Ný nálgun á tölvuleiki: Vilja fá fleiri stelpur inn og að þeim líði vel meðan þær spili Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2020 07:01 Hér má sjá skjáskot úr leiknum sem verður aðeins vinsælli og vinsælli. USA Today Jana Sól Ísleifsdóttir og mótastjórn Overwatch-deildarinnar hér á landi vilja koma í veg fyrir það mikla áreiti sem stelpur verða fyrir er þær spila tölvuleiki. Ný nálgun þeirra skilaði sér þannig að 20 prósent þátttakenda deildarinnar er kvenkyns. Á sama tíma er einn kvenkyns leikmaður í 400 manna atvinnumannadeild erlendis. Overwatch er fyrstu persónu skotleikur þar sem spilað er í liðum, alls eru sex leikmenn í hverju liði. Hver leikmaður velur sér eina af 21 hetju sem stendur til boða og svo er einfaldlega keppt. Það þarf að framfylgja ákveðinni taktík í leiknum en leikmenn skipta með sér hlutverkum hverju sinni. Leikurinn er gríðarlega vinsæll um heim allan og er meðal þeirra leikja sem við sýnum frá á Stöð 2 E-Sport sem og hér á Vísi. Frá klukkan 18.00 til 23.00 í dag verður Overwatch – Almenni bikarinn á dagskrá Stöð 2 E-Sport. Nálgunin á mótið hér á landi er töluvert önnur en erlendis. Mótastjórn Overwatch er skipuð fimm manns, þremur stelpum og tveimur strákum. Markmiðið var að skapa eins jákvætt andrúmsloft og hægt er. Munnsöfnuður leikmanna sem spila tölvuleiki á netinu er eitthvað tíðkast reglulega. Reynt er að sporna við því er keppt er í Overwatch og þarf fyrirliði hvers liðs að passa vel upp á hvað sínir leikmenn segja er þeir keppa á mótinu. Sjá einnig: Telja að Overwatch geti orðið stærri en enska úrvalsdeildin Jana Sól er ein þeirra fimm sem eru í mótastjórn Overwatch og Vísir ræddi örstutt við hana um mótið og hvernig þetta kom allt til. Hún stefnir sjálf á atvinnumennsku í tölvuleikjum og ræddi við RÚV í sumar um þá kynferðislegu áreitni sem stelpur verða fyrir er þær spila tölvuleiki. „Þetta mót var, og er, öðruvísi sett upp út af því það var alltaf markmiðið að fá stelpur til þess að skrá sig líka þar sem það er ekki mikið um stelpur á mótum sem þessum. Aron [Ólafsson] og Björgvin [Gunnar Björgvinsson] báðu mig um að koma inn í mótastjórn en þeir höfðu tekið eftir þeim viðtölum sem ég hafði farið í vegna þess hvernig er komið fram við konur í tölvuleikja heiminum,“ sagði Jana Sól um þessa einstöku uppsetningu Overwatch-mótsins. Jana Sól stefnir vill brúa bilið milli kynjanna í tölvuleikja heiminum.Jana Sól Ísleifsdóttir Fleiri stelpur hér á landi heldur en í 200 manna deild „Það er ekki komið vel fram við stelpur, og konur, í tölvuleikjum. Mikil áreitni fylgir því að spila og það þýðir að það er lítið af stelpum að spila tölvuleiki. Þá er mjög sjaldgæft að sjá stelpu sem atvinnumann. Í Overwatch-deildinni [atvinnumannadeild erlendis] eru yfir 200 leikmenn og aðeins ein stelpa.“ „Það var því æðislegt að sjá að 20 prósent allra þátttakenda væru stelpur og við vonum innilega að þær verði fleiri í framtíðinni þar sem þetta er stórt skref í að brúa bilið milli kynjanna þegar kemur að mótafyrirkomulagi í tölvuleikjum. Sérstaklega hér á landi þar sem þetta sýnir yngri kynslóðinni að það er ekkert að því að vera stelpa og spila tölvuleiki.“ „Ég spila sjálf næstum daglega og streymi því þegar ég spila leikinn. Ég er með opið fyrir spjallið svo fólk heyrir á streyminu mínu hvað fer þar far. Það er hefur leiðinlegar afleiðingar andlega en ég er allaveg að sýna og sanna fyrir fólki að stelpur fá allskonar skít yfir sig bara fyrir að vera stelpur.“ „Mitt markmið er að reyna brúa bilið milli kynjanna, gera tölvuleikja samfélagið jafnara og útrýma eins mikið af kynferðislegu áreiti og hægt er. Það er einfaldlega ekki í lagi að áreita stelpur fyrir það eitt að spila tölvuleiki og að þetta mót sé fyrir alla finnst mér æðislegt.“ Hvernig er að vera keppandi sem situr einnig í mótastjórn? „Ég er þátttakandi í þessu móti en það er þannig að ef mótastjórn þarf að taka á máli sem viðkemur liðinu mínu þá stíg ég til hliðar og kem ekki að ákvörðun í því máli. Ég hef alltaf sagt að ef ég fengi sérstaka meðferð út af því ég væri í mótastjórn þá myndi ég segja mig úr keppninni því það væri sanngjarnt. Þau sem eru með mér í mótastjórn lúta sömu reglum.“ „Við líka tökum mjög hart á því ef einhver leggur inn kvörtun varðandi dónaskap við aðra leikmenn eða ef leikmaður er einfaldlega ógeðslegur í garð annarra leikmanna. Við reynum að passa upp á að við öll sem tökum þátt séum ánægð með keppnina. Ef það er vesen hjá einhverjum þá reynum við að hjálpast að eftir bestu getu.“ „Við reynum eftir bestu getu að hafa þetta jafnt í alla staði. Til að mynda skiptum við deildinni upp svo allir geti spilað við einhvern á sínu getustigi,“ sagði Jana Sól að endingu. Rafíþróttir Tengdar fréttir Einn efnilegasti markvörður Íslands lýsir einnig úrvalsdeildinni í eFótbolta Cecilía Rán Rúnarsdóttir er ekki aðeins einn besti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna þrátt fyrir ungan aldur heldur hefur hún einnig tekið að sér lýsingar í eFótbolta sem sýndur er hér á Vísi. 30. september 2020 07:00 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti
Jana Sól Ísleifsdóttir og mótastjórn Overwatch-deildarinnar hér á landi vilja koma í veg fyrir það mikla áreiti sem stelpur verða fyrir er þær spila tölvuleiki. Ný nálgun þeirra skilaði sér þannig að 20 prósent þátttakenda deildarinnar er kvenkyns. Á sama tíma er einn kvenkyns leikmaður í 400 manna atvinnumannadeild erlendis. Overwatch er fyrstu persónu skotleikur þar sem spilað er í liðum, alls eru sex leikmenn í hverju liði. Hver leikmaður velur sér eina af 21 hetju sem stendur til boða og svo er einfaldlega keppt. Það þarf að framfylgja ákveðinni taktík í leiknum en leikmenn skipta með sér hlutverkum hverju sinni. Leikurinn er gríðarlega vinsæll um heim allan og er meðal þeirra leikja sem við sýnum frá á Stöð 2 E-Sport sem og hér á Vísi. Frá klukkan 18.00 til 23.00 í dag verður Overwatch – Almenni bikarinn á dagskrá Stöð 2 E-Sport. Nálgunin á mótið hér á landi er töluvert önnur en erlendis. Mótastjórn Overwatch er skipuð fimm manns, þremur stelpum og tveimur strákum. Markmiðið var að skapa eins jákvætt andrúmsloft og hægt er. Munnsöfnuður leikmanna sem spila tölvuleiki á netinu er eitthvað tíðkast reglulega. Reynt er að sporna við því er keppt er í Overwatch og þarf fyrirliði hvers liðs að passa vel upp á hvað sínir leikmenn segja er þeir keppa á mótinu. Sjá einnig: Telja að Overwatch geti orðið stærri en enska úrvalsdeildin Jana Sól er ein þeirra fimm sem eru í mótastjórn Overwatch og Vísir ræddi örstutt við hana um mótið og hvernig þetta kom allt til. Hún stefnir sjálf á atvinnumennsku í tölvuleikjum og ræddi við RÚV í sumar um þá kynferðislegu áreitni sem stelpur verða fyrir er þær spila tölvuleiki. „Þetta mót var, og er, öðruvísi sett upp út af því það var alltaf markmiðið að fá stelpur til þess að skrá sig líka þar sem það er ekki mikið um stelpur á mótum sem þessum. Aron [Ólafsson] og Björgvin [Gunnar Björgvinsson] báðu mig um að koma inn í mótastjórn en þeir höfðu tekið eftir þeim viðtölum sem ég hafði farið í vegna þess hvernig er komið fram við konur í tölvuleikja heiminum,“ sagði Jana Sól um þessa einstöku uppsetningu Overwatch-mótsins. Jana Sól stefnir vill brúa bilið milli kynjanna í tölvuleikja heiminum.Jana Sól Ísleifsdóttir Fleiri stelpur hér á landi heldur en í 200 manna deild „Það er ekki komið vel fram við stelpur, og konur, í tölvuleikjum. Mikil áreitni fylgir því að spila og það þýðir að það er lítið af stelpum að spila tölvuleiki. Þá er mjög sjaldgæft að sjá stelpu sem atvinnumann. Í Overwatch-deildinni [atvinnumannadeild erlendis] eru yfir 200 leikmenn og aðeins ein stelpa.“ „Það var því æðislegt að sjá að 20 prósent allra þátttakenda væru stelpur og við vonum innilega að þær verði fleiri í framtíðinni þar sem þetta er stórt skref í að brúa bilið milli kynjanna þegar kemur að mótafyrirkomulagi í tölvuleikjum. Sérstaklega hér á landi þar sem þetta sýnir yngri kynslóðinni að það er ekkert að því að vera stelpa og spila tölvuleiki.“ „Ég spila sjálf næstum daglega og streymi því þegar ég spila leikinn. Ég er með opið fyrir spjallið svo fólk heyrir á streyminu mínu hvað fer þar far. Það er hefur leiðinlegar afleiðingar andlega en ég er allaveg að sýna og sanna fyrir fólki að stelpur fá allskonar skít yfir sig bara fyrir að vera stelpur.“ „Mitt markmið er að reyna brúa bilið milli kynjanna, gera tölvuleikja samfélagið jafnara og útrýma eins mikið af kynferðislegu áreiti og hægt er. Það er einfaldlega ekki í lagi að áreita stelpur fyrir það eitt að spila tölvuleiki og að þetta mót sé fyrir alla finnst mér æðislegt.“ Hvernig er að vera keppandi sem situr einnig í mótastjórn? „Ég er þátttakandi í þessu móti en það er þannig að ef mótastjórn þarf að taka á máli sem viðkemur liðinu mínu þá stíg ég til hliðar og kem ekki að ákvörðun í því máli. Ég hef alltaf sagt að ef ég fengi sérstaka meðferð út af því ég væri í mótastjórn þá myndi ég segja mig úr keppninni því það væri sanngjarnt. Þau sem eru með mér í mótastjórn lúta sömu reglum.“ „Við líka tökum mjög hart á því ef einhver leggur inn kvörtun varðandi dónaskap við aðra leikmenn eða ef leikmaður er einfaldlega ógeðslegur í garð annarra leikmanna. Við reynum að passa upp á að við öll sem tökum þátt séum ánægð með keppnina. Ef það er vesen hjá einhverjum þá reynum við að hjálpast að eftir bestu getu.“ „Við reynum eftir bestu getu að hafa þetta jafnt í alla staði. Til að mynda skiptum við deildinni upp svo allir geti spilað við einhvern á sínu getustigi,“ sagði Jana Sól að endingu.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Einn efnilegasti markvörður Íslands lýsir einnig úrvalsdeildinni í eFótbolta Cecilía Rán Rúnarsdóttir er ekki aðeins einn besti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna þrátt fyrir ungan aldur heldur hefur hún einnig tekið að sér lýsingar í eFótbolta sem sýndur er hér á Vísi. 30. september 2020 07:00 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti
Einn efnilegasti markvörður Íslands lýsir einnig úrvalsdeildinni í eFótbolta Cecilía Rán Rúnarsdóttir er ekki aðeins einn besti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna þrátt fyrir ungan aldur heldur hefur hún einnig tekið að sér lýsingar í eFótbolta sem sýndur er hér á Vísi. 30. september 2020 07:00