Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2020 09:25 Höfuðstöðvar Air Atlanta eru í Kópavogi. Air Atlanta Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Air Atlanta. Ekki stendur til að segja neinum upp störfum á Íslandi vegna breytinganna. Fram kemur í tilkynningu að nýja flugfélagið muni skapa „frekari vaxtar- og sóknartækifæri fyrir Atlanta þegar sér fyrir endann á Covid-19 heimsfaraldrinum, sem leikið hefur flugfélög heimsins grátt.“ Félagið muni styrkja rekstrargrundvöll Atlanta með „auknu aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum.“ Í því samhengi hafi Atlanta séð fram á að mjög erfitt hefði orðið að koma farþegaflugi félagsins í Sádi-Arabíu í gang aftur að loknum faraldri, þar sem félagið nýtur ekki góðs af tvísköttunarsamningum annarra landa við Sádi-Arabíu. „Farþegaflug félagsins þar í landi hefur verið kjölfestan í rekstri Atlanta, en nú sitja allar sjö B747-400 farþegavélar flugfélagsins óhreyfðar á jörðu niðri og að minnsta kosti tvær til þrjár þeirra á leið í niðurrif fljótlega,“ segir í tilkynningu. Aðgerðirnar muni enn fremur opna nýja möguleika til sóknar á alþjóðlegum fraktmarkaði. Haft er eftir Baldvini M. Hermannsson forstjóra Atlanta í tilkynningu að bregðist stjórnendur ekki við stöðunni sjái þeir fram á alvarlegan og varanlegan samdrátt í tekjum flugfélagsins. Rekstrargrundvöllurinn muni styrkjast með stofnun Air Atlanta Europe. Ekki standi þó til að gera neinar breytingar á núverandi rekstri félagsins á Íslandi. Um 200 starfsmenn starfa fyrir Atlanta á Íslandi en höfuðstöðvar flugfélagsins eru í Kópavogi. Í tilkynningu segir að ekki sé fyrirhugað að segja neinum upp störfum í tengslum við stofnun nýja flugfélagsins. Fréttir af flugi Malta Air Atlanta Tengdar fréttir Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. 21. september 2020 13:08 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Air Atlanta. Ekki stendur til að segja neinum upp störfum á Íslandi vegna breytinganna. Fram kemur í tilkynningu að nýja flugfélagið muni skapa „frekari vaxtar- og sóknartækifæri fyrir Atlanta þegar sér fyrir endann á Covid-19 heimsfaraldrinum, sem leikið hefur flugfélög heimsins grátt.“ Félagið muni styrkja rekstrargrundvöll Atlanta með „auknu aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum.“ Í því samhengi hafi Atlanta séð fram á að mjög erfitt hefði orðið að koma farþegaflugi félagsins í Sádi-Arabíu í gang aftur að loknum faraldri, þar sem félagið nýtur ekki góðs af tvísköttunarsamningum annarra landa við Sádi-Arabíu. „Farþegaflug félagsins þar í landi hefur verið kjölfestan í rekstri Atlanta, en nú sitja allar sjö B747-400 farþegavélar flugfélagsins óhreyfðar á jörðu niðri og að minnsta kosti tvær til þrjár þeirra á leið í niðurrif fljótlega,“ segir í tilkynningu. Aðgerðirnar muni enn fremur opna nýja möguleika til sóknar á alþjóðlegum fraktmarkaði. Haft er eftir Baldvini M. Hermannsson forstjóra Atlanta í tilkynningu að bregðist stjórnendur ekki við stöðunni sjái þeir fram á alvarlegan og varanlegan samdrátt í tekjum flugfélagsins. Rekstrargrundvöllurinn muni styrkjast með stofnun Air Atlanta Europe. Ekki standi þó til að gera neinar breytingar á núverandi rekstri félagsins á Íslandi. Um 200 starfsmenn starfa fyrir Atlanta á Íslandi en höfuðstöðvar flugfélagsins eru í Kópavogi. Í tilkynningu segir að ekki sé fyrirhugað að segja neinum upp störfum í tengslum við stofnun nýja flugfélagsins.
Fréttir af flugi Malta Air Atlanta Tengdar fréttir Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. 21. september 2020 13:08 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. 21. september 2020 13:08