Ekki bara eintóm sæla að vera þekkt Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2020 10:30 Inga Lind hefur lengi starfað í fjölmiðlum hér á landi. Í dag er hún ekkert fyrir framan myndavélina og aðeins fyrir aftan hana. Inga Lind Karlsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlakona landsins, ræðumeistari, framleiðandi og margt fleira. Í dag rekur Inga framleiðslufyrirtækið SKOT sem framleiðir fjöldann allan af þáttum hér á landi. Inga settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og ræddi við hann um allt milli himins og jarðar. Inga á fimm börn, þrjú með eiginmanni sínum Árna Haukssyni, og hefur verið fyrirferðamikil í íslensku samfélagið í áraraðir. Þá er hún mikil veiðikona og spilar tennis af kappi. Frægðin hefur ekki alltaf verið eitthvað sem henni hugnast og ræddi hún það í hlaðvarpinu. „Ég er svolítið búin með það að vera fyrir framan myndavélina og veit í raun ekkert hvort ég sakni þess,“ segir Inga Lind. Snæbjörn og Inga Lind ræddu saman í yfir tvær klukkustundir. „Þetta gerðist rosalega snöggt með öllum þessum ræðukeppnum og síðan fór ég í sjónvarp. Ég er orðin rosalega vön því að fólk kannist við andlitið á mér. Mér þætti æðislegt að losna við það núna og er búin að fá nóg af því. Þess vegna finnst mér ekkert gaman að það sé verið að sýna gamalt efni á öllum þessum veitum og sjónvarpsstöðum.“ Hún segir að það sé bara krúttlegt þegar börn koma upp á manni og vilja ræða við sig. „En það fylgir því ekkert alltaf eintóm sæla. Maður fær líka athygli út á eitthvað sem maður kærir sig ekkert um að fá athygli út á. Bara eitthvað slúður og smellufréttir og þá langar mann bara að vera í friði. En ég þekki í raun ekkert annað.“ Fjölskyldan flutti til Spánar í þrjú ár á árunum 2012 til 2015 og bjó í Barcelona. „Það var rosalega gott og þar vissi enginn hver ég var. Það er mikill munur þar sem ég finn alveg fyrir daglegu áreiti hér á Íslandi, en yfirleitt bara gott.“ Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti Sjá meira
Inga Lind Karlsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlakona landsins, ræðumeistari, framleiðandi og margt fleira. Í dag rekur Inga framleiðslufyrirtækið SKOT sem framleiðir fjöldann allan af þáttum hér á landi. Inga settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og ræddi við hann um allt milli himins og jarðar. Inga á fimm börn, þrjú með eiginmanni sínum Árna Haukssyni, og hefur verið fyrirferðamikil í íslensku samfélagið í áraraðir. Þá er hún mikil veiðikona og spilar tennis af kappi. Frægðin hefur ekki alltaf verið eitthvað sem henni hugnast og ræddi hún það í hlaðvarpinu. „Ég er svolítið búin með það að vera fyrir framan myndavélina og veit í raun ekkert hvort ég sakni þess,“ segir Inga Lind. Snæbjörn og Inga Lind ræddu saman í yfir tvær klukkustundir. „Þetta gerðist rosalega snöggt með öllum þessum ræðukeppnum og síðan fór ég í sjónvarp. Ég er orðin rosalega vön því að fólk kannist við andlitið á mér. Mér þætti æðislegt að losna við það núna og er búin að fá nóg af því. Þess vegna finnst mér ekkert gaman að það sé verið að sýna gamalt efni á öllum þessum veitum og sjónvarpsstöðum.“ Hún segir að það sé bara krúttlegt þegar börn koma upp á manni og vilja ræða við sig. „En það fylgir því ekkert alltaf eintóm sæla. Maður fær líka athygli út á eitthvað sem maður kærir sig ekkert um að fá athygli út á. Bara eitthvað slúður og smellufréttir og þá langar mann bara að vera í friði. En ég þekki í raun ekkert annað.“ Fjölskyldan flutti til Spánar í þrjú ár á árunum 2012 til 2015 og bjó í Barcelona. „Það var rosalega gott og þar vissi enginn hver ég var. Það er mikill munur þar sem ég finn alveg fyrir daglegu áreiti hér á Íslandi, en yfirleitt bara gott.“
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti Sjá meira