Eddie Hall, aflraunamaðurinn sem ætlar að berjast við Hafþór Júlíus Björnsson í Las Vegas á næsta ári, heldur áfram að skjóta á Fjallið.
Þessa daganna fer fram Sterkasti maður Evrópu en keppt er í Manchester. Hvorki Hafþór Júlíus né Eddie Hall eru með á mótinu í þetta skiptið.
Eddie gerir það m.a. að umfjöllunarefni sínu í nýjasta myndbandinu á YouTube þar sem hann segir að ríkjandi meistari, Hafþór, sé ekki með í ár.
„Hafþór er hættur. Hann er of upptekinn að æfa til þess að verða rotaður af mér á næsta ári,“ sagði Eddie í myndbandinu sem má sjá neðst í fréttinni.
Englendingurinn og Hafþór ætla að berjast í Las Vegas í september á næsta ári en báðir fá þeir ansi veglega summu fyrir bardagann.