Katrín Tanja önnur í grein tvö: Toomey og Fraser með fullt hús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2020 16:40 Katrín Tanja Davíðsdóttir fór í viðtal eftir frammistöðu sína í grein tvö þar sem hún varð önnur. Skjámynd/Youtube Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð sig mjög vel í annarri grein ofurúrslita heimaleikanna en tókst þó ekki að koma í veg fyrir annan sigur Tiu-Clair Toomey í röð. Katrín Tanja Davíðsdóttir var önnur í brekkuhlaupinu en hún kláraði á þremur mínútum og 13,18 sekúndum eða rúmum sjö sekúndum á eftir Tiu-Clair Toomey sem vann sína aðra grein í röð. Katrín Tanja fékk því 75 stig fyrir grein tvö og er þar með komin með 110 stig samanlagt. Hún er í þriðja sæti 90 stigum á eftir Toomey. Hin unga Haley Adams er önnur, 20 stigum á undan Katrínu og 70 stigum á eftir Toomey. Tia-Clair Toomey hefur unnið yfirburðasigur á heimsleikunum síðustu ár og lítur ekki út fyrir að vera gefa mikið eftir ekki frekar en Mathew Fraser í karlaflokkunum. Keppendur í grein tvö áttu að hlaupa með þunga sandpoka á bakinu upp 320 metra brekku sem er vissulega í brattari lagi. Pokinn hjá stelpunum var 13,6 kíló. Tia-Clair Toomey tók fyrstuna í byrjun og Katrín Tanja varð í þriðja sætinu framan af hlaupinu en kom sér í upp í annað sætið eftir rúma eina og hálfa mínútu. Katrín Tanja hélt öðru sætinu út hlaupið en tókst ekki að hlaupa uppi Tiu-Clair Toomey. Brooke Wells byrjaði hlaupið vel en endaði í síðasta sætinu alveg eins og í grein eitt. Hill Sprints? @MathewFras is 2/2 at the 2020 Games. pic.twitter.com/AKhpaEiI5C— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Mathew Fraser vann sandpokabrekkuhlaupið nokkuð sannfærandi hjá körlunum og er því kominn með tvö hundruð stig af tvö hundruð mögulegum. Hann er stax kominn með sjötíu stiga forystu. Fraser byrjaði aftarlega í sandpokahlaupinu en stakk síðan af í lokin og vann annan öruggan sigur í röð. Hann kláraði á 2:51,54 mín. en Samuel Kwant varð annar á 3:07,90 mín. Samuel Kwant er annar í heildarkeppninni en hann hefur verið í öðru og þriðja sæti í fyrstu tveimur greinunum. Justin Medeiros varð annar í fyrstu grein en sofnaði aðeins á verðinum í lokin og missti af fjórða sætinu til Jeffrey Adler á síðustu metrunum. Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 200 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 130 stig 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 110 stig 4. Kari Pearce, Bandaríkjunum 90 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 30 stig Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 200 stig 2. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 130 stig 3. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 90 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 70 stig 4. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 70 stig CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja fjórða eftir flottan endasprett í fyrstu greininni Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel en hún átti flottan endasprett og forðaði sér frá síðasta sætinu í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. 23. október 2020 16:00 Bein útsending: Fyrsti dagurinn hjá Katrínu Tönju í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit Fyrstu fimm greinarnar á heimsleikunum í CrossFit fara fram í dag og hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu. 23. október 2020 14:45 Katrín Tanja lét Castro ekki hræða sig: Ég vona að þú standir við það Dave Castro var ekkert að fara að takast það að taka Katrínu Tönju Davíðsdóttur á taugum með yfirlýsingum um rosalega erfiða lokagrein á heimsleikunum sem hefjast í dag. 23. október 2020 12:31 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð sig mjög vel í annarri grein ofurúrslita heimaleikanna en tókst þó ekki að koma í veg fyrir annan sigur Tiu-Clair Toomey í röð. Katrín Tanja Davíðsdóttir var önnur í brekkuhlaupinu en hún kláraði á þremur mínútum og 13,18 sekúndum eða rúmum sjö sekúndum á eftir Tiu-Clair Toomey sem vann sína aðra grein í röð. Katrín Tanja fékk því 75 stig fyrir grein tvö og er þar með komin með 110 stig samanlagt. Hún er í þriðja sæti 90 stigum á eftir Toomey. Hin unga Haley Adams er önnur, 20 stigum á undan Katrínu og 70 stigum á eftir Toomey. Tia-Clair Toomey hefur unnið yfirburðasigur á heimsleikunum síðustu ár og lítur ekki út fyrir að vera gefa mikið eftir ekki frekar en Mathew Fraser í karlaflokkunum. Keppendur í grein tvö áttu að hlaupa með þunga sandpoka á bakinu upp 320 metra brekku sem er vissulega í brattari lagi. Pokinn hjá stelpunum var 13,6 kíló. Tia-Clair Toomey tók fyrstuna í byrjun og Katrín Tanja varð í þriðja sætinu framan af hlaupinu en kom sér í upp í annað sætið eftir rúma eina og hálfa mínútu. Katrín Tanja hélt öðru sætinu út hlaupið en tókst ekki að hlaupa uppi Tiu-Clair Toomey. Brooke Wells byrjaði hlaupið vel en endaði í síðasta sætinu alveg eins og í grein eitt. Hill Sprints? @MathewFras is 2/2 at the 2020 Games. pic.twitter.com/AKhpaEiI5C— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Mathew Fraser vann sandpokabrekkuhlaupið nokkuð sannfærandi hjá körlunum og er því kominn með tvö hundruð stig af tvö hundruð mögulegum. Hann er stax kominn með sjötíu stiga forystu. Fraser byrjaði aftarlega í sandpokahlaupinu en stakk síðan af í lokin og vann annan öruggan sigur í röð. Hann kláraði á 2:51,54 mín. en Samuel Kwant varð annar á 3:07,90 mín. Samuel Kwant er annar í heildarkeppninni en hann hefur verið í öðru og þriðja sæti í fyrstu tveimur greinunum. Justin Medeiros varð annar í fyrstu grein en sofnaði aðeins á verðinum í lokin og missti af fjórða sætinu til Jeffrey Adler á síðustu metrunum. Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 200 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 130 stig 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 110 stig 4. Kari Pearce, Bandaríkjunum 90 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 30 stig Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 200 stig 2. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 130 stig 3. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 90 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 70 stig 4. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 70 stig
Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 200 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 130 stig 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 110 stig 4. Kari Pearce, Bandaríkjunum 90 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 30 stig Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 200 stig 2. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 130 stig 3. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 90 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 70 stig 4. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 70 stig
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja fjórða eftir flottan endasprett í fyrstu greininni Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel en hún átti flottan endasprett og forðaði sér frá síðasta sætinu í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. 23. október 2020 16:00 Bein útsending: Fyrsti dagurinn hjá Katrínu Tönju í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit Fyrstu fimm greinarnar á heimsleikunum í CrossFit fara fram í dag og hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu. 23. október 2020 14:45 Katrín Tanja lét Castro ekki hræða sig: Ég vona að þú standir við það Dave Castro var ekkert að fara að takast það að taka Katrínu Tönju Davíðsdóttur á taugum með yfirlýsingum um rosalega erfiða lokagrein á heimsleikunum sem hefjast í dag. 23. október 2020 12:31 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Sjá meira
Katrín Tanja fjórða eftir flottan endasprett í fyrstu greininni Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel en hún átti flottan endasprett og forðaði sér frá síðasta sætinu í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. 23. október 2020 16:00
Bein útsending: Fyrsti dagurinn hjá Katrínu Tönju í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit Fyrstu fimm greinarnar á heimsleikunum í CrossFit fara fram í dag og hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu. 23. október 2020 14:45
Katrín Tanja lét Castro ekki hræða sig: Ég vona að þú standir við það Dave Castro var ekkert að fara að takast það að taka Katrínu Tönju Davíðsdóttur á taugum með yfirlýsingum um rosalega erfiða lokagrein á heimsleikunum sem hefjast í dag. 23. október 2020 12:31