Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2020 11:31 Máni Pétursson hefur starfað í fjölmiðlum í yfir tuttugu ár. Hann hefur verið edrú í 24 ár og var kominn í algjört andlegt þrot á sínum tíma. vísir/vilhelm Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. Máni er gestur vikunnar í Einkalífinu en á árum áður var útvarpsmaðurinn í töluverðri neyslu og hefur hann verið edrú í um tuttugu og fjögur ár. Andlegt þrot „Mín neysla var aðallega í kannabis og amfetamíni og áfengi þar á undan. Ég fór í meðferð fyrir tvítugsaldur og þá var ég algjörlega búinn að keyra mig í þrot andlega,“ segir Máni og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Þorkell Máni Pétursson „Auðvitað hafa verið hæðir og lægðir í þessari edrúmennsku en ég hef aldrei notað nein hugbreytandi efni í þennan tíma. Maður hefur fengið kvíðaköst, depurð og maður hefur orðið allt of þungur og farið illa með sig. Þetta er búið að vera ferðalag, en ég held að þetta sé búið að vera þroskandi ferðalag.“ Hann segir að allir verði hreinlega að lenda í áföllum í sínu lífi. „Ef þú hefur ekki lent í neinu um ævina þá ert þú líklega einhver leiðinlegasti maður í heiminum. Ef þú upplifir ekki eitthvað myrkur í lífi þínu þá ertu algjörlega gagnslaus með öllu,“ segir Máni sem notar alltaf sína lífsreynslu og áföll til þess að hjálpa öðrum. Máni fer um víðan völl í viðtalinu. Máni á tvo drengi með Bjarneyju Björnsdóttur en þau gengu í gegnum skilnað á sínum tíma en tóku síðan saman aftur og giftu sig árið 2018. Fallegt og þroskandi „Við tókum bara saman aftur og það var bara mjög gott. Sambandið varð bara miklu sterkara eftir skilnaðinn. Við hefðum sennilega ekkert skilið ef ég vissi það sem ég veit núna. Þetta gerist hjá mörgum og það er bara allt í lagi. Það kemur alltaf augnablik þar sem fólk þroskast frá hvort öðru. Bara númer eitt, tvo og þrjú að ef þið eigið börn saman þá þarf að halda kærleikanum ykkar á milli. Það er algjör misskilningur að þið skiptir einhverju máli ef þið eruð búin að setja krakka inn í dæmið. Það fer ekkert meira í taugarnar á mér heldur en að horfa á forræðismál. Við héldum alltaf öll jól saman og hún kannski sá meira um það en ég enda einhver besta móðir sem til er. Síðan náum við aftur saman og það var bara fallegt, skemmtilegt og þroskandi. Við þurftum að hlaupa á þessa veggi.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Máni einnig um Mínustímann og bransasögur, samstarfið með Frosta Logasyni á X-inu, fótboltaáhuga hans, pólitík og margt fleira. Einkalífið Fíkn Ástin og lífið Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. Máni er gestur vikunnar í Einkalífinu en á árum áður var útvarpsmaðurinn í töluverðri neyslu og hefur hann verið edrú í um tuttugu og fjögur ár. Andlegt þrot „Mín neysla var aðallega í kannabis og amfetamíni og áfengi þar á undan. Ég fór í meðferð fyrir tvítugsaldur og þá var ég algjörlega búinn að keyra mig í þrot andlega,“ segir Máni og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Þorkell Máni Pétursson „Auðvitað hafa verið hæðir og lægðir í þessari edrúmennsku en ég hef aldrei notað nein hugbreytandi efni í þennan tíma. Maður hefur fengið kvíðaköst, depurð og maður hefur orðið allt of þungur og farið illa með sig. Þetta er búið að vera ferðalag, en ég held að þetta sé búið að vera þroskandi ferðalag.“ Hann segir að allir verði hreinlega að lenda í áföllum í sínu lífi. „Ef þú hefur ekki lent í neinu um ævina þá ert þú líklega einhver leiðinlegasti maður í heiminum. Ef þú upplifir ekki eitthvað myrkur í lífi þínu þá ertu algjörlega gagnslaus með öllu,“ segir Máni sem notar alltaf sína lífsreynslu og áföll til þess að hjálpa öðrum. Máni fer um víðan völl í viðtalinu. Máni á tvo drengi með Bjarneyju Björnsdóttur en þau gengu í gegnum skilnað á sínum tíma en tóku síðan saman aftur og giftu sig árið 2018. Fallegt og þroskandi „Við tókum bara saman aftur og það var bara mjög gott. Sambandið varð bara miklu sterkara eftir skilnaðinn. Við hefðum sennilega ekkert skilið ef ég vissi það sem ég veit núna. Þetta gerist hjá mörgum og það er bara allt í lagi. Það kemur alltaf augnablik þar sem fólk þroskast frá hvort öðru. Bara númer eitt, tvo og þrjú að ef þið eigið börn saman þá þarf að halda kærleikanum ykkar á milli. Það er algjör misskilningur að þið skiptir einhverju máli ef þið eruð búin að setja krakka inn í dæmið. Það fer ekkert meira í taugarnar á mér heldur en að horfa á forræðismál. Við héldum alltaf öll jól saman og hún kannski sá meira um það en ég enda einhver besta móðir sem til er. Síðan náum við aftur saman og það var bara fallegt, skemmtilegt og þroskandi. Við þurftum að hlaupa á þessa veggi.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Máni einnig um Mínustímann og bransasögur, samstarfið með Frosta Logasyni á X-inu, fótboltaáhuga hans, pólitík og margt fleira.
Einkalífið Fíkn Ástin og lífið Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Sjá meira