Þórsarar harðir á heimavelli Bjarni Bjarnason skrifar 15. október 2020 22:00 Fjórtánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Milli leikur kvöldsins var úrvalsliðið GOAT gegn stórveldi Þórs. GOAT spyrnti vel á móti viljugum Þórsurum. En Þór á heimavelli sigraði þó leikinn að lokum 16 – 11. GOAT voru ekki að tvístíga þegar þeir sóttu Þórsarana á heimavöll. Þrátt fyrir að tapa fyrstu lotunni voru GOAT fljótir að þétta vörnina (counter-terrorist). Hvert sem Þórsararnir sóttu skullu þeir á vörnum GOAT sem náðu 5 lotu forskoti. Eftir því sem Þórsararnir hitnuðu jókst hraðinn á leiknum. Fljótt var takturinn kominn á svæði þar sem Þórsararnir þrífast og fóru glufur að myndast á vörn GOAT. Hraðar sóknir (terrorist) Þórs slógu GOAT út af laginu og höfðu Þórsarar fundið leiðina í gegnum vörnina. Þór hélt áfram að hamra á vörninni, ítrekað náðu þeir að koma sér í yfirtölu með opnunarfellunum og fylgdu þeir þeim vel eftir. Staðan í hálfleik Þór 8 – 7 GOAT. Liðsmenn GOAT voru staðráðnir í að ná yfirhöndinni aftur. Og með sigri á fyrstu lotu í síðari hálfleik þar sem 3 fellur í boði Vikka (Viktor Gabríel Magdic) spiluðu stórt hlutverk gerðu þeir það. Meðbyrinn nýtti GOAT vel og nældu þeir sér í tvær lotur til viðbótar, var staðan þá 8 – 10 GOAT í vil. Þrátt fyrir að Vikki (Viktor Gabríel Magdic) léki á alls oddi í vörninni var það Þórsarinn ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson) sem að breytti gangi leiksins. Trekk í trekk opnaði hann loturnar, átti veiga miklar fellur og spilaði stórt hlutverk í yfirtökum þegar sprengjan var komin niður. Var þéttur varnarleikur Þórs GOAT mönnum um of. Eftir nokkrar góðar tilraunir var allur andi farinn úr GOAT og Þórsararnir rifu þá í sig. Lokastaðan Þór 16 – 11 GOAT. Með sigri tryggði Þór sér áframhaldandi pláss í deildinni en GOAT eru komnir í umspil. Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti
Fjórtánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Milli leikur kvöldsins var úrvalsliðið GOAT gegn stórveldi Þórs. GOAT spyrnti vel á móti viljugum Þórsurum. En Þór á heimavelli sigraði þó leikinn að lokum 16 – 11. GOAT voru ekki að tvístíga þegar þeir sóttu Þórsarana á heimavöll. Þrátt fyrir að tapa fyrstu lotunni voru GOAT fljótir að þétta vörnina (counter-terrorist). Hvert sem Þórsararnir sóttu skullu þeir á vörnum GOAT sem náðu 5 lotu forskoti. Eftir því sem Þórsararnir hitnuðu jókst hraðinn á leiknum. Fljótt var takturinn kominn á svæði þar sem Þórsararnir þrífast og fóru glufur að myndast á vörn GOAT. Hraðar sóknir (terrorist) Þórs slógu GOAT út af laginu og höfðu Þórsarar fundið leiðina í gegnum vörnina. Þór hélt áfram að hamra á vörninni, ítrekað náðu þeir að koma sér í yfirtölu með opnunarfellunum og fylgdu þeir þeim vel eftir. Staðan í hálfleik Þór 8 – 7 GOAT. Liðsmenn GOAT voru staðráðnir í að ná yfirhöndinni aftur. Og með sigri á fyrstu lotu í síðari hálfleik þar sem 3 fellur í boði Vikka (Viktor Gabríel Magdic) spiluðu stórt hlutverk gerðu þeir það. Meðbyrinn nýtti GOAT vel og nældu þeir sér í tvær lotur til viðbótar, var staðan þá 8 – 10 GOAT í vil. Þrátt fyrir að Vikki (Viktor Gabríel Magdic) léki á alls oddi í vörninni var það Þórsarinn ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson) sem að breytti gangi leiksins. Trekk í trekk opnaði hann loturnar, átti veiga miklar fellur og spilaði stórt hlutverk í yfirtökum þegar sprengjan var komin niður. Var þéttur varnarleikur Þórs GOAT mönnum um of. Eftir nokkrar góðar tilraunir var allur andi farinn úr GOAT og Þórsararnir rifu þá í sig. Lokastaðan Þór 16 – 11 GOAT. Með sigri tryggði Þór sér áframhaldandi pláss í deildinni en GOAT eru komnir í umspil.
Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti