Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2020 13:22 Ljóst er að nýjar sóttvarnareglur setja strik í reikning Knattspyrnusambands Íslands að klára Íslandsmótið. vísir/hulda margrét Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, segir að tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttastarf verði nú að reglum. Allar íþróttir með snertingu á höfuðborgarsvæðinu verða bannaðar, sama hvort þær eru innandyra eða utandyra. Núverandi reglur kveða á um að íþróttir og líkamsrækt innandyra sé óheimil á höfuðborgarsvæðinu. „Varðandi íþróttaiðkunina er verið að gera þau tilmæli sem sóttvarnalæknir setti fram í síðustu eða þarsíðustu viku að reglum sem þýðir að allt íþróttastarf með snertingu, það er verið að taka nánar á því. Það sama gildir utandyra og innandyra,“ sagði Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Gert er ráð fyrir að breytingar á reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir taki gildi á þriðjudaginn, 20. október, og gildi í tvær til þrjár vikur. Hlé var gert á öllu mótahaldi fyrr í þessum mánuði og lið á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki mátt æfa í tæpar tvær vikur. Ljóst er að þetta setur stórt strik í reikning Knattspyrnusambands Íslands sem var búið að gefa sér frest til 1. desember til að klára Íslandsmótið. Fréttin hefur verið uppfærð varðandi að væntanlegar breytingar á íþróttastarfi ná til höfuðborgarsvæðisins. Fyrirkomulagið varðandi íþróttir verður óbreytt á landsbyggðinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Íþróttir barna KSÍ Tengdar fréttir Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Boðar áframhaldandi hertar aðgerðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráhðerra vonar að hækkandi hlutfall fólks sem greinist hér á landi í sóttkví séu merki um að hertar aðgerðir séu að skila árangri. Um leið berist fréttir af andláti vegna Covid-19 sem minni á mikilvægi aðgerða. 16. október 2020 12:46 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, segir að tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttastarf verði nú að reglum. Allar íþróttir með snertingu á höfuðborgarsvæðinu verða bannaðar, sama hvort þær eru innandyra eða utandyra. Núverandi reglur kveða á um að íþróttir og líkamsrækt innandyra sé óheimil á höfuðborgarsvæðinu. „Varðandi íþróttaiðkunina er verið að gera þau tilmæli sem sóttvarnalæknir setti fram í síðustu eða þarsíðustu viku að reglum sem þýðir að allt íþróttastarf með snertingu, það er verið að taka nánar á því. Það sama gildir utandyra og innandyra,“ sagði Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Gert er ráð fyrir að breytingar á reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir taki gildi á þriðjudaginn, 20. október, og gildi í tvær til þrjár vikur. Hlé var gert á öllu mótahaldi fyrr í þessum mánuði og lið á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki mátt æfa í tæpar tvær vikur. Ljóst er að þetta setur stórt strik í reikning Knattspyrnusambands Íslands sem var búið að gefa sér frest til 1. desember til að klára Íslandsmótið. Fréttin hefur verið uppfærð varðandi að væntanlegar breytingar á íþróttastarfi ná til höfuðborgarsvæðisins. Fyrirkomulagið varðandi íþróttir verður óbreytt á landsbyggðinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Íþróttir barna KSÍ Tengdar fréttir Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Boðar áframhaldandi hertar aðgerðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráhðerra vonar að hækkandi hlutfall fólks sem greinist hér á landi í sóttkví séu merki um að hertar aðgerðir séu að skila árangri. Um leið berist fréttir af andláti vegna Covid-19 sem minni á mikilvægi aðgerða. 16. október 2020 12:46 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53
Boðar áframhaldandi hertar aðgerðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráhðerra vonar að hækkandi hlutfall fólks sem greinist hér á landi í sóttkví séu merki um að hertar aðgerðir séu að skila árangri. Um leið berist fréttir af andláti vegna Covid-19 sem minni á mikilvægi aðgerða. 16. október 2020 12:46