Tæplega hundrað ára og hefur slegið í gegn með konunum í danstímunum Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 10:31 Gunnar hreyfir sig reglulega og mætir einnig í danstíma á fullu. Hann er 97 ára. Gunnar Jónsson fyrrverandi skipstjóri er 97 ára og byrjaði að stunda líkamsrækt þegar hann var rúmlega níræður og nú stundar hann líkamsrækt meðal annars með því að dansa kúrekadansa heima hjá sér í Covid ástandinu. Gunnar er ótrúlega vel á sig kominn líkamlega og andlega. Vala Matt leit við hjá honum í Keflavík á dögunum þar sem hann býr og fékk að heyra allt um það hvernig maður heldur sér svona vel nærri 100 ára. Gunnar byrjaði ekki að stunda líkamsrækt fyrr en hann var orðinn níræður, eða árið 2017. „Það er ábyggilega aldrei of seint að byrja að stunda líkamsrækt,“ segir Gunnar sem sér samt eftir því að hafa byrjað svona seint. Gunnar var alltaf á sjónum og hafði því ekki mikinn tíma fyrir sjálfan sig. „Sjórinn er ekki til þess að leika sér í landi,“ segir Gunnar sem hefur einnig stundað hópdanstíma undanfarin ár. „Ég féll alveg fyrir því og það er svo breytilegt. Hreyfingin er svo breytileg og margbrotin. Maður mátt hafa sig allan við að muna sporin og þau gleymast stundum. Maður man þau síðan alltaf þegar músíkin byrjar.“ Gunnar er í raun einn með fullt af konum í tímunum. „Ég var svolítið stressaður fyrst en það gufuðu allir karlmennirnir upp þegar það átti að mæta. Þeim fannst þetta ekki nægilega karlmannlegt eða eitthvað svoleiðis,“ segir Gunnar sem dansar einnig töluvert heima fyrir og þá aðallega kántrí línudans. „Ég hef alltaf haft gaman af dansi og við hjónin dönsuðum oft saman á skemmtunum. Hún var ansi skemmtileg dama,“ segir Gunnar sem er í dag ekill. Hér að neðan má sjá innlagið í heild sinni en þar er einnig rætt við þjálfara hans Janus Friðrik Gunnlaugsson. Ísland í dag Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Gunnar Jónsson fyrrverandi skipstjóri er 97 ára og byrjaði að stunda líkamsrækt þegar hann var rúmlega níræður og nú stundar hann líkamsrækt meðal annars með því að dansa kúrekadansa heima hjá sér í Covid ástandinu. Gunnar er ótrúlega vel á sig kominn líkamlega og andlega. Vala Matt leit við hjá honum í Keflavík á dögunum þar sem hann býr og fékk að heyra allt um það hvernig maður heldur sér svona vel nærri 100 ára. Gunnar byrjaði ekki að stunda líkamsrækt fyrr en hann var orðinn níræður, eða árið 2017. „Það er ábyggilega aldrei of seint að byrja að stunda líkamsrækt,“ segir Gunnar sem sér samt eftir því að hafa byrjað svona seint. Gunnar var alltaf á sjónum og hafði því ekki mikinn tíma fyrir sjálfan sig. „Sjórinn er ekki til þess að leika sér í landi,“ segir Gunnar sem hefur einnig stundað hópdanstíma undanfarin ár. „Ég féll alveg fyrir því og það er svo breytilegt. Hreyfingin er svo breytileg og margbrotin. Maður mátt hafa sig allan við að muna sporin og þau gleymast stundum. Maður man þau síðan alltaf þegar músíkin byrjar.“ Gunnar er í raun einn með fullt af konum í tímunum. „Ég var svolítið stressaður fyrst en það gufuðu allir karlmennirnir upp þegar það átti að mæta. Þeim fannst þetta ekki nægilega karlmannlegt eða eitthvað svoleiðis,“ segir Gunnar sem dansar einnig töluvert heima fyrir og þá aðallega kántrí línudans. „Ég hef alltaf haft gaman af dansi og við hjónin dönsuðum oft saman á skemmtunum. Hún var ansi skemmtileg dama,“ segir Gunnar sem er í dag ekill. Hér að neðan má sjá innlagið í heild sinni en þar er einnig rætt við þjálfara hans Janus Friðrik Gunnlaugsson.
Ísland í dag Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira