Mældu hjartslátt Katrínar Tönju í handstöðuæfingunni sem hún rústaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 09:41 Katrín Tanja Davíðsdóttir í handstöðuæfingunni á heimsleikunum þar sem hún hafi mikla yfirburði. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir átti svakalega endurkomu í baráttunni um sæti meðal fimm bestu CrossFit kvenna heims og frammistaða hennar í næstsíðustu greininni vakti gríðarlega athygli enda vann hún þar yfirburðasigur. Katrín Tanja keppir um heimsmeistaratitilinn í CrossFit um þar næstu helgi og fólk er víða farið að telja niður í þessi óvenjulega fámennu lokaúrslit þar sem aðeins fimm karlar og fimm konur keppa um heimsmeistaratitilinn. Katrín Tanja er ekki aðeins eini fulltrúi Íslands í baráttunni heimsmeistaratitlana því hún er líka eini fulltrúi Evrópu í ofurúrslitunum. View this post on Instagram You know the climb to the top can only be done on your hands. After clocking a 2:54 handstand hold the longest by 40 seconds @katrintanja was able to climb the stage 1 leaderboard in the 2020 @crossfitgames #WHOOPLive : @comptrain.co #KnowYourself A post shared by WHOOP (@whoop) on Oct 15, 2020 at 6:02am PDT Katrín Tanja Davíðsdóttir sýndi styrk sinn og seiglu á lokadeginum í fyrri hluta heimsleikanna en hún kom sér aftur inn í baráttuna um efstu fimm sætin með því að vinna tvær greinar í röð. Það var vissulega frábært sjá Katrínu Tönju vinna Nasty Nancy æfinguna, sem var fyrsta grein sunnudagsins, en hún sló virkilega í gegn í næstsíðustu æfingunni sem var handstaðan. Instagram Katrín Tanja notaði mjög sérstaka og tignarlega aðferð til að ná betra jafnvægi í æfingunni og henni tókst á endanum að standa á höndum í tvær mínútur og 54 sekúndur. Það var sem dæmi meira en tvöfalt lengur en heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey náði. Það má segja að Katrín Tanja hafi rústað þessari æfingu þrátt fyrir að keppa við þrjátíu bestu CrossFit konur heims. Hún vann hana á endanum með 41 sekúndna mun því önnur var Kari Pearce á 2 mínútum og 13 sekúndum. Katrín Tanja vakti athygli á athyglisverðu myndbandi frá Whoop á Instagram þar sem þeir sýndu þessu eftirminnilegu æfingu Katrínar Tönju þar sem mátti sjá hjartsláttinn hjá henni á meðan hún var að gera æfinguna. Það má sjá þetta myndband hér fyrir ofan. „Skemmtilegt að sjá hjartsláttinn minn í æfingunni,“ skrifaði Katrín Tanja og deildi myndbandinu á Instagram síðunni sinni. Hún var með Whoop armband á sér í æfingunni og gat um leið nálgast upplýsingar um líkamann sinn í miðri æfingu. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndband með allri æfingunni sem CrossFit samtökin deildu á Youtube-síðu sinni. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir átti svakalega endurkomu í baráttunni um sæti meðal fimm bestu CrossFit kvenna heims og frammistaða hennar í næstsíðustu greininni vakti gríðarlega athygli enda vann hún þar yfirburðasigur. Katrín Tanja keppir um heimsmeistaratitilinn í CrossFit um þar næstu helgi og fólk er víða farið að telja niður í þessi óvenjulega fámennu lokaúrslit þar sem aðeins fimm karlar og fimm konur keppa um heimsmeistaratitilinn. Katrín Tanja er ekki aðeins eini fulltrúi Íslands í baráttunni heimsmeistaratitlana því hún er líka eini fulltrúi Evrópu í ofurúrslitunum. View this post on Instagram You know the climb to the top can only be done on your hands. After clocking a 2:54 handstand hold the longest by 40 seconds @katrintanja was able to climb the stage 1 leaderboard in the 2020 @crossfitgames #WHOOPLive : @comptrain.co #KnowYourself A post shared by WHOOP (@whoop) on Oct 15, 2020 at 6:02am PDT Katrín Tanja Davíðsdóttir sýndi styrk sinn og seiglu á lokadeginum í fyrri hluta heimsleikanna en hún kom sér aftur inn í baráttuna um efstu fimm sætin með því að vinna tvær greinar í röð. Það var vissulega frábært sjá Katrínu Tönju vinna Nasty Nancy æfinguna, sem var fyrsta grein sunnudagsins, en hún sló virkilega í gegn í næstsíðustu æfingunni sem var handstaðan. Instagram Katrín Tanja notaði mjög sérstaka og tignarlega aðferð til að ná betra jafnvægi í æfingunni og henni tókst á endanum að standa á höndum í tvær mínútur og 54 sekúndur. Það var sem dæmi meira en tvöfalt lengur en heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey náði. Það má segja að Katrín Tanja hafi rústað þessari æfingu þrátt fyrir að keppa við þrjátíu bestu CrossFit konur heims. Hún vann hana á endanum með 41 sekúndna mun því önnur var Kari Pearce á 2 mínútum og 13 sekúndum. Katrín Tanja vakti athygli á athyglisverðu myndbandi frá Whoop á Instagram þar sem þeir sýndu þessu eftirminnilegu æfingu Katrínar Tönju þar sem mátti sjá hjartsláttinn hjá henni á meðan hún var að gera æfinguna. Það má sjá þetta myndband hér fyrir ofan. „Skemmtilegt að sjá hjartsláttinn minn í æfingunni,“ skrifaði Katrín Tanja og deildi myndbandinu á Instagram síðunni sinni. Hún var með Whoop armband á sér í æfingunni og gat um leið nálgast upplýsingar um líkamann sinn í miðri æfingu. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndband með allri æfingunni sem CrossFit samtökin deildu á Youtube-síðu sinni. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Sjá meira