Ágúst pantaði fjögurra punkta öryggisbelti á AliExpress en fékk fullt af kynlífsdóti Stefán Árni Pálsson skrifar 27. október 2020 12:30 Ágúst ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum þegar hann opnaði pakkann. „Ég var sem sagt að panta 4 punkta belti sem ég ætlaði að setja á Power Wheels rafmagns bíl sem sonur minn situr í og keyrir. Hann vildi eiga kappaksturs bíl eins og pabbi, en ég á gamlan rallý bíl sem hefur svona belti,“ segir Ágúst Bjarneyjarson, bifvélavirki frá Eyrarbakka, sem lenti heldur betur í skrautlegu atviki þegar hann ætlaði sér að panta slíkt bílbelti á vefsíðunni AliExpress. Þegar pöntunin kom til landsins var kassinn fullur af beltum sem eru oftar notuð í kynlífi, og ekki inni í bifreiðum. Ágúst auglýsti vörurnar í kjölfarið til sölu á Brask og brall og voru viðbrögðin heldur betur mikil þar. „Ég náttúrulega sprakk úr hlátri þegar ég opnaði pakkann og fór strax inn á appið og skoða hvað ég hafi verið að panta. Ég hafði pantað rétt, pöntunin var bílbeltið. Ég tók strax mynd af þessu sem ég fékk og sendi seljandanum. Það var ekkert mál að fá endurgreitt, tók einhverja daga og þá var það komið inn á kortið mitt,“ segir Ágúst sem var samt sem áður enn með vörurnar á Eyrarbakka. „Viðbrögðin inni á Brask og brall hafa alls ekki staðið á sér. Þar eru á þriðja hundrað athugasemdir og yfir þúsund manns sem hafa lækað.“ Hann segir að um tíu manns hafi sent honum skilaboð í kjölfari auglýsingarinnar. „Flest var bara bull en svo tilboð í þetta inn á milli. Allt frá framvísun á ferðaávísuninni og upp í sjö þúsund krónur. En svo gekk það síðarnefnda til baka, en ég náði samningum við einn aðila. Sá millifærði á mig og sendi mér heimilisfang vinar síns og bað mig að senda þetta nafnlaust til viðkomandi í einmitt glærum plastpoka. Ég er alltaf til í gott grín, þannig pokinn fer fljótlega í póst. Þessi aðili bað mig að bíða með það í nokkra daga að senda þetta og leyfa þessu aðeins að gleymast.“ Grín og gaman Kynlíf Árborg Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
„Ég var sem sagt að panta 4 punkta belti sem ég ætlaði að setja á Power Wheels rafmagns bíl sem sonur minn situr í og keyrir. Hann vildi eiga kappaksturs bíl eins og pabbi, en ég á gamlan rallý bíl sem hefur svona belti,“ segir Ágúst Bjarneyjarson, bifvélavirki frá Eyrarbakka, sem lenti heldur betur í skrautlegu atviki þegar hann ætlaði sér að panta slíkt bílbelti á vefsíðunni AliExpress. Þegar pöntunin kom til landsins var kassinn fullur af beltum sem eru oftar notuð í kynlífi, og ekki inni í bifreiðum. Ágúst auglýsti vörurnar í kjölfarið til sölu á Brask og brall og voru viðbrögðin heldur betur mikil þar. „Ég náttúrulega sprakk úr hlátri þegar ég opnaði pakkann og fór strax inn á appið og skoða hvað ég hafi verið að panta. Ég hafði pantað rétt, pöntunin var bílbeltið. Ég tók strax mynd af þessu sem ég fékk og sendi seljandanum. Það var ekkert mál að fá endurgreitt, tók einhverja daga og þá var það komið inn á kortið mitt,“ segir Ágúst sem var samt sem áður enn með vörurnar á Eyrarbakka. „Viðbrögðin inni á Brask og brall hafa alls ekki staðið á sér. Þar eru á þriðja hundrað athugasemdir og yfir þúsund manns sem hafa lækað.“ Hann segir að um tíu manns hafi sent honum skilaboð í kjölfari auglýsingarinnar. „Flest var bara bull en svo tilboð í þetta inn á milli. Allt frá framvísun á ferðaávísuninni og upp í sjö þúsund krónur. En svo gekk það síðarnefnda til baka, en ég náði samningum við einn aðila. Sá millifærði á mig og sendi mér heimilisfang vinar síns og bað mig að senda þetta nafnlaust til viðkomandi í einmitt glærum plastpoka. Ég er alltaf til í gott grín, þannig pokinn fer fljótlega í póst. Þessi aðili bað mig að bíða með það í nokkra daga að senda þetta og leyfa þessu aðeins að gleymast.“
Grín og gaman Kynlíf Árborg Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira