Lífið

Kántr­í­söngvarinn Billy Joe Sha­ver er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Billy Joe Shaver á tónleikum á síðasta ári.
Billy Joe Shaver á tónleikum á síðasta ári. Getty

Bandaríski kántrísöngvarinn og lagasmiðurinn Billy Joe Shaver er látinn, 81 árs að aldri.

Rolling Stone greinir frá þessu, en Shaver lést í kjölfar heilablóðfalls.

Shaver skrifaði meðal annars lög á borð við Georgia on a fast train, Old five and dimers like me og Live forever.

Hann samdi líka megnið af lögunum á Honky Tonk Heroes, fyrstu plötu kántrísöngvarans Waylon Jennings, og þá fluttu risar í tónlistarheiminum á borð við Elvis Presley, Kris Kristofferson og Johnny Cash nokkur laga úr smiðju Shaver.

Shavar var ákærður árið 2007 fyrir að hafa skotið mann í andlitið í grennd við heimili sitt í Waco í Texas, en hann var sýknaður þar sem dómarinn taldi að um sjálfsvörn hafi verið að ræða.

Hann gaf út síðustu plötu sína árið 2014, Long in the Tooth.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×