Katrín Tanja önnur í grein tvö: Toomey og Fraser með fullt hús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2020 16:40 Katrín Tanja Davíðsdóttir fór í viðtal eftir frammistöðu sína í grein tvö þar sem hún varð önnur. Skjámynd/Youtube Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð sig mjög vel í annarri grein ofurúrslita heimaleikanna en tókst þó ekki að koma í veg fyrir annan sigur Tiu-Clair Toomey í röð. Katrín Tanja Davíðsdóttir var önnur í brekkuhlaupinu en hún kláraði á þremur mínútum og 13,18 sekúndum eða rúmum sjö sekúndum á eftir Tiu-Clair Toomey sem vann sína aðra grein í röð. Katrín Tanja fékk því 75 stig fyrir grein tvö og er þar með komin með 110 stig samanlagt. Hún er í þriðja sæti 90 stigum á eftir Toomey. Hin unga Haley Adams er önnur, 20 stigum á undan Katrínu og 70 stigum á eftir Toomey. Tia-Clair Toomey hefur unnið yfirburðasigur á heimsleikunum síðustu ár og lítur ekki út fyrir að vera gefa mikið eftir ekki frekar en Mathew Fraser í karlaflokkunum. Keppendur í grein tvö áttu að hlaupa með þunga sandpoka á bakinu upp 320 metra brekku sem er vissulega í brattari lagi. Pokinn hjá stelpunum var 13,6 kíló. Tia-Clair Toomey tók fyrstuna í byrjun og Katrín Tanja varð í þriðja sætinu framan af hlaupinu en kom sér í upp í annað sætið eftir rúma eina og hálfa mínútu. Katrín Tanja hélt öðru sætinu út hlaupið en tókst ekki að hlaupa uppi Tiu-Clair Toomey. Brooke Wells byrjaði hlaupið vel en endaði í síðasta sætinu alveg eins og í grein eitt. Hill Sprints? @MathewFras is 2/2 at the 2020 Games. pic.twitter.com/AKhpaEiI5C— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Mathew Fraser vann sandpokabrekkuhlaupið nokkuð sannfærandi hjá körlunum og er því kominn með tvö hundruð stig af tvö hundruð mögulegum. Hann er stax kominn með sjötíu stiga forystu. Fraser byrjaði aftarlega í sandpokahlaupinu en stakk síðan af í lokin og vann annan öruggan sigur í röð. Hann kláraði á 2:51,54 mín. en Samuel Kwant varð annar á 3:07,90 mín. Samuel Kwant er annar í heildarkeppninni en hann hefur verið í öðru og þriðja sæti í fyrstu tveimur greinunum. Justin Medeiros varð annar í fyrstu grein en sofnaði aðeins á verðinum í lokin og missti af fjórða sætinu til Jeffrey Adler á síðustu metrunum. Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 200 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 130 stig 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 110 stig 4. Kari Pearce, Bandaríkjunum 90 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 30 stig Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 200 stig 2. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 130 stig 3. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 90 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 70 stig 4. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 70 stig CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja fjórða eftir flottan endasprett í fyrstu greininni Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel en hún átti flottan endasprett og forðaði sér frá síðasta sætinu í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. 23. október 2020 16:00 Bein útsending: Fyrsti dagurinn hjá Katrínu Tönju í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit Fyrstu fimm greinarnar á heimsleikunum í CrossFit fara fram í dag og hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu. 23. október 2020 14:45 Katrín Tanja lét Castro ekki hræða sig: Ég vona að þú standir við það Dave Castro var ekkert að fara að takast það að taka Katrínu Tönju Davíðsdóttur á taugum með yfirlýsingum um rosalega erfiða lokagrein á heimsleikunum sem hefjast í dag. 23. október 2020 12:31 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð sig mjög vel í annarri grein ofurúrslita heimaleikanna en tókst þó ekki að koma í veg fyrir annan sigur Tiu-Clair Toomey í röð. Katrín Tanja Davíðsdóttir var önnur í brekkuhlaupinu en hún kláraði á þremur mínútum og 13,18 sekúndum eða rúmum sjö sekúndum á eftir Tiu-Clair Toomey sem vann sína aðra grein í röð. Katrín Tanja fékk því 75 stig fyrir grein tvö og er þar með komin með 110 stig samanlagt. Hún er í þriðja sæti 90 stigum á eftir Toomey. Hin unga Haley Adams er önnur, 20 stigum á undan Katrínu og 70 stigum á eftir Toomey. Tia-Clair Toomey hefur unnið yfirburðasigur á heimsleikunum síðustu ár og lítur ekki út fyrir að vera gefa mikið eftir ekki frekar en Mathew Fraser í karlaflokkunum. Keppendur í grein tvö áttu að hlaupa með þunga sandpoka á bakinu upp 320 metra brekku sem er vissulega í brattari lagi. Pokinn hjá stelpunum var 13,6 kíló. Tia-Clair Toomey tók fyrstuna í byrjun og Katrín Tanja varð í þriðja sætinu framan af hlaupinu en kom sér í upp í annað sætið eftir rúma eina og hálfa mínútu. Katrín Tanja hélt öðru sætinu út hlaupið en tókst ekki að hlaupa uppi Tiu-Clair Toomey. Brooke Wells byrjaði hlaupið vel en endaði í síðasta sætinu alveg eins og í grein eitt. Hill Sprints? @MathewFras is 2/2 at the 2020 Games. pic.twitter.com/AKhpaEiI5C— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Mathew Fraser vann sandpokabrekkuhlaupið nokkuð sannfærandi hjá körlunum og er því kominn með tvö hundruð stig af tvö hundruð mögulegum. Hann er stax kominn með sjötíu stiga forystu. Fraser byrjaði aftarlega í sandpokahlaupinu en stakk síðan af í lokin og vann annan öruggan sigur í röð. Hann kláraði á 2:51,54 mín. en Samuel Kwant varð annar á 3:07,90 mín. Samuel Kwant er annar í heildarkeppninni en hann hefur verið í öðru og þriðja sæti í fyrstu tveimur greinunum. Justin Medeiros varð annar í fyrstu grein en sofnaði aðeins á verðinum í lokin og missti af fjórða sætinu til Jeffrey Adler á síðustu metrunum. Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 200 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 130 stig 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 110 stig 4. Kari Pearce, Bandaríkjunum 90 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 30 stig Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 200 stig 2. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 130 stig 3. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 90 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 70 stig 4. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 70 stig
Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 200 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 130 stig 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 110 stig 4. Kari Pearce, Bandaríkjunum 90 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 30 stig Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 200 stig 2. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 130 stig 3. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 90 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 70 stig 4. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 70 stig
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja fjórða eftir flottan endasprett í fyrstu greininni Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel en hún átti flottan endasprett og forðaði sér frá síðasta sætinu í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. 23. október 2020 16:00 Bein útsending: Fyrsti dagurinn hjá Katrínu Tönju í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit Fyrstu fimm greinarnar á heimsleikunum í CrossFit fara fram í dag og hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu. 23. október 2020 14:45 Katrín Tanja lét Castro ekki hræða sig: Ég vona að þú standir við það Dave Castro var ekkert að fara að takast það að taka Katrínu Tönju Davíðsdóttur á taugum með yfirlýsingum um rosalega erfiða lokagrein á heimsleikunum sem hefjast í dag. 23. október 2020 12:31 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sjá meira
Katrín Tanja fjórða eftir flottan endasprett í fyrstu greininni Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel en hún átti flottan endasprett og forðaði sér frá síðasta sætinu í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. 23. október 2020 16:00
Bein útsending: Fyrsti dagurinn hjá Katrínu Tönju í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit Fyrstu fimm greinarnar á heimsleikunum í CrossFit fara fram í dag og hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu. 23. október 2020 14:45
Katrín Tanja lét Castro ekki hræða sig: Ég vona að þú standir við það Dave Castro var ekkert að fara að takast það að taka Katrínu Tönju Davíðsdóttur á taugum með yfirlýsingum um rosalega erfiða lokagrein á heimsleikunum sem hefjast í dag. 23. október 2020 12:31