Arnór notaði hugleiðslu til að vinna sig út úr þunglyndi Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2020 13:30 Arnór Guðjohnsen einn besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann hefur gengið í gegnum margt undanfarin ár sem hann opnar sig um í samtali við Sölva Tryggvason í hlaðvarpi hans. Þar talar hann um það hvernig hugleiðsla kom honum út úr þunglyndi. „Árið 2014 lendi ég í bílslysi. Ég braut fimm rifbein, vinstra hnéð fór í mask og aftara krossbandið og seinna í ferlinu kom svo í ljós að ég hafði brotið 2 hálsliði, sem uppgötvast ekki fyrr en ári seinna. Þetta fer að ágerast og svo kemur í ljós að hálsliðirnir hanga bara uppi á bólgum sem höfðu harðnað og þær fóru svo að þrýsta á mænuna. Það er haft samband við skurðlækni sem vill gera við þetta fljótt og lýsir því fyrir mér að ég verði settur í svæfingu og öndunarvél og ég hugsaði bara með mér að ég yrði að kveðja fólkið mitt,“ segir Arnór en aðgerðin gekk aftur á móti vonum framar. „En svo eftir aðgerðina er ég búinn að vera bara heima og er orðinn talsvert þunglyndur og sat bara uppi í sófa og horfði á sjónvarpið. Svo ýtir konan mín í mig og segir mér að fara að koma mér af stað, en það er ekki fyrr en ég byrja aftur að hugleiða sem ég fann að allt fór að fara í rétta átt. Fram að því hafði ég bara tengt þetta við fótboltann, en þarna fann ég að þetta jók sjálfstraustið og bætti líðan á allan hátt. Og það er eiginlega út af minni eigin reynslu sem ég vil vekja athygli á mikilvægi þess að skoða þennan þátt bæði hjá íþróttafólki og fólki almennt.” Arnór hafði komist í kynni við hugleiðslu eftir að hafa hitt kraftaverkalækni á Húsavík þegar hann var að spila. „Ég var búinn að vera meira og minna meiddur í tvö ár eftir að hafa rifið vinstri lærvöðva. Vöðvinn togaði meira að segja beinið með þegar hann rifnaði af því að hann var svo sterkur og rassbeinið togaðist frá. Svo er það þannig að ég er heima í sumarfríi og fer norður á Húsavík til ömmu og það fyrsta sem hún segir: „Nú ert þú að fara að hitta Einar lækni frænda þinn á Einarsstöðum. Hann er læknamiðill“. Mér leist mátulega vel á það, en lét slag standa. Þegar við bönkuðum á dyrnar kemur til dyra pínulítill maður sem var eins og álfur í útliti. En þegar hann tók í höndina á mér tók ég eftir því að hann var með risalúkur,“ en eftir smá spjall bað hann Arnór um að koma méð sér inn í herbergi. „Nóttina áður hafði mig dreymt draum þar sem ég ligg á skurðborði og yfir mér stumrar læknir með yfirvaraskegg. Ég sé síðan að á borðinu hjá Einari er mynd af þessum sama manni. Mér krossbrá og segi honum frá þessu og þá svarar hann. Já, hann gerir svolítið í því að láta dreyma sig áður en fólk kemur til mín. Þetta átti víst að vera einhver danskur læknir sem var látinn. Svo byrjar Einar þessi að leggja á mig hendur og er með hendurnar yfir mér í svona klukkutíma. Segir svo við mig að ég eigi að hugsa til hans í fimm mínútur næstu tvö kvöld og þá eigi þetta að vera komið. Ég man að ég hugsaði að ég yrði að skamma ömmu fyrir þessa vitleysu, en ég lét til leiðast og settist á stól næstu tvö kvöld og hugsaði til hans. Ég get svo svarið það að svona tveimur dögum seinna voru allir verkir farnir eftir tveggja ára basl. Þetta vakti upp rosalegar spurningar hjá mér og breytti mér að vissu leyti.” Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Arnór Guðjohnsen einn besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann hefur gengið í gegnum margt undanfarin ár sem hann opnar sig um í samtali við Sölva Tryggvason í hlaðvarpi hans. Þar talar hann um það hvernig hugleiðsla kom honum út úr þunglyndi. „Árið 2014 lendi ég í bílslysi. Ég braut fimm rifbein, vinstra hnéð fór í mask og aftara krossbandið og seinna í ferlinu kom svo í ljós að ég hafði brotið 2 hálsliði, sem uppgötvast ekki fyrr en ári seinna. Þetta fer að ágerast og svo kemur í ljós að hálsliðirnir hanga bara uppi á bólgum sem höfðu harðnað og þær fóru svo að þrýsta á mænuna. Það er haft samband við skurðlækni sem vill gera við þetta fljótt og lýsir því fyrir mér að ég verði settur í svæfingu og öndunarvél og ég hugsaði bara með mér að ég yrði að kveðja fólkið mitt,“ segir Arnór en aðgerðin gekk aftur á móti vonum framar. „En svo eftir aðgerðina er ég búinn að vera bara heima og er orðinn talsvert þunglyndur og sat bara uppi í sófa og horfði á sjónvarpið. Svo ýtir konan mín í mig og segir mér að fara að koma mér af stað, en það er ekki fyrr en ég byrja aftur að hugleiða sem ég fann að allt fór að fara í rétta átt. Fram að því hafði ég bara tengt þetta við fótboltann, en þarna fann ég að þetta jók sjálfstraustið og bætti líðan á allan hátt. Og það er eiginlega út af minni eigin reynslu sem ég vil vekja athygli á mikilvægi þess að skoða þennan þátt bæði hjá íþróttafólki og fólki almennt.” Arnór hafði komist í kynni við hugleiðslu eftir að hafa hitt kraftaverkalækni á Húsavík þegar hann var að spila. „Ég var búinn að vera meira og minna meiddur í tvö ár eftir að hafa rifið vinstri lærvöðva. Vöðvinn togaði meira að segja beinið með þegar hann rifnaði af því að hann var svo sterkur og rassbeinið togaðist frá. Svo er það þannig að ég er heima í sumarfríi og fer norður á Húsavík til ömmu og það fyrsta sem hún segir: „Nú ert þú að fara að hitta Einar lækni frænda þinn á Einarsstöðum. Hann er læknamiðill“. Mér leist mátulega vel á það, en lét slag standa. Þegar við bönkuðum á dyrnar kemur til dyra pínulítill maður sem var eins og álfur í útliti. En þegar hann tók í höndina á mér tók ég eftir því að hann var með risalúkur,“ en eftir smá spjall bað hann Arnór um að koma méð sér inn í herbergi. „Nóttina áður hafði mig dreymt draum þar sem ég ligg á skurðborði og yfir mér stumrar læknir með yfirvaraskegg. Ég sé síðan að á borðinu hjá Einari er mynd af þessum sama manni. Mér krossbrá og segi honum frá þessu og þá svarar hann. Já, hann gerir svolítið í því að láta dreyma sig áður en fólk kemur til mín. Þetta átti víst að vera einhver danskur læknir sem var látinn. Svo byrjar Einar þessi að leggja á mig hendur og er með hendurnar yfir mér í svona klukkutíma. Segir svo við mig að ég eigi að hugsa til hans í fimm mínútur næstu tvö kvöld og þá eigi þetta að vera komið. Ég man að ég hugsaði að ég yrði að skamma ömmu fyrir þessa vitleysu, en ég lét til leiðast og settist á stól næstu tvö kvöld og hugsaði til hans. Ég get svo svarið það að svona tveimur dögum seinna voru allir verkir farnir eftir tveggja ára basl. Þetta vakti upp rosalegar spurningar hjá mér og breytti mér að vissu leyti.”
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira