Lífið

Sjáðu heimavinnuaðstöðu Íslendinga í þriðju bylgjunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Íslendingar standa margir frammi fyrir því að vinna heima í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins.
Íslendingar standa margir frammi fyrir því að vinna heima í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Vísir/getty

Íslendingar vinna margir heima um þessar mundir, samkvæmt vinsamlegum tilmælum frá sóttvarnalækni nú þegar þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hrellir landann. Og eðli málsins samkvæmt hafa landsmenn komið sér upp til þess gerðri aðstöðu.

Twitter-notendur hafa margir birt myndir af téðri vinnuaðstöðu sinni heima fyrir í dag, eftir að kallið barst frá Atla Fannari Bjarkasyni, verkefnastjóra samfélagsmiðla og vefmiðlunar hjá Ríkisútvarpinu.

Atli birti mynd af vinnuaðstöðu sinni síðdegis og bað svo aðra um slíkt hið sama. Það stóð ekki á svörunum.

Það virðist til dæmis ekki væsa um Unu Sighvatsdóttur, sem starfar við utanríkisþjónustu í Tblisi í Georgíu.

Ragnar Eyþórsson vinnur í 55 sentímetra breiðum skáp. Örlítið aðrar aðstæður en hjá Unu í Georgíu.

Oddur Bauer státar af tveimur skjám. Munaður í atvinnulífinu heima fyrir.

Aðrir búa ekki svo vel.

Hér hafa hjón lagt undir sig borðstofuborðið.

Vinnuaðstaða plötusnúðs ber starfsins merki.

Snorri Másson blaðamaður getur ekki kvartað yfir útsýninu.

Aðstaðan er til bráðabirgða hjá sumum.

Nína Richter fagnar því að geta tekið snúning á píanóið.

Og hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir frá heimavinnandi Íslendingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.