Að fá fullnægingu í kynlífi getur reynst sumum erfiðara en öðrum og geta margar ástæður legið þar að baki. Bæði líffræðilegar og andlegar.
Sem dæmi þurfa konur yfirleitt meiri tíma en karlmenn til að örvast og fá fullnægingu. Einnig hafa margir sagt að pressan að fá fullnægingu og veita hana geti jafnvel skemmt eða takmarkað upplifunina af kynlífinu sjálfu.
Sigga Dögg kom í viðtal við Makamál á dögunum þar sem hún talaði ítarlega um þessi mál og sagði meðal annars að fullnæging væri hluti af kynlífsferðalaginu en ekki áfangastaður.
Ef að fólk fær ekki fullnægingu með sjálfsfróun eða hjálp kynlífstækja, þá ráðlegg ég fólki alltaf að hitta kynfræðing. Það er svo mikilvægt að átta sig á því hvar hausinn þinn er. Stærsti hlutinn af þessu er andlegur. Kynfærin eru í raun rosalega lítill hluti af kynlífi, stærsti hlutinn er heilinn. Við vitum að við getum fengið fullnægingu í svefni, segir það ekki allt sem segja þarf. Finnum út úr því hvar hausinn okkar er.
Við spyrjum lesendur Vísis að því hversu mikilvægt það er að fá fullnægingu í kynlífi og er könnunin að þessu sinni kynjaskipt.
KONUR SVARA HÉR:
KARLAR SVARA HÉR: