Sigríður hélt á jónunni í annarri og sónarmyndinni í hinni og grét og grét Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2020 14:14 Rætt verður við Sigríði í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 á mánudagskvöldið. Sigríður Ingibjörg var 26 ára þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Þá hafði hún ekki verið edrú frá því hún var 13 ára, var ekki tilbúin að verða móðir, vildi ekki ala upp barn við þær aðstæður sem hún ólst upp við enda man hún í raun ekki eftir foreldrum sínum öðruvísi en fullum og vildi fara í fóstureyðingu. Nú á annað ár hefur Sindri Sindrason fylgt Sigríði eftir og fá áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast henni í fyrsta þættinum af þriðju þáttaröð af Fósturbörnum sem hefst mánudaginn 5. október á Stöð 2. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. „Ég ætlaði að fara í háskóla og var á leiðinni og búin að borga skólagjöldin. Ég var búinn að pakka og á leiðinni á Laugavatn í íþróttaskóla í heilsufræði. Ég man vel eftir þessu, þetta var í ágúst og ég var búin að sækja lykilinn minn fyrir heimavistina,“ segir Sigríður en kvöldið áður en hún átti að fara á Laugavatn ákvað hún að fara í partí. Inga var í neyslu þegar hún komst að því að hún væri barnshafandi. „Það partí var bara að klárast fyrir sex mánuðum,“ segir Inga en þá fékk hún óvæntar fréttir, hún var ólétt. „Ég var komin rúmlega tólf vikur þegar ég komst að því að ég væri ólétt. Mig grunaði það og átti pláss inn á Vogi og var búin að bíða eftir þeirri innlögn í fimm mánuði. Ég fékk svo mikið sjokk og svo mikla fíkn að ég datt í það daginn eftir á planinu á Vogi, vitandi það að ég væri ólétt.“ Hún segist hafa gert sér grein fyrir því að hún væri ekki í neinni stöðu til að fara annast barn. „Svo fer ég í sónarinn og ekki edrú. Myndirnar sem ég fæ þá sé ég hana vera veifa mér. Hún var með alla fingur upp í loft og var að veifa mér. Þetta var hræðilegur tími, ég verð að viðurkenna það. Ég hélt á jónunni með einni og sónarmyndinni í hinni og grét og grét. Þarna fæ ég smjörþefinn af því, það sem ég hef alltaf dæmt foreldrana mína fyrir alla ævi, að geta ekki hætt. Ég var svo langt leidd í neyslu og var ekkert viss um það hvort ég gæti snúið við blaðinu,“ segir Inga sem velti fóstureyðingu fyrir sér en eins og áður segir verður fyrsti þátturinn sýndur á Stöð 2 á mánudagskvöldið. Klippa: Sigríður hélt á jónunni í annarri og sónarmyndinni í hinni og grét og grét Fósturbörn Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
Sigríður Ingibjörg var 26 ára þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Þá hafði hún ekki verið edrú frá því hún var 13 ára, var ekki tilbúin að verða móðir, vildi ekki ala upp barn við þær aðstæður sem hún ólst upp við enda man hún í raun ekki eftir foreldrum sínum öðruvísi en fullum og vildi fara í fóstureyðingu. Nú á annað ár hefur Sindri Sindrason fylgt Sigríði eftir og fá áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast henni í fyrsta þættinum af þriðju þáttaröð af Fósturbörnum sem hefst mánudaginn 5. október á Stöð 2. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. „Ég ætlaði að fara í háskóla og var á leiðinni og búin að borga skólagjöldin. Ég var búinn að pakka og á leiðinni á Laugavatn í íþróttaskóla í heilsufræði. Ég man vel eftir þessu, þetta var í ágúst og ég var búin að sækja lykilinn minn fyrir heimavistina,“ segir Sigríður en kvöldið áður en hún átti að fara á Laugavatn ákvað hún að fara í partí. Inga var í neyslu þegar hún komst að því að hún væri barnshafandi. „Það partí var bara að klárast fyrir sex mánuðum,“ segir Inga en þá fékk hún óvæntar fréttir, hún var ólétt. „Ég var komin rúmlega tólf vikur þegar ég komst að því að ég væri ólétt. Mig grunaði það og átti pláss inn á Vogi og var búin að bíða eftir þeirri innlögn í fimm mánuði. Ég fékk svo mikið sjokk og svo mikla fíkn að ég datt í það daginn eftir á planinu á Vogi, vitandi það að ég væri ólétt.“ Hún segist hafa gert sér grein fyrir því að hún væri ekki í neinni stöðu til að fara annast barn. „Svo fer ég í sónarinn og ekki edrú. Myndirnar sem ég fæ þá sé ég hana vera veifa mér. Hún var með alla fingur upp í loft og var að veifa mér. Þetta var hræðilegur tími, ég verð að viðurkenna það. Ég hélt á jónunni með einni og sónarmyndinni í hinni og grét og grét. Þarna fæ ég smjörþefinn af því, það sem ég hef alltaf dæmt foreldrana mína fyrir alla ævi, að geta ekki hætt. Ég var svo langt leidd í neyslu og var ekkert viss um það hvort ég gæti snúið við blaðinu,“ segir Inga sem velti fóstureyðingu fyrir sér en eins og áður segir verður fyrsti þátturinn sýndur á Stöð 2 á mánudagskvöldið. Klippa: Sigríður hélt á jónunni í annarri og sónarmyndinni í hinni og grét og grét
Fósturbörn Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira