Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2020 13:50 Breiðablik fær Evrópusæti en KR missir af möguleikanum á að komast upp í 4. sæti í Pepsi Max-deildinni, eða vinna Mjólkurbikarinn, ef ekki verður spilað meira á leiktíðinni. VÍSIR/BÁRA Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. Íþróttafélög hafa verið hvött til að gera hlé á æfingum og keppni vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn KSÍ bíður eftir frekari tilmælum og hefur ekki frestað leikjum enn sem komið er. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna kl. 15 í dag sem sýndur verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Samkvæmt sérstökum Covid-reglum KSÍ verður ekki hægt að spila á Íslandsmótinu 2020 lengur en til 1. desember. Niðurstaðan þá mun gilda, þar sem 2/3 af leikjum hafa verið spilaðir í öllum deildum. Sá áfangi náðist fyrir tveimur vikum. Horft verður til meðalfjölda stiga í leik til að ákveða hvar hvaða lið endar, verði ekki öllum leikjum lokið. Ónákvæmt orðalag í tilviki Leiknis og Fram Lokastaðan verður því sem næst sú sama í Pepsi Max-deild karla og hún er núna, ef ekki verður spilað meira. Valur verður meistari og FH í 2. sæti, en Stjarnan færist upp fyrir Breiðablik í 3. sæti. Blikar yrðu samt sem áður fjórða liðið til að fá Evrópusæti, þar sem bikarmeistarar verða ekki krýndir nema að það takist að klára undanúrslit og úrslitaleikinn. Covid-staðan í Pepsi Max deild karla 1 Valur 2,44 2 FH 2,00 3 Stjarnan 1,82 4 Breiðablik 1,72 5 KR 1,65 6 Fylkir 1,56 7 KA 1,17 8 ÍA 1,17 9 HK 1,11 10 Víkingur R. 0,94 11 Grótta 0,44 12 Fjölnir 0,33 Ekki þarf meistaragráðu í stærðfræði til að sjá að Grótta og Fjölnir falla. Í þeirra stað kæmu Keflavík og væntanlega Leiknir R. úr Lengjudeildinni. Leiknismenn eru reyndar jafnir Fram að stigum, þegar tvær umferðir eru eftir í Lengjudeildinni, en með betri markatölu. Reglugerð KSÍ er ónákvæm hvað þetta varðar en þar er aðeins talað um að meðalfjöldi stiga ráði lokastöðu, en ekkert minnst á markatölu. Að sama skapi eru Þróttur R., Magni og Leiknir F. jöfn að stigum neðst í Lengjudeild karla, en Þróttur með bestu markatöluna og ætti því að halda sér uppi. Einu marki munar á Þrótti og Magna. FH og KR niður í Lengjudeild Breiðablik er tveimur stigum fyrir ofan Val og með leik til góða í Pepsi Max-deild kvenna, og því öruggur Íslandsmeistari ef ekki verður meira spilað. Valur er öruggur um 2. sæti en Fylkir færi upp fyrir Selfoss í bronssætið ef ekki verður meira spilað. Covid-staðan í Pepsi Max-deild kvenna 1 Breiðablik 2,80 2 Valur 2,50 3 Fylkir 1,40 4 Selfoss 1,38 5 Þróttur R. 1,13 6 Stjarnan 1,13 7 Þór/KA 1,13 8 ÍBV 1,06 9 FH 1,00 10 KR 0,71 FH og KR falla, ef ekki verður meira spilað í Pepsi Max-deildinni, en liðin eru neðst þegar tvær umferðir eru eftir. KR á reyndar tvo leiki til góða, eftir að hafa þrisvar farið í sóttkví í sumar, en er aðeins með 10 stig, sjö stigum frá næsta örugga sæti. Tindastóll og Keflavík hafa tryggt sér efstu tvö sætin í Lengjudeildinni og þar með sæti í Pepsi Max-deildinni. Fjölnir og Völsungur eru fallin úr Lengjudeild kvenna. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Valur Breiðablik Tengdar fréttir Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57 Íslandsmeistarar verða krýndir Nú er búið að spila nógu marga leiki í Pepsi Max-deildum karla og kvenna til þess að Íslandsmeistarar í fótbolta verði krýndir í ár. 25. september 2020 13:30 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Sjá meira
Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. Íþróttafélög hafa verið hvött til að gera hlé á æfingum og keppni vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn KSÍ bíður eftir frekari tilmælum og hefur ekki frestað leikjum enn sem komið er. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna kl. 15 í dag sem sýndur verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Samkvæmt sérstökum Covid-reglum KSÍ verður ekki hægt að spila á Íslandsmótinu 2020 lengur en til 1. desember. Niðurstaðan þá mun gilda, þar sem 2/3 af leikjum hafa verið spilaðir í öllum deildum. Sá áfangi náðist fyrir tveimur vikum. Horft verður til meðalfjölda stiga í leik til að ákveða hvar hvaða lið endar, verði ekki öllum leikjum lokið. Ónákvæmt orðalag í tilviki Leiknis og Fram Lokastaðan verður því sem næst sú sama í Pepsi Max-deild karla og hún er núna, ef ekki verður spilað meira. Valur verður meistari og FH í 2. sæti, en Stjarnan færist upp fyrir Breiðablik í 3. sæti. Blikar yrðu samt sem áður fjórða liðið til að fá Evrópusæti, þar sem bikarmeistarar verða ekki krýndir nema að það takist að klára undanúrslit og úrslitaleikinn. Covid-staðan í Pepsi Max deild karla 1 Valur 2,44 2 FH 2,00 3 Stjarnan 1,82 4 Breiðablik 1,72 5 KR 1,65 6 Fylkir 1,56 7 KA 1,17 8 ÍA 1,17 9 HK 1,11 10 Víkingur R. 0,94 11 Grótta 0,44 12 Fjölnir 0,33 Ekki þarf meistaragráðu í stærðfræði til að sjá að Grótta og Fjölnir falla. Í þeirra stað kæmu Keflavík og væntanlega Leiknir R. úr Lengjudeildinni. Leiknismenn eru reyndar jafnir Fram að stigum, þegar tvær umferðir eru eftir í Lengjudeildinni, en með betri markatölu. Reglugerð KSÍ er ónákvæm hvað þetta varðar en þar er aðeins talað um að meðalfjöldi stiga ráði lokastöðu, en ekkert minnst á markatölu. Að sama skapi eru Þróttur R., Magni og Leiknir F. jöfn að stigum neðst í Lengjudeild karla, en Þróttur með bestu markatöluna og ætti því að halda sér uppi. Einu marki munar á Þrótti og Magna. FH og KR niður í Lengjudeild Breiðablik er tveimur stigum fyrir ofan Val og með leik til góða í Pepsi Max-deild kvenna, og því öruggur Íslandsmeistari ef ekki verður meira spilað. Valur er öruggur um 2. sæti en Fylkir færi upp fyrir Selfoss í bronssætið ef ekki verður meira spilað. Covid-staðan í Pepsi Max-deild kvenna 1 Breiðablik 2,80 2 Valur 2,50 3 Fylkir 1,40 4 Selfoss 1,38 5 Þróttur R. 1,13 6 Stjarnan 1,13 7 Þór/KA 1,13 8 ÍBV 1,06 9 FH 1,00 10 KR 0,71 FH og KR falla, ef ekki verður meira spilað í Pepsi Max-deildinni, en liðin eru neðst þegar tvær umferðir eru eftir. KR á reyndar tvo leiki til góða, eftir að hafa þrisvar farið í sóttkví í sumar, en er aðeins með 10 stig, sjö stigum frá næsta örugga sæti. Tindastóll og Keflavík hafa tryggt sér efstu tvö sætin í Lengjudeildinni og þar með sæti í Pepsi Max-deildinni. Fjölnir og Völsungur eru fallin úr Lengjudeild kvenna.
Covid-staðan í Pepsi Max deild karla 1 Valur 2,44 2 FH 2,00 3 Stjarnan 1,82 4 Breiðablik 1,72 5 KR 1,65 6 Fylkir 1,56 7 KA 1,17 8 ÍA 1,17 9 HK 1,11 10 Víkingur R. 0,94 11 Grótta 0,44 12 Fjölnir 0,33
Covid-staðan í Pepsi Max-deild kvenna 1 Breiðablik 2,80 2 Valur 2,50 3 Fylkir 1,40 4 Selfoss 1,38 5 Þróttur R. 1,13 6 Stjarnan 1,13 7 Þór/KA 1,13 8 ÍBV 1,06 9 FH 1,00 10 KR 0,71
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Valur Breiðablik Tengdar fréttir Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57 Íslandsmeistarar verða krýndir Nú er búið að spila nógu marga leiki í Pepsi Max-deildum karla og kvenna til þess að Íslandsmeistarar í fótbolta verði krýndir í ár. 25. september 2020 13:30 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Sjá meira
Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57
Íslandsmeistarar verða krýndir Nú er búið að spila nógu marga leiki í Pepsi Max-deildum karla og kvenna til þess að Íslandsmeistarar í fótbolta verði krýndir í ár. 25. september 2020 13:30