Svakalegur munur á því hvernig Sara og Tia kláruðu „Djöfulsins Díönu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 08:30 Sara Sigmundsdóttir var ekki langt frá Tiu á fyrri mótum ársins eins og á Wodapalooza mótinu í Miami. Instagram/@wodapalooza Sara Sigmundsdóttir átti að vera aðalkeppinautur heimsmeistarans Tiu Clair Toomey á heimsleikunum á dögunum en endaði að lokum 334 stigum á eftir henni. Samanburður á þeim í einni æfingunni segir sína sögu. Sara Sigmundsdóttir er væntanlega búin að fara í mikla sjálfsskoðun eftir vonbrigðin á heimsleikunum í ár. Það er ljóst að hún er ennþá langt á eftir heimsmeistaranum Tiu Clair Toomey þegar kemur að keppni á stærsta sviðinu. Það er samt áhugavert að bera saman eina æfinguna hjá Tiu Clair Toomey og Söru Sigmundsdóttir frá því á heimsleikunum á dögunum en þar sést að það var gríðarlega mikill munur á þeim tveimur. Æfingin er „Djöfulsins Díana“ eða „Damn Dianne“ á ensku. Það má sjá þær gera þessa æfingu hlið við hlið hér fyrir neðan. Tia stingur Söru af frá fyrstu sekúndu æfingarinnar. watch on YouTube Tiu Clair Toomey endaði með 615 stig af 700 mögulegum en hún endaði 35 stigum á undan næstu konu og heilum 334 stigum á undan Söru sem þýðir að Sara fékk aðeins 46 prósent af stigum Tiu. Tia kláraði æfinguna á 2 mínútum og 28 sekúndum og fékk fullt hús eða 100 stig. Sara kláraði hana á 4 mínútum og 38 sekúndum sem þýðir að hún var meira en tveimur mínútum lengur að klára æfinguna. Sara endaði í 21. sæti og fékk 28 stig. Það fylgir auðvitað sögunni að það átti enginn möguleika í Tiu Clair Toomey ekki frekar en undanfarin ár. Katrín Tanja Davíðsdóttir kláraði samt þessa æfingu á 3 mínútum og 30 sekúndum eða meira en mínútu á undan Söru. Þetta var þriðja æfing helgarinnar og eftir hana var Sara búin að dragast langt eftir úr. Hún náði best átjánda sætinu í fyrstu þremur greinunum. watch on YouTube watch on YouTube CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir átti að vera aðalkeppinautur heimsmeistarans Tiu Clair Toomey á heimsleikunum á dögunum en endaði að lokum 334 stigum á eftir henni. Samanburður á þeim í einni æfingunni segir sína sögu. Sara Sigmundsdóttir er væntanlega búin að fara í mikla sjálfsskoðun eftir vonbrigðin á heimsleikunum í ár. Það er ljóst að hún er ennþá langt á eftir heimsmeistaranum Tiu Clair Toomey þegar kemur að keppni á stærsta sviðinu. Það er samt áhugavert að bera saman eina æfinguna hjá Tiu Clair Toomey og Söru Sigmundsdóttir frá því á heimsleikunum á dögunum en þar sést að það var gríðarlega mikill munur á þeim tveimur. Æfingin er „Djöfulsins Díana“ eða „Damn Dianne“ á ensku. Það má sjá þær gera þessa æfingu hlið við hlið hér fyrir neðan. Tia stingur Söru af frá fyrstu sekúndu æfingarinnar. watch on YouTube Tiu Clair Toomey endaði með 615 stig af 700 mögulegum en hún endaði 35 stigum á undan næstu konu og heilum 334 stigum á undan Söru sem þýðir að Sara fékk aðeins 46 prósent af stigum Tiu. Tia kláraði æfinguna á 2 mínútum og 28 sekúndum og fékk fullt hús eða 100 stig. Sara kláraði hana á 4 mínútum og 38 sekúndum sem þýðir að hún var meira en tveimur mínútum lengur að klára æfinguna. Sara endaði í 21. sæti og fékk 28 stig. Það fylgir auðvitað sögunni að það átti enginn möguleika í Tiu Clair Toomey ekki frekar en undanfarin ár. Katrín Tanja Davíðsdóttir kláraði samt þessa æfingu á 3 mínútum og 30 sekúndum eða meira en mínútu á undan Söru. Þetta var þriðja æfing helgarinnar og eftir hana var Sara búin að dragast langt eftir úr. Hún náði best átjánda sætinu í fyrstu þremur greinunum. watch on YouTube watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira