„Skulda engum það að segja að ég sé trans sama hvað er að gerast“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2020 07:01 Ugla hefur verið virkur talsmaður transfólks á Íslandi um í raun um heim allan. mynd/Sharon Kilgannon Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir hefur í mörg ár verið ötul talskona hinsegin fólks og er sjálf transkona og kynsegin. Hún er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans og fara þau yfir víðan völl í spjallinu. Fólk sá hana koma í heiminn sem bóndastrák en hún fann fljótlega sjálf að það var ekki rétt. Hún sökkti sér ofan í tölvuleiki og fann sig að hluta til þar. Ugla kom síðan út úr skápnum á unglingsárum og hefur verið þekkt andlit síðan, talað máli transfólks og alls hinsegin fólks. Hún er dýravinur, nörd, var að kaupa sér risastóra og öfluga borðtölvu til þess að spila tölvuleiki á borð við World of Warcraft og Baldur’s Gate 3, stendur að kvikmynda- og vitundarhreyfingunni My Genderation með maka sínum Fox, býr í Brighton. Snæbjörn átti yfir þriggja klukkustunda spjall við Uglu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum en Ugla hefur alltaf talað um hlutina eins og þeir eru og eins og þarf að segja þá. Ugla fékk meðal annars spurninguna hvort hún upplifði einhver tímann að hún skuldaði fólki sem hún væri að kynnast að segja þeim að hún væri trans. „Þetta er góð spurning og ég hef ekki nákvæmlega svör við því hvenær þetta á að skipta einhverju máli. Ef þú ert hrifin af einhverri manneskju þá hlýtur þú bara að vera hrifin af henni,“ segir Ugla og heldur áfram. „Ég persónulega hef alltaf verið mjög opin með þetta því ég nenni ekki að eyða tíma mínum í eitthvað fólk sem er að fara vera með fordóma og því hefur þetta alltaf verið upp á borðinu hjá mér.“ Hún segist ekki vilja setja sig í þær aðstæður að fólk viti ekki að hún sér trans og er ástæðan meðal annars öryggisins vegna. „Ég get jafnvel lent í ofbeldi ef ég er einhverjum svona aðstæðum. Þannig hef ég haft þetta opið en það er ekkert þannig hjá öllum og trans skuldar engum neitt. Ég skulda engum það að segja að ég sé trans sama hvað er að gerast. Það að fólk finnist ég skulda þeim eitthvað segir rosalega mikið um það hvernig fólk horfir á transfólk. Að fólk þurfi að vita allar upplýsingar um transfólk. Þú veist ekkert allt um einhverja manneskju sem þú svafst hjá á djamminu.“ Hinsegin Snæbjörn talar við fólk Málefni transfólks Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir hefur í mörg ár verið ötul talskona hinsegin fólks og er sjálf transkona og kynsegin. Hún er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans og fara þau yfir víðan völl í spjallinu. Fólk sá hana koma í heiminn sem bóndastrák en hún fann fljótlega sjálf að það var ekki rétt. Hún sökkti sér ofan í tölvuleiki og fann sig að hluta til þar. Ugla kom síðan út úr skápnum á unglingsárum og hefur verið þekkt andlit síðan, talað máli transfólks og alls hinsegin fólks. Hún er dýravinur, nörd, var að kaupa sér risastóra og öfluga borðtölvu til þess að spila tölvuleiki á borð við World of Warcraft og Baldur’s Gate 3, stendur að kvikmynda- og vitundarhreyfingunni My Genderation með maka sínum Fox, býr í Brighton. Snæbjörn átti yfir þriggja klukkustunda spjall við Uglu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum en Ugla hefur alltaf talað um hlutina eins og þeir eru og eins og þarf að segja þá. Ugla fékk meðal annars spurninguna hvort hún upplifði einhver tímann að hún skuldaði fólki sem hún væri að kynnast að segja þeim að hún væri trans. „Þetta er góð spurning og ég hef ekki nákvæmlega svör við því hvenær þetta á að skipta einhverju máli. Ef þú ert hrifin af einhverri manneskju þá hlýtur þú bara að vera hrifin af henni,“ segir Ugla og heldur áfram. „Ég persónulega hef alltaf verið mjög opin með þetta því ég nenni ekki að eyða tíma mínum í eitthvað fólk sem er að fara vera með fordóma og því hefur þetta alltaf verið upp á borðinu hjá mér.“ Hún segist ekki vilja setja sig í þær aðstæður að fólk viti ekki að hún sér trans og er ástæðan meðal annars öryggisins vegna. „Ég get jafnvel lent í ofbeldi ef ég er einhverjum svona aðstæðum. Þannig hef ég haft þetta opið en það er ekkert þannig hjá öllum og trans skuldar engum neitt. Ég skulda engum það að segja að ég sé trans sama hvað er að gerast. Það að fólk finnist ég skulda þeim eitthvað segir rosalega mikið um það hvernig fólk horfir á transfólk. Að fólk þurfi að vita allar upplýsingar um transfólk. Þú veist ekkert allt um einhverja manneskju sem þú svafst hjá á djamminu.“
Hinsegin Snæbjörn talar við fólk Málefni transfólks Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira