Alfreð: Fimm góðar hugmyndir að vinnu með námi Alfreð 19. október 2020 14:06 Flestir þeir sem gengið hafa í skóla þekkja það að nám er ekkert annað en vinna. Menntun borgar sig vissulega til lengri tíma en í millitíðinni getur verið snjallt að hafa vinnu á kantinum. Og þá er gott að hafa atvinnuvefinn Alfreð með sér í liði. Hér höfum tekið saman nokkra punkta, í gamni og alvöru, um störf sem auðgað geta líf og fjárhag fátækra námsmanna. Stóra spurningin er þó kannski: Hvaða störf henta best með krefjandi námi? Tilvonandi læknar og hjúkrunarfólk Heilbrigðiskerfið verður að teljast heppilegt starfsumhverfi fyrir tilvonandi heilbrigðisstarfsmenn. Þar er um auðugan garð að gresja. Væri ekki upplagt að rækta mannlega þáttinn með hlutastarfi á sjúkra- eða elliheimili? Rólegar næturvaktir gætu jafnvel komið sér vel við að leggja á minnið latnesk líffæraheiti. Sunnuhlíð er í leit að þjónustulunduðum einstaklingum í umönnun Hrafnista er í leit að starfsfólki í aðhlynningarstörf Tilvonandi lögspekingar Lögfræðinám getur opnað dyr að starfsframa á ýmsum sviðum innan réttarkerfisins, fjármálaheimsins eða í stjórnkerfinu. Auðvitað skiptir máli hvort fyrirmynd lögfræðinemans er Saul Goodman eða Matlock. En heyrst hefur að hlutastörf hjá löggunni hafi reynst lærdómsríkur snertiflötur við lög og reglu fyrir upprennandi lagarefi. Kaupstaður fasteignasala leitar löggiltum fasteignasala eða í námi til löggildingar. Tilvonandi viðskiptafræðingar Viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér er frasi sem oft heyrist í viðskiptalífinu. Og hvaða staður er þá betri til að læra hið sanna um verslun og vísindi. Það er alltaf þörf fyrir viðskiptavit í afgreiðslustörfum fyrir upprennandi viðskiptamógúla. Elko leitar að starfsfólki til starfa í vefverslun yfir jólatímabilið. Lindabakarí leitar að duglegum og jákvæðum starfsmanni. Ás heildverslun leitar að öflugum sölufulltrúa Tilvonandi mannvinir Sum störf eru meira gefandi en önnur. Persónuleg aðstoð við fatlaða getur opnað nýja og fallega sýn á heiminn. Það skiptir ekki máli hvaða nám þú stundar en þó má ætla að þeir sem leggja stund á félagsráðgjöf, sálfræði, þroskaþjálfun og fötlunarfræði mundu taka slíkum störfum fegins hendi. NPA miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur við utanumhald og umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð. Tilvonandi góðborgarar Það er sama hvaða nám þú stundar. Vinna við eldamennsku af öllu tagi er mannbætandi reynsla. Að kunna þá list að flippa hamborgara á hárréttri stundu er t.d. hæfileiki sem fylgir þér allt lífið. Slík þekking gerir hvern flutningabílstjóra, lækni, lögfræðing og listmálara að hróki alls fagnaðar í grillveislum lífsins. Eldum Rétt er að leita að fólki í framleiðsluna VÍS er í leit að starfsmanni í mötuneyti VÍS Fylltu út prófíl á Alfreð og sæktu um starf við hæfi Þessi umfjöllun er auðvitað ekki vísindaleg á neinn hátt. Við viljum bara vekja námsmenn til umhugsunar um allan þann lærdóm sem þátttaka í atvinnulífinu færir okkur. Það skiptir máli að horfa á tækifærin með opnum hug og grípa þau sem gefast. Þegar allt kemur til alls er þetta ekki spurningin um að vinna við það sem þú elskar heldur elska það sem þú vinnur við. Ýttu hér til að sækja Alfreð appið Þessi grein birtist fyrst á bloggi Alfreðs Skóla - og menntamál Lífið Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Flestir þeir sem gengið hafa í skóla þekkja það að nám er ekkert annað en vinna. Menntun borgar sig vissulega til lengri tíma en í millitíðinni getur verið snjallt að hafa vinnu á kantinum. Og þá er gott að hafa atvinnuvefinn Alfreð með sér í liði. Hér höfum tekið saman nokkra punkta, í gamni og alvöru, um störf sem auðgað geta líf og fjárhag fátækra námsmanna. Stóra spurningin er þó kannski: Hvaða störf henta best með krefjandi námi? Tilvonandi læknar og hjúkrunarfólk Heilbrigðiskerfið verður að teljast heppilegt starfsumhverfi fyrir tilvonandi heilbrigðisstarfsmenn. Þar er um auðugan garð að gresja. Væri ekki upplagt að rækta mannlega þáttinn með hlutastarfi á sjúkra- eða elliheimili? Rólegar næturvaktir gætu jafnvel komið sér vel við að leggja á minnið latnesk líffæraheiti. Sunnuhlíð er í leit að þjónustulunduðum einstaklingum í umönnun Hrafnista er í leit að starfsfólki í aðhlynningarstörf Tilvonandi lögspekingar Lögfræðinám getur opnað dyr að starfsframa á ýmsum sviðum innan réttarkerfisins, fjármálaheimsins eða í stjórnkerfinu. Auðvitað skiptir máli hvort fyrirmynd lögfræðinemans er Saul Goodman eða Matlock. En heyrst hefur að hlutastörf hjá löggunni hafi reynst lærdómsríkur snertiflötur við lög og reglu fyrir upprennandi lagarefi. Kaupstaður fasteignasala leitar löggiltum fasteignasala eða í námi til löggildingar. Tilvonandi viðskiptafræðingar Viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér er frasi sem oft heyrist í viðskiptalífinu. Og hvaða staður er þá betri til að læra hið sanna um verslun og vísindi. Það er alltaf þörf fyrir viðskiptavit í afgreiðslustörfum fyrir upprennandi viðskiptamógúla. Elko leitar að starfsfólki til starfa í vefverslun yfir jólatímabilið. Lindabakarí leitar að duglegum og jákvæðum starfsmanni. Ás heildverslun leitar að öflugum sölufulltrúa Tilvonandi mannvinir Sum störf eru meira gefandi en önnur. Persónuleg aðstoð við fatlaða getur opnað nýja og fallega sýn á heiminn. Það skiptir ekki máli hvaða nám þú stundar en þó má ætla að þeir sem leggja stund á félagsráðgjöf, sálfræði, þroskaþjálfun og fötlunarfræði mundu taka slíkum störfum fegins hendi. NPA miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur við utanumhald og umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð. Tilvonandi góðborgarar Það er sama hvaða nám þú stundar. Vinna við eldamennsku af öllu tagi er mannbætandi reynsla. Að kunna þá list að flippa hamborgara á hárréttri stundu er t.d. hæfileiki sem fylgir þér allt lífið. Slík þekking gerir hvern flutningabílstjóra, lækni, lögfræðing og listmálara að hróki alls fagnaðar í grillveislum lífsins. Eldum Rétt er að leita að fólki í framleiðsluna VÍS er í leit að starfsmanni í mötuneyti VÍS Fylltu út prófíl á Alfreð og sæktu um starf við hæfi Þessi umfjöllun er auðvitað ekki vísindaleg á neinn hátt. Við viljum bara vekja námsmenn til umhugsunar um allan þann lærdóm sem þátttaka í atvinnulífinu færir okkur. Það skiptir máli að horfa á tækifærin með opnum hug og grípa þau sem gefast. Þegar allt kemur til alls er þetta ekki spurningin um að vinna við það sem þú elskar heldur elska það sem þú vinnur við. Ýttu hér til að sækja Alfreð appið Þessi grein birtist fyrst á bloggi Alfreðs
Skóla - og menntamál Lífið Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira