Lífið

Vildu aðeins Króla til að flytja lagið Ást við fyrstu seen

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birgir Steinn og Ragnar Már sömdu lagið Ást við fyrstu seen.
Birgir Steinn og Ragnar Már sömdu lagið Ást við fyrstu seen.

Draumfarir og Króli gefa í dag frá sér nýtt lag sem ber heitið Ást við fyrstu seen.

Í sveitinni Draumfarir eru þeir Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson en í sumar gáfu þeir út sitt fyrsta lag, Bjartar nætur.

Birgir og Ragnar spila inn flest hljóðfæri sjálfir en þeir fengu Arnar Guðjónsson til að aðstoða sig við að klára upptökur á laginu.

Hópurinn mætti til Ívars Guðmundsson á Bylgjunni í gær og ræddu útgáfuna og fengu hlustendur að heyra lagið. Þar kom í ljós að Birgir og Ragnar vildu engan annan en Kristinn Óla Haraldsson, Króla, til að syngja lagið

„Þetta er í rauninni eldgamalt lag þannig sé, frá okkur Ragga sem við grófum upp. Það var alltaf stemning fyrir því að fá einhvern með okkur í laginu og það væri betra ef hann kynni að rappa. Þar koma nokkrir til greina en Króli var alltaf mjög ofarlega,“ segir Birgir Steinn.

„Ég er að fara flytja til Akureyrar eftir mánuð eða svo þar sem ég er að fara leika Tóta Tannálf í leikverkinu Benedikt Búálf hjá Leikfélagi Akureyrar. Þetta er bókstaflega eina tónlistin sem ég er búinn að gera síðan ég gaf út plötu núna í apríl,“ segir Króli.

Hér að neðan má hlusta á spjallið og lagið sjálft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.