Geir búinn að taka til upp á Skaga: Deildin skuldar lítið sem ekkert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 11:31 Geir Þorsteinsson er að gera góða hluti upp á Skaga. Vísir/Daníel Þór Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, kom inn í erfiða stöðu hjá deildinni í vetur en hefur nú tekist að koma rekstrinum í góð mál á innan við ári. Slæm fjárhagsstaða Knattspyrnudeildar ÍA var til umræðu í byrjun ársins en Geir Þorsteinsson tók við stöðu framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA (KFÍA) af Sigurði Þór Sigursteinssyni í mars. Gríðarlegur taprekstur var á knattspyrnudeild ÍA á leiktíðinni 2019 en það kom meðal annars fram í pistli sem Magnús Guðmundsson, formaður félagsins skrifaði á vef Skagafrétta í febrúar. Þar kom fram að tapið var 61 milljón króna. „Laun og annar rekstrarkostnaður hækkaði einnig umtalsvert milli ára og samanlögð áhrif þessa eru að félagið skilaði um 61 milljóna króna taprekstri á árinu 2019, í stað 47 milljóna króna hagnaðar á árinu 2018,“ skrifaði Magnús. Áætlað var að rekstur Knattspyrnudeildar ÍA myndi skila jákvæðri niðurstöðu um 15 milljónir króna en svo kom kórónuveiran og allt breyttist. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, ræddi reksturinn og leikmannamálin í viðtali við Kristinn Pál Teitsson í Fréttablaðinu í dag. Skagamenn hafa séð á eftir þremur leikmönnum í atvinnumennsku á yfirstandandi keppnistímabili því Bjarki Steinn Bjarkason fór til ítalska B-deildarliðsins Venezia um mitt sumar og um helgina fór Tryggvi Hrafn Haraldsson til norska B-deildarliðsins Lilleström og Stefán Teitur Þórðarson var seldur til danska B-deildarliðsins Silkeborg. „Það er svo ekkert launungarmál að þeir peningar sem við fáum fyrir sölu á borð við félagaskiptin á Stefáni Teiti til Silkeborg, skiptir miklu máli fyrir rekstur okkar, þó svo að íslensk félög séu enn að selja leikmenn fremur ódýrt til erlendra félagsliða,“ sagði Geir Þorsteinsson í viðtalinu við Fréttablaðið. „Þetta ár hefur verið mjög þungt í rekstri okkar, eins og annarra íslenskra félaga vegna kórónuveirunnar og því er kærkomið að geta selt leikmenn og fengið tekjur með þeim hætti. Staðan hvað fjárhaginn varðar er góð hjá knattspyrnudeild ÍA, en við þurftum að taka aðeins til í rekstrinum þegar ég tók við. Deildin skuldar lítið sem ekkert og við eigum öfluga bakhjarla á Akranesi sem sjá til þess að félagið stendur vel,“ sagði Geir ennfremur um stöðu mála hjá knattspyrnufélaginu. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. Pepsi Max-deild karla ÍA Akranes Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, kom inn í erfiða stöðu hjá deildinni í vetur en hefur nú tekist að koma rekstrinum í góð mál á innan við ári. Slæm fjárhagsstaða Knattspyrnudeildar ÍA var til umræðu í byrjun ársins en Geir Þorsteinsson tók við stöðu framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA (KFÍA) af Sigurði Þór Sigursteinssyni í mars. Gríðarlegur taprekstur var á knattspyrnudeild ÍA á leiktíðinni 2019 en það kom meðal annars fram í pistli sem Magnús Guðmundsson, formaður félagsins skrifaði á vef Skagafrétta í febrúar. Þar kom fram að tapið var 61 milljón króna. „Laun og annar rekstrarkostnaður hækkaði einnig umtalsvert milli ára og samanlögð áhrif þessa eru að félagið skilaði um 61 milljóna króna taprekstri á árinu 2019, í stað 47 milljóna króna hagnaðar á árinu 2018,“ skrifaði Magnús. Áætlað var að rekstur Knattspyrnudeildar ÍA myndi skila jákvæðri niðurstöðu um 15 milljónir króna en svo kom kórónuveiran og allt breyttist. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, ræddi reksturinn og leikmannamálin í viðtali við Kristinn Pál Teitsson í Fréttablaðinu í dag. Skagamenn hafa séð á eftir þremur leikmönnum í atvinnumennsku á yfirstandandi keppnistímabili því Bjarki Steinn Bjarkason fór til ítalska B-deildarliðsins Venezia um mitt sumar og um helgina fór Tryggvi Hrafn Haraldsson til norska B-deildarliðsins Lilleström og Stefán Teitur Þórðarson var seldur til danska B-deildarliðsins Silkeborg. „Það er svo ekkert launungarmál að þeir peningar sem við fáum fyrir sölu á borð við félagaskiptin á Stefáni Teiti til Silkeborg, skiptir miklu máli fyrir rekstur okkar, þó svo að íslensk félög séu enn að selja leikmenn fremur ódýrt til erlendra félagsliða,“ sagði Geir Þorsteinsson í viðtalinu við Fréttablaðið. „Þetta ár hefur verið mjög þungt í rekstri okkar, eins og annarra íslenskra félaga vegna kórónuveirunnar og því er kærkomið að geta selt leikmenn og fengið tekjur með þeim hætti. Staðan hvað fjárhaginn varðar er góð hjá knattspyrnudeild ÍA, en við þurftum að taka aðeins til í rekstrinum þegar ég tók við. Deildin skuldar lítið sem ekkert og við eigum öfluga bakhjarla á Akranesi sem sjá til þess að félagið stendur vel,“ sagði Geir ennfremur um stöðu mála hjá knattspyrnufélaginu. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Pepsi Max-deild karla ÍA Akranes Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti