Kvennakórinn Katla: „Við héldum tónleika rétt áður en lífið breyttist“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 5. október 2020 20:14 Kvennakórinn Katla birtir nýtt myndband sem tekið var upp á síðustu tónleikum þeirra í febrúar. Leifur Wilberg „Við héldum tónleika rétt áður en lífið breyttist. Yfirskrift tónleikanna var Ástir og uppgjör þar sem flutt var tónlist sem útsett er af konum, samin er af konum eða fjallar um konur.“ Þetta segir Linda Fanney Valgeirsdóttir meðlimur í Kvennakórnum Kötlu í samtali við Vísi. Kvennakórinn Kötlu skipa rúmlega 80 konur af höfuðborgarsvæðinu sem eru á aldrinum 25 til 45 ára. Kórstjórarnir eru þær Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir og hefur kórinn verið starfræktur síðan árið 2012. Covid hefur auðvitað haft mikil áhrif á starfsemina okkar og erum við alltaf að leita nýrra leiða til að geta haldið áfram. Sem dæmi þá höfum við verið með fjaræfingar og heimaæfingar. Þetta er svo stór hluti af lífinu okkar sem við viljum ekki vera án. Linda segir að þrátt fyrir ástandið í samfélaginu stefni kórinn þó á sína árlegu jólatónleika en þeir munu vera með breyttu sniði þetta árið. Kvennakórinn Katla leggur mikið upp úr líflegri sviðsframkomu á tónleikum sínum. Leifur Wilberg „Þetta kemur allt í ljós hvernig þetta þróast en við stefnum á jólatónleikana sama hvaða leið verður farin,“ segir Linda Fanney. Í dag birti kórinn afar skemmtilegt myndband sem tekið var upp á tónleikunum sem kórinn hélt í febrúar síðastliðnum. Greinilegt er að öllu var til tjaldað og mikið lagt í sviðsframkomuna sem var mjög lífleg og krafmikil. „Lagið sem við fluttum heitir Water Fountain og er eftir bandaríska tónlistarhópinn tUnE-yArDs og í útsetningu tónlistarkonunnar Maríu Magnúsardóttur (MIMRA) sem sjálf er meðlimur í kórnum,“ segir Linda Fanney að lokum. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið. Tónlist Kórar Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Sjá meira
„Við héldum tónleika rétt áður en lífið breyttist. Yfirskrift tónleikanna var Ástir og uppgjör þar sem flutt var tónlist sem útsett er af konum, samin er af konum eða fjallar um konur.“ Þetta segir Linda Fanney Valgeirsdóttir meðlimur í Kvennakórnum Kötlu í samtali við Vísi. Kvennakórinn Kötlu skipa rúmlega 80 konur af höfuðborgarsvæðinu sem eru á aldrinum 25 til 45 ára. Kórstjórarnir eru þær Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir og hefur kórinn verið starfræktur síðan árið 2012. Covid hefur auðvitað haft mikil áhrif á starfsemina okkar og erum við alltaf að leita nýrra leiða til að geta haldið áfram. Sem dæmi þá höfum við verið með fjaræfingar og heimaæfingar. Þetta er svo stór hluti af lífinu okkar sem við viljum ekki vera án. Linda segir að þrátt fyrir ástandið í samfélaginu stefni kórinn þó á sína árlegu jólatónleika en þeir munu vera með breyttu sniði þetta árið. Kvennakórinn Katla leggur mikið upp úr líflegri sviðsframkomu á tónleikum sínum. Leifur Wilberg „Þetta kemur allt í ljós hvernig þetta þróast en við stefnum á jólatónleikana sama hvaða leið verður farin,“ segir Linda Fanney. Í dag birti kórinn afar skemmtilegt myndband sem tekið var upp á tónleikunum sem kórinn hélt í febrúar síðastliðnum. Greinilegt er að öllu var til tjaldað og mikið lagt í sviðsframkomuna sem var mjög lífleg og krafmikil. „Lagið sem við fluttum heitir Water Fountain og er eftir bandaríska tónlistarhópinn tUnE-yArDs og í útsetningu tónlistarkonunnar Maríu Magnúsardóttur (MIMRA) sem sjálf er meðlimur í kórnum,“ segir Linda Fanney að lokum. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið.
Tónlist Kórar Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Sjá meira