Flókið að samræma foreldra sem hafa enga tengingu nema barnið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2020 09:31 Andrea Eyland og Þorleifur Kamban eiga blandaða fjölskyldu. Þau segja mikilvægt að ræða vel saman, allir sem koma að uppeldi barnanna. Vísir/Vilhelm „Ég er enginn gúrú í þessum málum, þannig að ég hef stigið alls konar skref sem að ég hefði kannski ekki átt að gera og skipt mér of mikið af. Ég er bara að eðlisfari mjög stjórnsöm og það hefur kannski ekkert endilega fallið í góðan jarðveg,“ segir Andrea Eyland um stjúpmóðurhlutverkið sem hún talar um sem lánsmóðir og oft er kallað bónusforeldri. Andrea og kærastinn hennar Þorleifur Kamban eiga tvo syni saman og svo áttu þau bæði börn úr fyrri samböndum svo börnin eru samtals átta talsins. Andrea á barnsfeður og Þorleifur á barnsmæður svo það koma margir aðilar að uppeldi barnanna. Það er því oft á tíðum áskorun að skipuleggja lífið og láta þetta allt ganga upp. Erfiður vegur að feta „Þetta hefur gengið mjög mikið upp og ofan,“ viðurkennir Andrea. „Við höfum alveg verið á barmi þess að sprengja allt í loft upp og labba út frá hvort öðru.“ Hún segir að í byrjun sambandsins hafi þetta gengið vel en svo þegar meiri alvara komst á þeirra samband varð þetta flóknara. „Börnin í sjálfu sér eru kannski minnst flókin í þessu, það er aðallega að samræma foreldra sem að búa ekki saman og hafa í raun enga tengingu nema barnið. Mismunandi viðhorf og gildi fjölskyldna og þetta er bara rosa strembið,“ segir Þorleifur. „Þetta er rosalega erfiður vegur að feta,“ segir Andrea. Í byrjun gekk allt smurt hjá þeim og segir hún að hugsanlega hafi þau verið í einhverjum meðvirknisdansi. „Við vorum öll, við og hinir foreldrarnir í svona já-gír, enginn að setja mörk.“ Samskiptin geta farið illa Hún segir mikilvægt að tala saman strax frá byrjun. „Þegar lengra er liðið förum við að stuða hvort annað og það hefur eins og hann segir, ekki neitt með börnin að gera því þau eru bara kannski í fínum gír.“ Ef hún gæti farið til baka og breytt einhverju, væri það að setjast niður öll saman þessi foreldrahópur og ræða saman um gildi og það sem er best fyrir börnin. „Ef að fólk nær ekki að tala saman þá getur það fari illa og það hefur náttúrulega svolítið gert það hjá okkur bara því miður og við ætlum alveg að vera heiðarleg með það, að einhverju leiti, við eigum líka alveg frábær samskipti við meirihlutann af þessum foreldrum sem er bara dásamlegt og við erum bara innilega þakklát fyrir það.“ Andrea og Þorleifur standa að baki Kviknar foreldrasamfélaginu á Instagram og ræddu við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttir í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar tala þau Andrea og Þorleifur meðal annars um það hvernig Kviknar varð til, hvernig þau kynntust, næsta verkefni Kviknar og margt fleira. Klippa: Kviknar - #eyland & kamban Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sá ekki tilgang þess að vera til Andrea Eyland segir að röð áfalla hafi orðið til þess að einn daginn lenti hún á vegg. Hún vildi ekki lengur vakna daginn eftir. Hún átti börn að lifa fyrir en segist ekki hafa séð það þá. 21. október 2020 20:00 Áhyggjuefni að börn sofa ekki nóg og notkun svefnlyfja margfaldast Dr. Erla Björnsdóttir gaf út barnabók um svefn í vikunni. Bókin er ætluð sem fræðsla fyrir bæði börn og foreldra. Erla telur að það vanti fræðslu um svefn í námsskrá grunnskólanna. 11. október 2020 13:00 „Við eigum að hlúa vel að píkunni okkar“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar ræða þær Andrea Eyland og Sigga Dögg kynfræðingur um allt sem viðkemur píkunni í kringum barneignarferlið. 7. október 2020 08:02 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Ég er enginn gúrú í þessum málum, þannig að ég hef stigið alls konar skref sem að ég hefði kannski ekki átt að gera og skipt mér of mikið af. Ég er bara að eðlisfari mjög stjórnsöm og það hefur kannski ekkert endilega fallið í góðan jarðveg,“ segir Andrea Eyland um stjúpmóðurhlutverkið sem hún talar um sem lánsmóðir og oft er kallað bónusforeldri. Andrea og kærastinn hennar Þorleifur Kamban eiga tvo syni saman og svo áttu þau bæði börn úr fyrri samböndum svo börnin eru samtals átta talsins. Andrea á barnsfeður og Þorleifur á barnsmæður svo það koma margir aðilar að uppeldi barnanna. Það er því oft á tíðum áskorun að skipuleggja lífið og láta þetta allt ganga upp. Erfiður vegur að feta „Þetta hefur gengið mjög mikið upp og ofan,“ viðurkennir Andrea. „Við höfum alveg verið á barmi þess að sprengja allt í loft upp og labba út frá hvort öðru.“ Hún segir að í byrjun sambandsins hafi þetta gengið vel en svo þegar meiri alvara komst á þeirra samband varð þetta flóknara. „Börnin í sjálfu sér eru kannski minnst flókin í þessu, það er aðallega að samræma foreldra sem að búa ekki saman og hafa í raun enga tengingu nema barnið. Mismunandi viðhorf og gildi fjölskyldna og þetta er bara rosa strembið,“ segir Þorleifur. „Þetta er rosalega erfiður vegur að feta,“ segir Andrea. Í byrjun gekk allt smurt hjá þeim og segir hún að hugsanlega hafi þau verið í einhverjum meðvirknisdansi. „Við vorum öll, við og hinir foreldrarnir í svona já-gír, enginn að setja mörk.“ Samskiptin geta farið illa Hún segir mikilvægt að tala saman strax frá byrjun. „Þegar lengra er liðið förum við að stuða hvort annað og það hefur eins og hann segir, ekki neitt með börnin að gera því þau eru bara kannski í fínum gír.“ Ef hún gæti farið til baka og breytt einhverju, væri það að setjast niður öll saman þessi foreldrahópur og ræða saman um gildi og það sem er best fyrir börnin. „Ef að fólk nær ekki að tala saman þá getur það fari illa og það hefur náttúrulega svolítið gert það hjá okkur bara því miður og við ætlum alveg að vera heiðarleg með það, að einhverju leiti, við eigum líka alveg frábær samskipti við meirihlutann af þessum foreldrum sem er bara dásamlegt og við erum bara innilega þakklát fyrir það.“ Andrea og Þorleifur standa að baki Kviknar foreldrasamfélaginu á Instagram og ræddu við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttir í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar tala þau Andrea og Þorleifur meðal annars um það hvernig Kviknar varð til, hvernig þau kynntust, næsta verkefni Kviknar og margt fleira. Klippa: Kviknar - #eyland & kamban Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sá ekki tilgang þess að vera til Andrea Eyland segir að röð áfalla hafi orðið til þess að einn daginn lenti hún á vegg. Hún vildi ekki lengur vakna daginn eftir. Hún átti börn að lifa fyrir en segist ekki hafa séð það þá. 21. október 2020 20:00 Áhyggjuefni að börn sofa ekki nóg og notkun svefnlyfja margfaldast Dr. Erla Björnsdóttir gaf út barnabók um svefn í vikunni. Bókin er ætluð sem fræðsla fyrir bæði börn og foreldra. Erla telur að það vanti fræðslu um svefn í námsskrá grunnskólanna. 11. október 2020 13:00 „Við eigum að hlúa vel að píkunni okkar“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar ræða þær Andrea Eyland og Sigga Dögg kynfræðingur um allt sem viðkemur píkunni í kringum barneignarferlið. 7. október 2020 08:02 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Sá ekki tilgang þess að vera til Andrea Eyland segir að röð áfalla hafi orðið til þess að einn daginn lenti hún á vegg. Hún vildi ekki lengur vakna daginn eftir. Hún átti börn að lifa fyrir en segist ekki hafa séð það þá. 21. október 2020 20:00
Áhyggjuefni að börn sofa ekki nóg og notkun svefnlyfja margfaldast Dr. Erla Björnsdóttir gaf út barnabók um svefn í vikunni. Bókin er ætluð sem fræðsla fyrir bæði börn og foreldra. Erla telur að það vanti fræðslu um svefn í námsskrá grunnskólanna. 11. október 2020 13:00
„Við eigum að hlúa vel að píkunni okkar“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar ræða þær Andrea Eyland og Sigga Dögg kynfræðingur um allt sem viðkemur píkunni í kringum barneignarferlið. 7. október 2020 08:02