Sport

„Fót­boltinn er mikil­vægur en al­manna­heill þjóðanna er mikil­vægari“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Guðni Bergsson er formaður KSÍ. vísir/skjáskot

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að allir séu að leggja sitt að mörkum í baráttunni gegn útbreiðslu kórónuveirunnar og segir að þó fótboltinn eigi hug margra er heilsan mikilvægari.

UEFA mun á morgun funda hvað varðar um Evrópumótið sem á að fara fram næsta sumar en Ísland á að mæta Rúmeníu í umspili um laust sæti á mótinu síðar í þessum mánuði.

„Ég held að allir séu að leggja sitt að mörkum til þess að bregðast við á sem bestan máta til þess að hindra skjóta útbreiðslu veirunnar,“ sagði Guðni en KSÍ frestaði fyrir helgi öllum leikjum á vegum sambandsins.

„Hver fyrir sig í sínu landi með heilbrigðisyfirvöldum er að takast á við þessar einstöku aðstæður og gera það sem gera þarf. Þó að fótboltinn sé mikilvægur þá er almannaheill þjóðanna mikilvægari. Við vitum það.“

„Knattspyrnuhreyfingin er að reyna takast á við þetta eins best og hún getur. Ég finn samhug í því eins og hjá okkur hérna á Íslandi,“ sagði Guðni.

Klippa: Sportpakkinn: Guðni Bergsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×