Lífið

Lögin sem breyttu lífi Justin Timberlake

Stefán Árni Pálsson skrifar
Justin Timberlake er einn vinsælasti tónlistarmaður heims og hélt hann meðal annars tónleika í Kórnum hér á landi árið 2014.
Justin Timberlake er einn vinsælasti tónlistarmaður heims og hélt hann meðal annars tónleika í Kórnum hér á landi árið 2014.

Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake mætti í spjallþátt Apple Music sem ber nafnið Essentials en um var að ræða fyrsta þáttinn í þeirra þáttaröð.

Þar fer hann í gegnum ferilinn og meðal annars velur lögin sem breyttu ferli hans sem tónlistarmanns.

Like I Love You kom út árið 2002 og var það lagið sem kom honum heldur betur á kortið sem sólalistamaður.

Því næst kom út lagið Señorita sama ár og það hitti heldur betur í mark hjá heimsbyggðinni.

Cry Me a River kom einnig út árið 2002 og var það alltaf markmiðið hjá Timberlake að vinna með listamanninum Timbaland. Eitt af hans allra vinsælustu lögum á ferlinum og í raun gerði hann að risastjörnu. Lag í sérstöku uppáhalda Timberlake. Fyrsta platan Justified var risa plata.

Þremur árum seinna kom Timberlake fram með lagið Sexyback og sló aftur í gegn.

Sama ár kom út lagið What Goes Around Comes Around og á þeim tímapunkti virtist Timberlake ekki geta gefið út „óvinsælt“ lag.

Eftir það tók Timberlake sér nokkurra ára pásu og kom síðan út með lagið Can´t Stop The Feeling árið 2016 og virkaði það lag heldur betur vel á aðdáendur hans.

Hann segist vera að vinna í tónlist sem hljómar ekkert eins og það sem hann hefur áður gert.

Hér að neðan má horfa á tónleika hans í Kórnum árið 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.