Fresta Bond-myndinni til næsta árs Sylvía Hall skrifar 2. október 2020 20:43 Daniel Craig fer með hlutverk Bond í síðasta sinn í myndinni. Getty/Hector Vivas Frumsýning nýjustu James Bond-myndarinnar, No Time to Die, hefur verið frestað til næsta árs. Þetta var tilkynnt í dag en ástæða frestunarinnar er heimsfaraldur kórónuveirunnar. Upphaflega stóð til að frumsýna kvikmyndina í apríl á þessu ári en ákveðið var að fresta því eftir að kórónuveirufaraldurinn hóf að herja á heimsbyggðina. Þá var ákveðið að myndin yrði frumsýnd þann 12. nóvember næstkomandi en nú hefur verið ákveðið að fresta frumsýningunni enn og aftur og verður hún ekki sýnd í kvikmyndahúsum fyrr enn 2. apríl 2021. „Við skiljum að frestunin er vonbrigði fyrir aðdáendur okkar, en við hlökkum til þess að deila No Time to Die með ykkur á næsta ári,“ sögðu aðstandendur myndarinnar í tilkynningu í dag. Næsta Bond-mynd verður sú 25. í röðinni. Daniel Craig mun í sjötta sinn fara með hlutverk James Bond en í myndinni verður hann þó sestur í helgan stein. Þetta er í síðasta sinn sem leikarinn fer með hlutverk James Bond. Leikkonan Lashana Lynch fer með hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 007, þar sem Bond sjálfur er ekki starfandi útsendari og hefur fram að verkefninu notið lífsins á Jamaíka. Fleiri leikarar sem koma fram í kvikmyndinni eru: Rami Malek, Ralph Fiennes, Christoph Waltz, Ana de Armas og Naomie Harris. Bandaríski leikstjórinn Cary Joji Fukunaga leikstýrir kvikmyndinni en hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt True Detective þáttum og myndinni Beasts of No Nation. James Bond Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Myndbandið við Bond-lag Billie Eilish frumsýnt Tónlistarmyndbandið við titillag Billie Eilish fyrir nýjustu myndina um breska leyniþjónustumanninn James Bond var frumsýnt í dag. 1. október 2020 20:00 Hardy sagður líklegastur sem næsti Bond Enski leikarinn Tom Hardy er á meðal þeirra sem taldir eru líklegir til að hljóta hið eftirsótta hlutskipti að glæða njósnarann James Bond lífi í næstu kvikmynd um kappann. 20. september 2020 22:12 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Frumsýning nýjustu James Bond-myndarinnar, No Time to Die, hefur verið frestað til næsta árs. Þetta var tilkynnt í dag en ástæða frestunarinnar er heimsfaraldur kórónuveirunnar. Upphaflega stóð til að frumsýna kvikmyndina í apríl á þessu ári en ákveðið var að fresta því eftir að kórónuveirufaraldurinn hóf að herja á heimsbyggðina. Þá var ákveðið að myndin yrði frumsýnd þann 12. nóvember næstkomandi en nú hefur verið ákveðið að fresta frumsýningunni enn og aftur og verður hún ekki sýnd í kvikmyndahúsum fyrr enn 2. apríl 2021. „Við skiljum að frestunin er vonbrigði fyrir aðdáendur okkar, en við hlökkum til þess að deila No Time to Die með ykkur á næsta ári,“ sögðu aðstandendur myndarinnar í tilkynningu í dag. Næsta Bond-mynd verður sú 25. í röðinni. Daniel Craig mun í sjötta sinn fara með hlutverk James Bond en í myndinni verður hann þó sestur í helgan stein. Þetta er í síðasta sinn sem leikarinn fer með hlutverk James Bond. Leikkonan Lashana Lynch fer með hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 007, þar sem Bond sjálfur er ekki starfandi útsendari og hefur fram að verkefninu notið lífsins á Jamaíka. Fleiri leikarar sem koma fram í kvikmyndinni eru: Rami Malek, Ralph Fiennes, Christoph Waltz, Ana de Armas og Naomie Harris. Bandaríski leikstjórinn Cary Joji Fukunaga leikstýrir kvikmyndinni en hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt True Detective þáttum og myndinni Beasts of No Nation.
James Bond Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Myndbandið við Bond-lag Billie Eilish frumsýnt Tónlistarmyndbandið við titillag Billie Eilish fyrir nýjustu myndina um breska leyniþjónustumanninn James Bond var frumsýnt í dag. 1. október 2020 20:00 Hardy sagður líklegastur sem næsti Bond Enski leikarinn Tom Hardy er á meðal þeirra sem taldir eru líklegir til að hljóta hið eftirsótta hlutskipti að glæða njósnarann James Bond lífi í næstu kvikmynd um kappann. 20. september 2020 22:12 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Myndbandið við Bond-lag Billie Eilish frumsýnt Tónlistarmyndbandið við titillag Billie Eilish fyrir nýjustu myndina um breska leyniþjónustumanninn James Bond var frumsýnt í dag. 1. október 2020 20:00
Hardy sagður líklegastur sem næsti Bond Enski leikarinn Tom Hardy er á meðal þeirra sem taldir eru líklegir til að hljóta hið eftirsótta hlutskipti að glæða njósnarann James Bond lífi í næstu kvikmynd um kappann. 20. september 2020 22:12