Katrín Tanja önnur í grein tvö: Toomey og Fraser með fullt hús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2020 16:40 Katrín Tanja Davíðsdóttir fór í viðtal eftir frammistöðu sína í grein tvö þar sem hún varð önnur. Skjámynd/Youtube Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð sig mjög vel í annarri grein ofurúrslita heimaleikanna en tókst þó ekki að koma í veg fyrir annan sigur Tiu-Clair Toomey í röð. Katrín Tanja Davíðsdóttir var önnur í brekkuhlaupinu en hún kláraði á þremur mínútum og 13,18 sekúndum eða rúmum sjö sekúndum á eftir Tiu-Clair Toomey sem vann sína aðra grein í röð. Katrín Tanja fékk því 75 stig fyrir grein tvö og er þar með komin með 110 stig samanlagt. Hún er í þriðja sæti 90 stigum á eftir Toomey. Hin unga Haley Adams er önnur, 20 stigum á undan Katrínu og 70 stigum á eftir Toomey. Tia-Clair Toomey hefur unnið yfirburðasigur á heimsleikunum síðustu ár og lítur ekki út fyrir að vera gefa mikið eftir ekki frekar en Mathew Fraser í karlaflokkunum. Keppendur í grein tvö áttu að hlaupa með þunga sandpoka á bakinu upp 320 metra brekku sem er vissulega í brattari lagi. Pokinn hjá stelpunum var 13,6 kíló. Tia-Clair Toomey tók fyrstuna í byrjun og Katrín Tanja varð í þriðja sætinu framan af hlaupinu en kom sér í upp í annað sætið eftir rúma eina og hálfa mínútu. Katrín Tanja hélt öðru sætinu út hlaupið en tókst ekki að hlaupa uppi Tiu-Clair Toomey. Brooke Wells byrjaði hlaupið vel en endaði í síðasta sætinu alveg eins og í grein eitt. Hill Sprints? @MathewFras is 2/2 at the 2020 Games. pic.twitter.com/AKhpaEiI5C— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Mathew Fraser vann sandpokabrekkuhlaupið nokkuð sannfærandi hjá körlunum og er því kominn með tvö hundruð stig af tvö hundruð mögulegum. Hann er stax kominn með sjötíu stiga forystu. Fraser byrjaði aftarlega í sandpokahlaupinu en stakk síðan af í lokin og vann annan öruggan sigur í röð. Hann kláraði á 2:51,54 mín. en Samuel Kwant varð annar á 3:07,90 mín. Samuel Kwant er annar í heildarkeppninni en hann hefur verið í öðru og þriðja sæti í fyrstu tveimur greinunum. Justin Medeiros varð annar í fyrstu grein en sofnaði aðeins á verðinum í lokin og missti af fjórða sætinu til Jeffrey Adler á síðustu metrunum. Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 200 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 130 stig 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 110 stig 4. Kari Pearce, Bandaríkjunum 90 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 30 stig Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 200 stig 2. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 130 stig 3. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 90 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 70 stig 4. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 70 stig CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja fjórða eftir flottan endasprett í fyrstu greininni Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel en hún átti flottan endasprett og forðaði sér frá síðasta sætinu í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. 23. október 2020 16:00 Bein útsending: Fyrsti dagurinn hjá Katrínu Tönju í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit Fyrstu fimm greinarnar á heimsleikunum í CrossFit fara fram í dag og hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu. 23. október 2020 14:45 Katrín Tanja lét Castro ekki hræða sig: Ég vona að þú standir við það Dave Castro var ekkert að fara að takast það að taka Katrínu Tönju Davíðsdóttur á taugum með yfirlýsingum um rosalega erfiða lokagrein á heimsleikunum sem hefjast í dag. 23. október 2020 12:31 Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð sig mjög vel í annarri grein ofurúrslita heimaleikanna en tókst þó ekki að koma í veg fyrir annan sigur Tiu-Clair Toomey í röð. Katrín Tanja Davíðsdóttir var önnur í brekkuhlaupinu en hún kláraði á þremur mínútum og 13,18 sekúndum eða rúmum sjö sekúndum á eftir Tiu-Clair Toomey sem vann sína aðra grein í röð. Katrín Tanja fékk því 75 stig fyrir grein tvö og er þar með komin með 110 stig samanlagt. Hún er í þriðja sæti 90 stigum á eftir Toomey. Hin unga Haley Adams er önnur, 20 stigum á undan Katrínu og 70 stigum á eftir Toomey. Tia-Clair Toomey hefur unnið yfirburðasigur á heimsleikunum síðustu ár og lítur ekki út fyrir að vera gefa mikið eftir ekki frekar en Mathew Fraser í karlaflokkunum. Keppendur í grein tvö áttu að hlaupa með þunga sandpoka á bakinu upp 320 metra brekku sem er vissulega í brattari lagi. Pokinn hjá stelpunum var 13,6 kíló. Tia-Clair Toomey tók fyrstuna í byrjun og Katrín Tanja varð í þriðja sætinu framan af hlaupinu en kom sér í upp í annað sætið eftir rúma eina og hálfa mínútu. Katrín Tanja hélt öðru sætinu út hlaupið en tókst ekki að hlaupa uppi Tiu-Clair Toomey. Brooke Wells byrjaði hlaupið vel en endaði í síðasta sætinu alveg eins og í grein eitt. Hill Sprints? @MathewFras is 2/2 at the 2020 Games. pic.twitter.com/AKhpaEiI5C— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Mathew Fraser vann sandpokabrekkuhlaupið nokkuð sannfærandi hjá körlunum og er því kominn með tvö hundruð stig af tvö hundruð mögulegum. Hann er stax kominn með sjötíu stiga forystu. Fraser byrjaði aftarlega í sandpokahlaupinu en stakk síðan af í lokin og vann annan öruggan sigur í röð. Hann kláraði á 2:51,54 mín. en Samuel Kwant varð annar á 3:07,90 mín. Samuel Kwant er annar í heildarkeppninni en hann hefur verið í öðru og þriðja sæti í fyrstu tveimur greinunum. Justin Medeiros varð annar í fyrstu grein en sofnaði aðeins á verðinum í lokin og missti af fjórða sætinu til Jeffrey Adler á síðustu metrunum. Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 200 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 130 stig 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 110 stig 4. Kari Pearce, Bandaríkjunum 90 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 30 stig Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 200 stig 2. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 130 stig 3. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 90 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 70 stig 4. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 70 stig
Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 200 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 130 stig 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 110 stig 4. Kari Pearce, Bandaríkjunum 90 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 30 stig Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 200 stig 2. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 130 stig 3. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 90 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 70 stig 4. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 70 stig
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja fjórða eftir flottan endasprett í fyrstu greininni Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel en hún átti flottan endasprett og forðaði sér frá síðasta sætinu í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. 23. október 2020 16:00 Bein útsending: Fyrsti dagurinn hjá Katrínu Tönju í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit Fyrstu fimm greinarnar á heimsleikunum í CrossFit fara fram í dag og hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu. 23. október 2020 14:45 Katrín Tanja lét Castro ekki hræða sig: Ég vona að þú standir við það Dave Castro var ekkert að fara að takast það að taka Katrínu Tönju Davíðsdóttur á taugum með yfirlýsingum um rosalega erfiða lokagrein á heimsleikunum sem hefjast í dag. 23. október 2020 12:31 Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Sjá meira
Katrín Tanja fjórða eftir flottan endasprett í fyrstu greininni Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel en hún átti flottan endasprett og forðaði sér frá síðasta sætinu í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. 23. október 2020 16:00
Bein útsending: Fyrsti dagurinn hjá Katrínu Tönju í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit Fyrstu fimm greinarnar á heimsleikunum í CrossFit fara fram í dag og hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu. 23. október 2020 14:45
Katrín Tanja lét Castro ekki hræða sig: Ég vona að þú standir við það Dave Castro var ekkert að fara að takast það að taka Katrínu Tönju Davíðsdóttur á taugum með yfirlýsingum um rosalega erfiða lokagrein á heimsleikunum sem hefjast í dag. 23. október 2020 12:31