Lífið

Varð að velja hver væri lélegasti söngvarinn af dómurunum í The Voice

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alicia Keys var ekki í vandræðum með spurningarnar. Hún hefur til að mynda fjárfest í listaverki fyrir 600.000 dollara eða því sem samsvarar 84 milljónum íslenskra króna.
Alicia Keys var ekki í vandræðum með spurningarnar. Hún hefur til að mynda fjárfest í listaverki fyrir 600.000 dollara eða því sem samsvarar 84 milljónum íslenskra króna.

Í spjallþættinum Late Late show með Bretanum James Corden er oft á dagskrá liðurinn Spill Your Guts or Fill Your Guts sem gengur út á það að maður á annað hvort að svara erfiðri spurningu eða borða einhvern algjöran viðbjóð.

Á dögunum mætti söngkonan Alicia Keys og tók hún þátt í dagskrárliðnum með skemmtilegri útkomu.

Nú er komið nýtt borð til afnota í dagskrárliðnum og góðir tveir metrar á milli þeirra vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Ekki er lengur hringborð í liðnum og því snerta þau aldrei sama hlutinn bæði af sóttvarnarástæðum.

Í ljós kom að það var aldrei neinn til í því að James Corden yrði eftirmaður Ellen en hann var orðaður við þá stöðu eftir að Ellen var sökuð um að vera skelfilegur yfirmaður og andinn á vinnustæðum væri eitraður. Ellen sneri reyndar til baka í spjallþáttinn og er enn þáttastjórnandinn.

Alicia Keys hefur verið dómari í þáttunum The Voice ásamt Gwen Stefani, Adam Levine og Blake Shelton. Hún átti að raða þeim eftir sönghæfileikum frá þeim besta til versta. Það gerði hún með glöðu geði enda ætlaði Keys ekki að borða neinn rétt og var ákveðin í því. Shelton fékk að kenna á því þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.