Íslenski boltinn

Kveðjuleikur hjá Ágústi Eðvald í dag

Ísak Hallmundarson skrifar
Ágúst Eðvald.
Ágúst Eðvald. vísir/daníel

Ágúst Eðvald Hlynsson er á leiðinni til Horsens í Danmörku, ef marka má Guðmund Benediktsson, einn fremsta sparkspeking þjóðarinnar.

Gummi greinir frá þessu á Twitter.

Ágúst er tvítugur og hefur spilað með Víkingum síðan í fyrra. Þar áður spilaði hann með Bröndby í Danmörku og Norwich á Englandi en hann er áður í Breiðablik og spilaði fyrstu meistaraflokksleikina þar. 

Víkingur mætir KA í dag, en leikur hefst núna á slaginu 14:00. Þetta yrði því kveðjuleikur Ágústs ef það reynist rétt að hann sé að fara til Danmerkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×