„Snýst allt um að taka ákvörðun og að koma sér í rétta hugarástandið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. október 2020 07:02 Indíana Nanna hjálpar fólki að hreyfa sig og það heima. „Þegar við skiptum yfir í heimaæfingar er mikilvægt að halda sömu rútínu og þegar þú varst að mæta í ræktina eða á aðrar æfingar. Gerðu æfingaaðstöðuna þína aðlaðandi með því,“ segir Indíana Nanna Jóhannsdóttir einka- og hóptímaþjálfari og stofnandi GoMove Iceland. Hún segir að Íslendingar geti vel haldið sér í formi með því að æfa heima en nú eru allar líkamsræktarstöðvar lokaðar. Indíana færir allt til í stofunni fyrir heimaæfinguna. „Það er mjög krefjandi að æfa heima hjá sér og það er auðvelt að finna ástæður fyrir því að sleppa því bara. En þetta snýst allt um að taka ákvörðun og að koma sér í rétta hugarástandið. Ef þú hefur ástæðu, eins og að huga að heilsunni sem hefur aldrei verið mikilvægara, er alltaf hægt að finna lausnir. Ég hvet alla sem æfa hjá mér í heimaþjálfun til þess að undirbúa sig í raun alveg eins og þau væru að fara að mæta eitthvert á æfingu. Gott er að ákveða hvar þú ætlar að æfa á heimilinu, ég til dæmis færi til allt í stofunni hjá mér og set upp litla aðstöðu á stofugólfinu. Vertu búin að finna til æfingafötin þín jafnvel kvöldinu áður, fylltu vatnsbrúsa og gerðu þig til alveg eins og þú myndir gera venjulega. Komdu þér í gírinn,“ segir Indíana sem birtir reglulega æfingaefni á Instagram-síðu sinni. Hvernig æfingar er hægt að gera heima? „Allir geta gert æfingar með eigin líkamsþyngd (bodyweight) og æfingabankinn þegar kemur að þeim er í raun endalaus. Líklega á hálft Ísland núna einhverjar æfingagræjur eins og ketilbjöllu eða handlóð og þá er skemmtilegt að bæta þeim inn fyrir fjölbreytileika. Þú ferð mjög langt með eina bjöllu og sippuband. Á æfingum hjá mér er bæði hægt að notast eingöngu við eigin líkamsþyngd og svo er hægt að bæta við búnaði ef fólk á það til heima hjá sér.“ View this post on Instagram Live Heimaþjálfun fer á fullt aftur á morgun, þriðjudaginn 6. október. 5 æfingar á viku næstu 2 vikurnar. Þjálfað í lokuðum FB hóp. Allar upptökur vistast inni ótímabundið svo þú getur æft með mér hvenær sem þér hentar best! 🥰 Verð fyrir 2 vikur er 8.450. Innifalið er: - 5 æfingar í beinni þjálfaðar af mér - Aðgangur að lokuðum FB hóp þar sem allar æfingarnar eru þjálfaðar og vistast - Aðgangur að appi þar sem allar æfingarnar koma inn kvöldinu áður (pepp!) Sendu mér ,,Ég er með heima!” Í DM ef þú vilt æfa með mér næstu 2 vikurnar ⚡️ A post shared by Indíana Nanna Jóhannsdóttir (@indianajohanns) on Oct 5, 2020 at 3:27am PDT Hún segir að það sé vel hægt að ná eins góðri æfingu heima og í líkamsræktarstöð. „Og jafnvel oft betri æfingum. Gott er að leggja áherslu á að vinna hægar og ná betri stjórn á hreyfingu. Hraði felur oft veikleika og þetta er tækifæri fyrir okkur til að hægja aðeins á og breyta aðeins til,“ segir Indíana sem hefur tekið eftir því að fólk æfir mun meira heima hjá sér en áður. View this post on Instagram @gomoveiceland www.gomove.is A post shared by Indíana Nanna Jóhannsdóttir (@indianajohanns) on Sep 23, 2020 at 3:24am PDT „Það hefur klárlega aukist. Ég held þó að það sé alltaf stór hluti sem endi á því að gera voða lítið. Það er óþarfi að vera með samviskubit yfir því ef þú finnur alls enga löngun til þess að æfa heima. Gerðu það sem þú getur og hreyfðu þig. Þú þarft ekki að æfa en það þurfa allir að hreyfa sig og geta farið í göngutúr eða hjólatúr.“ Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
„Þegar við skiptum yfir í heimaæfingar er mikilvægt að halda sömu rútínu og þegar þú varst að mæta í ræktina eða á aðrar æfingar. Gerðu æfingaaðstöðuna þína aðlaðandi með því,“ segir Indíana Nanna Jóhannsdóttir einka- og hóptímaþjálfari og stofnandi GoMove Iceland. Hún segir að Íslendingar geti vel haldið sér í formi með því að æfa heima en nú eru allar líkamsræktarstöðvar lokaðar. Indíana færir allt til í stofunni fyrir heimaæfinguna. „Það er mjög krefjandi að æfa heima hjá sér og það er auðvelt að finna ástæður fyrir því að sleppa því bara. En þetta snýst allt um að taka ákvörðun og að koma sér í rétta hugarástandið. Ef þú hefur ástæðu, eins og að huga að heilsunni sem hefur aldrei verið mikilvægara, er alltaf hægt að finna lausnir. Ég hvet alla sem æfa hjá mér í heimaþjálfun til þess að undirbúa sig í raun alveg eins og þau væru að fara að mæta eitthvert á æfingu. Gott er að ákveða hvar þú ætlar að æfa á heimilinu, ég til dæmis færi til allt í stofunni hjá mér og set upp litla aðstöðu á stofugólfinu. Vertu búin að finna til æfingafötin þín jafnvel kvöldinu áður, fylltu vatnsbrúsa og gerðu þig til alveg eins og þú myndir gera venjulega. Komdu þér í gírinn,“ segir Indíana sem birtir reglulega æfingaefni á Instagram-síðu sinni. Hvernig æfingar er hægt að gera heima? „Allir geta gert æfingar með eigin líkamsþyngd (bodyweight) og æfingabankinn þegar kemur að þeim er í raun endalaus. Líklega á hálft Ísland núna einhverjar æfingagræjur eins og ketilbjöllu eða handlóð og þá er skemmtilegt að bæta þeim inn fyrir fjölbreytileika. Þú ferð mjög langt með eina bjöllu og sippuband. Á æfingum hjá mér er bæði hægt að notast eingöngu við eigin líkamsþyngd og svo er hægt að bæta við búnaði ef fólk á það til heima hjá sér.“ View this post on Instagram Live Heimaþjálfun fer á fullt aftur á morgun, þriðjudaginn 6. október. 5 æfingar á viku næstu 2 vikurnar. Þjálfað í lokuðum FB hóp. Allar upptökur vistast inni ótímabundið svo þú getur æft með mér hvenær sem þér hentar best! 🥰 Verð fyrir 2 vikur er 8.450. Innifalið er: - 5 æfingar í beinni þjálfaðar af mér - Aðgangur að lokuðum FB hóp þar sem allar æfingarnar eru þjálfaðar og vistast - Aðgangur að appi þar sem allar æfingarnar koma inn kvöldinu áður (pepp!) Sendu mér ,,Ég er með heima!” Í DM ef þú vilt æfa með mér næstu 2 vikurnar ⚡️ A post shared by Indíana Nanna Jóhannsdóttir (@indianajohanns) on Oct 5, 2020 at 3:27am PDT Hún segir að það sé vel hægt að ná eins góðri æfingu heima og í líkamsræktarstöð. „Og jafnvel oft betri æfingum. Gott er að leggja áherslu á að vinna hægar og ná betri stjórn á hreyfingu. Hraði felur oft veikleika og þetta er tækifæri fyrir okkur til að hægja aðeins á og breyta aðeins til,“ segir Indíana sem hefur tekið eftir því að fólk æfir mun meira heima hjá sér en áður. View this post on Instagram @gomoveiceland www.gomove.is A post shared by Indíana Nanna Jóhannsdóttir (@indianajohanns) on Sep 23, 2020 at 3:24am PDT „Það hefur klárlega aukist. Ég held þó að það sé alltaf stór hluti sem endi á því að gera voða lítið. Það er óþarfi að vera með samviskubit yfir því ef þú finnur alls enga löngun til þess að æfa heima. Gerðu það sem þú getur og hreyfðu þig. Þú þarft ekki að æfa en það þurfa allir að hreyfa sig og geta farið í göngutúr eða hjólatúr.“
Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira