Sport

Komu til Íslands í miðju COVID til að taka upp auglýsingu með Söru

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir eyddi heilum degi í tökur og farið var víða um landið. Hún birti þessa mynd af sér á Instagram en hún var tekin í tökunum fyrir Volkswagen.
Sara Sigmundsdóttir eyddi heilum degi í tökur og farið var víða um landið. Hún birti þessa mynd af sér á Instagram en hún var tekin í tökunum fyrir Volkswagen. Instagram/sarasigmunds

Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir lét Volkswagen koma til sín á Íslandi þegar átti að taka upp nýja auglýsingu með nýjum sendiherra fyrirtækisins.

Sara Sigmundsdóttir og umboðsmaður hennar Snorri Barón Jónsson sögðu bæði frá komu tökuliðsins til Íslands og þá leyfði Sara fylgjendum sínum aðeins að fylgjast með á bak við tjöldin.

Tökuliðið kom frá Þýskalandi og ferðaðist um landið með Söru í heilan dag til að taka upp efni fyrir auglýsingu.

„Ekki beint auðveldustu aðstæðurnar til að taka upp auglýsingu með allar hömlurnar og sóttvarnirnar vegna COVID-19 og svo að vera að taka upp á Íslandi að hausti til þegar veðrið breytist á fimm mínútna fresti,“ skrifaði Snorri Barón á Instagram síðu sína.

„Þau létu þetta ganga og mín tilfinning er að útkoman verði stórkostleg,“ bætti Snorri Barón við eins og sjá má hér fyrir neðan þar sem sjá má mynd af öllum hópnum með Söru og hundinum hennar Mola.

Hero Productions Iceland var að framleiða þetta verkefni með Þjóðverjunum en fyrirtækið var nýverið að klára stóra auglýsingu fyrir Sony með fimmtíu starfsmenn þar sem tíu komu að utan.

Sara Sigmundsdóttir skrifaði undir tímamóta samning við Volkswagen R í vor en hún varð þar með fyrsta CrossFit stjarnan sem gerir samning við bílafyrirtæki.

Sara var valin til að vera merkissendiherra Volkswagen R og hún er nú orðin andlit þeirrar línu um allan heim.

Sara Sigmundsdóttir sagði líka sjálf stuttlega frá tökunum og birti af mynd af sér.

„Eyddi löngum en mjög skemmtilegum degi af upptökum og myndatökum á þriðjudaginn með fólkinu frá Volkswagen R og Instyle,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan.

Í sögum hennar á Instagram mátti sjá hana út í íslenskri náttúru í tökum en veðrið hefði alveg mátt vera betra.

View this post on Instagram

A post shared by Lilja Di s Sma rado ttir (@liljadissmara) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×