Íslenski boltinn

Fylkismenn segja ummæli Rúnars til skammar en ætla ekki að kæra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ummæli Rúnars Kristinssonar um Ólaf Inga Skúlasonar fóru fyrir brjóstið á Fylkismönnum.
Ummæli Rúnars Kristinssonar um Ólaf Inga Skúlasonar fóru fyrir brjóstið á Fylkismönnum. vísir/bára

Fylkir hefur ákveðið að kæra ekki ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, eftir leik liðanna á sunnudaginn til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild Fylkis.

Eftir leikinn á sunnudaginn fór Rúnar hörðum orðum um Ólaf Inga Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfara Fylkis. Rúnar og KR-ingar voru ósáttir með atvik í uppbótartíma leiksins þegar markvörðurinn Beitir Ólafsson fékk rautt spjald og dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að slá til Ólafs Inga. Sam Hewson skoraði sigurmark Fylkismanna úr vítinu.

Í yfirlýsingu Fylkismanna segir að þeim hafi verið verulega brugðið vegna ummæla Rúnars og segja þau vera honum og KR til háborinnar skammar.

Einnig lýsa Fylkismenn yfir vonbrigðum sínum að KR-ingar hafi ekki beðist afsökunar á ummælum Rúnars eða reynt að bera vopn á klæðin með öðrum hætti.

Fylkir ætlar samt ekki að kæra ummæli Rúnars til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og segja málinu lokið af þeirra hálfu.

Yfirlýsingu Fylkis má sjá hér fyrir neðan.

Yfirlýsing frá Stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis Vegna grófra ummæla Rúnars Kristinssonar þjálfara KR í viðtölum á Stöð...

Posted by Íþróttafélagið Fylkir on Thursday, October 1, 2020

Tengdar fréttir

Fylkir íhugar að kæra KR vegna ummæla Rúnars

Knattspyrnudeild Fylkis íhugar að leggja fram kæru á hendur KR og Rúnari Kristinssyni, þjálfara liðsins, vegna þeirra ummæla sem hann lét falla eftir 2-1 tap Íslandsmeistaranna í viðureign liðanna í gær.

Rýndu í rauða spjaldið sem Beitir fékk og gerði Rúnar foxillan

„Þegar lið vinna á þennan hátt þá er það bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um lokin á leiknum við Fylki í gær. Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason rýndu í það sem þar gerðist í Pepsi Max tilþrifunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×