fiskisamfélög í Líberíu hafa verið hreinsaðar á síðustu misserum í verkefni á vegum Fiski- og fiskeldisstofu Líberíu með fjárhagslegum stuðningi utanríkisráðuneytisins. Um er ræða tilraunaverkefni í fjórum fiskisamfélögum með samtals ríflega þrjátíu þúsund íbúa. Verkefnið fellur að fjórtánda heimsmarkmiðinu sem felur í sér að vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun. Tveir af fjórum hópum sem tóku þátt í hreinsun strandlengjunnar. „Íslendingar fjármögnuðu á sínum tíma hluta af verkefni Alþjóðabankans í fiskimálum í Vestur-Afríku en eftir að því verkefni var hætt hefur utanríkisráðuneytið stutt sérstaklega við verkefni í Líberíu um sjálfbærni í fiskimálum. Markmið þess er að styrkja sjálfbæra nýtingu og stjórnun fiskveiðiauðlindarinnar í Líberíu, vernda umhverfi hafsins og bæta lífsviðurværi í fiskisamfélögum með áherslu á baráttuna gegn fátækt,“ segir Árni Helgason á alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins. Verkefnin sem Ísland styður snúa meðal annars að því að bæta aðgengi íbúanna að vatni, salernis- og hreinlætisaðstöðu og betrumbæta meðferð og vinnslu aflans. Fyrir og eftir hreinsunarátak. Nýlokið er sérstöku hreinsunarátaki við strandlengjur fiskisamfélaganna. Um 25-30 einstaklingar í hverju samfélagi voru fengnir til þess að hreinsa strendurnar. „Fólkið fékk nauðsynlegan búnað til þess að vinna verkið við öruggar aðstæður og byggður var sérstakur brennsluofn til þess að brenna úrganginn. Það er ljóst að slík lausn er ekki til frambúðar og því þarf að finna leiðir til að endurvinna úrganginn í stað þess að brenna hann. Losun utanaðkomandi úrgangs við strendurnar er annar vandi sem bíður úrlausnar, svo og fjárhagsleg sjálfbærni verkefnisins,“ segir Árni. Nú blasa hins vegar við hreinar og fallegar strendur sem áður voru þaktar plasti og rusli í bland við þang og önnur lífræn efni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Líbería Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent