Tesla með langflestar nýskráningar í september Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. október 2020 07:01 Model 3. Vísir/EPA Alls voru nýskráðar 313 Tesla bifreiðar í nýliðnum september mánuði. Þar af voru 289 Model 3 bílar, 16 Model X og átta Model S. Næstflestar nýskráningar áttu Toyota með 139. Af nýskráðum Toyota-bifreiðum var tæpur helmingur Rav4 eða 63 eintök. Volkswagen bifreiðar eru svo í þriðja sæti yfir flestar nýskráningar í september með 92 eintök. Þar vegur hinn nýi ID.3 þyngst, en 42 eintök af honum voru nýskráð. KIA er í fjórða sæti með 84 bíla. Samtals ná því annað, þriðja og fjórða sætið rétt að merja toppsætið. KIA, Volkswagen og Toyota ná samtals 317 eintökum á móti 313 eintökum Tesla. Hleðslustöð fyrir rafbíla.vísir/pjetur Orkugjafar Af 1125 nýskráðum fólksbílum í september voru 511 hreinir rafbílar, 199 tengiltvinnbílar og 101 tvinnbíll. Bensínbílar voru 172 og Dísel 141. Þá var einn metan bíll nýskráður í september. Ökutæki Samtals voru 1443 ökutæki nýskráð í september. Þar af voru eins og áður segir 1125 fólksbifreiðar og 102 sendibifreiðar. Þróun nýskráninga Nýskráningum fólksbifreiða fjölgar talsvert á milli mánaða. Í ágúst voru 678 fólksbifreiðar nýskráðar og fjölgar nýskráningum fólksbifreiða því um 66%. Þá fjölgar nýskráningum fólksbifreiða í september líka á milli ára, í september í fyrra voru nýskráðar 860 fólksbifreiðar. Aukningin er því um 30% á milli ára. Vistvænir bílar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Alls voru nýskráðar 313 Tesla bifreiðar í nýliðnum september mánuði. Þar af voru 289 Model 3 bílar, 16 Model X og átta Model S. Næstflestar nýskráningar áttu Toyota með 139. Af nýskráðum Toyota-bifreiðum var tæpur helmingur Rav4 eða 63 eintök. Volkswagen bifreiðar eru svo í þriðja sæti yfir flestar nýskráningar í september með 92 eintök. Þar vegur hinn nýi ID.3 þyngst, en 42 eintök af honum voru nýskráð. KIA er í fjórða sæti með 84 bíla. Samtals ná því annað, þriðja og fjórða sætið rétt að merja toppsætið. KIA, Volkswagen og Toyota ná samtals 317 eintökum á móti 313 eintökum Tesla. Hleðslustöð fyrir rafbíla.vísir/pjetur Orkugjafar Af 1125 nýskráðum fólksbílum í september voru 511 hreinir rafbílar, 199 tengiltvinnbílar og 101 tvinnbíll. Bensínbílar voru 172 og Dísel 141. Þá var einn metan bíll nýskráður í september. Ökutæki Samtals voru 1443 ökutæki nýskráð í september. Þar af voru eins og áður segir 1125 fólksbifreiðar og 102 sendibifreiðar. Þróun nýskráninga Nýskráningum fólksbifreiða fjölgar talsvert á milli mánaða. Í ágúst voru 678 fólksbifreiðar nýskráðar og fjölgar nýskráningum fólksbifreiða því um 66%. Þá fjölgar nýskráningum fólksbifreiða í september líka á milli ára, í september í fyrra voru nýskráðar 860 fólksbifreiðar. Aukningin er því um 30% á milli ára.
Vistvænir bílar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent