Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 30. október 2020 13:40 Þorsteinn Már Baldvinsson fær 2,5 milljónir í skaðabætur. Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. Dómur í málunum tveimur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Jafnframt þarf Seðlabankinn að greiða Þorsteini Má tvö hundruð þúsund krónur í miskabætur. Samherji þarf hins vegar að greiða Seðlabankanum 3,7 milljónir í málskostnað vegna málsins. Málin voru rekin fyrir héraðsdómi í september en um var að ræða tvö mál. Annars vegar mál Samherja gegn bankanum þar sem krafist var 306 milljóna króna í skaðabætur auk tíu milljóna í miskabætur og hins vegar einkamál Þorsteins Más sem krafðist þess að fá 6,5 milljóna króna í bætur frá bankanum. Krafa Samherja gegn Seðlabankanum byggði á endurkröfu á launagreiðslum starfsmanna fyrirtækisins sem komu að því að verja það í málarekstri Seðlabankans gegn fyrirtækinu, alls 306 milljónir. Seðlabankinn sekur um saknæma og ólögmæta háttsemi í máli Þorsteins Más Í dómi héraðsdóms í máli Þorsteins Más er sjónarmiðum Seðlabankans um að röng túlkun bankans á refsiheimildum og beiting á sektarheimild í málinu hafi verið afsakanleg í ljósi atvika þess hafnað. Dómurinn leggur því til grundvallar að sú ranga túlkun á refsiheimildum sem bankinn viðhafði við meðferð máls Þorsteins Más og þegar bankinn tók ákvörðun um að leggja á hann sekt 1. september 2016 hafi falið í sér saknæma og ólögmæta háttsemi, og fyrir það bæri að greiða skaðabætur, alls 2,7 milljónir. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, á leið til fundar við bankaráð Seðlabankans í nóvember árið 2018.Vísir/Vilhelm Þá féllst dómurinn einnig á það að sú ákvörðun Seðlabankans að leggja stjórnvaldssekt á Þorstein Má hafi falið í sér ólögmæta meingerð gegn persónu hans í skilningi skaðabótalaga. Því var fallist á að Þorsteini Má bæri miskabætur vegna þessarar háttsemi bankans. Mat dómurinn svo að 200.000 krónur væru hæfilegar miskabætur. Dómurinn hafnaði því hins vegar að Seðlabankinn hafi með stjórnvaldsákvörðun sinni í málinu gerst sekur um ólögmæta meingerð sem laskað hafi orðspor Þorsteins Más. Engin gögn lægju fyrir í málinu um að opinber umræða hafi átt sér stað um þær ákvarðanir sem beindust að Þorsteini Má persónulega í þessu máli að öðru leyti en því sem hann kaus sjálfur að fjalla um þau mál, eins og ráðið verður af þeirri fjölmiðlaumfjöllun sem Þorsteinn Már lagði fyrir dóminn, eins og það er orðað í dómi héraðsdóms. Vildu fá kostnaðinn endurgreiddan Samherja var ætlað að hafa brotið lög á meðan fjármagnshöft voru við lýði á árunum eftir hrunið haustið 2008. Var ráðist í húsleitir á skrifstofum Samherja bæði í Reykjavík og Akureyri í mars 2012 í tengslum við málið. Að lokinni rannsókn Seðlabankans fór málið í hendur sérstaks saksóknara sem felldi það niður tvisvar sinnum. Ástæðan var sú að ekki væri refsiheimlid í reglugerð til að refsa fyrir meint brot. Seðlabankinn lagði þá fimmtán milljóna króna stjórnvaldssekt á Samherja sem var felld úr gildi með Hæstaréttardómi í nóvember fyrir tveimur árum. Samherji og Þorsteinn Már höfðuðu því mál gegn Seðlabankanum, meðal annars til þess að fá endurgreiddan kostnað sem hlaust af við það að hafa þurft að grípa til varna vegna málareksturs bankans, sá kostnaður sagði fyrirtækið hafa verið 306 milljónir. Lögmaður Samherja sagði við málflutning að stærstur hluti kröfunnar væri tilkominn vegna kostnaðar við lögmenn og endurskoðendur, eða hátt í 247 milljónir króna. Um 59 milljónir króna væru vegna ýmiss kostnaðar sem fyrirtækið varð fyrir. Vísaði hann til þess að rannsóknin hafi staðið yfir í hátt í átta ár og því hafi kostnaðurinn safnast saman yfir þann tíma. Þá hafi rannsóknin beinst að um þrjátíu fyrirtækjum í samstæðu Samherja. Umfanginu hafi fylgt mikill kostnaður. Við málsmeðferðina kom fram að 131 milljón af þeirri tölu væri vegna launa til Jóns Óttars Ólafssonar, sem starfað hefur fyrir Samherja undanfarin ár. Hiti í dómsal Hiti var í dómsal þegar málin voru tekin fyrir við óvenjulegar aðstæður en sökum plássleysis þurfti fréttamenn meðal annars að fylgjast með fyrir utan dómsalinn. Þá sagði Þorsteinn Már við aðalmeðferðina að málarekstur Seðlabankans hefði verið gjörsamlega galinn. Þurfti Kjartan Björgvinsson, dómari í málinu, að biðja Þorstein að róa sig þegar forstjórinn sat undir spurningum lögmanns Seðlabankans um starfsemi Samherja í Afríku. Það vakti einnig mikla athygli þegar Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks, og Þorsteinn Már mættust í dómsal en óhætt er að segja að andað hafi köldu milli þeirra tveggja undanfarin ár vegna þessa máls og nú nýlega umfjöllunar Kveiks um viðskipti Samherja í Afríku. Þá vakti Kjarninn einnig athygli á því að við meðferð máls Samherja á hendur Seðlabankanum hafi í fyrsta sinn opinberlega komið fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. Þar hafi Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður bankans sagt að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi verið þríþætt. Það atriði sem þyngst hafi vegið hafi verið meint brot dóttur- og dótturdótturfélaga Samherja á erlendri grundu á skilaskyldu á erlendum gjaldeyri til Seðlabankans. Hinir tveir efnisþættir málsins sneru að meintum brotum erlendra félaga sem tengdust Samherja gegn skilaskyldunni annars vegar og meintum brotum tengdum milliverðlagningu á þremur fiskitegundum hins vegar. Sagði Jóhannes að fyrstnefndu meintu brot, er tengdust erlendum félögum tengdum Samherja, hafi samkvæmt rannsóknarskýrslu gjaldeyriseftirlitsins numið 67 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri. Umræddum gjaldeyri hafi ekki verið skilað til Íslands, en Seðlabankinn taldi að erlendu félögin ætti að flokka til innlendra aðila sem skila ættu gjaldeyri, þar sem gjaldeyrishöft voru í gildi þegar brotin áttu að hafa verið framin. Bankinn hafi talið að félögunum væri stjórnað frá Íslandi og af Íslendingum og því ætti að flokka erlendu félögin sem innlenda aðila. Samherji og Seðlabankinn Dómsmál Tengdar fréttir Kæra Seðlabankans á hendur Samherja komin fram Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. 9. september 2020 19:39 131 milljón króna til Jóns Óttars Af þeim 306 milljónum króna sem Samherji krefst þess að Seðlabanki Íslands greiði fyrirtækinu í skaðabætur vegna kostnaðar sem féll til við rannsókns bankans á Samherja eru rúmlega 130 milljónir vegna launa til Jóns Óttars Ólafssonar. 9. september 2020 14:10 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. Dómur í málunum tveimur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Jafnframt þarf Seðlabankinn að greiða Þorsteini Má tvö hundruð þúsund krónur í miskabætur. Samherji þarf hins vegar að greiða Seðlabankanum 3,7 milljónir í málskostnað vegna málsins. Málin voru rekin fyrir héraðsdómi í september en um var að ræða tvö mál. Annars vegar mál Samherja gegn bankanum þar sem krafist var 306 milljóna króna í skaðabætur auk tíu milljóna í miskabætur og hins vegar einkamál Þorsteins Más sem krafðist þess að fá 6,5 milljóna króna í bætur frá bankanum. Krafa Samherja gegn Seðlabankanum byggði á endurkröfu á launagreiðslum starfsmanna fyrirtækisins sem komu að því að verja það í málarekstri Seðlabankans gegn fyrirtækinu, alls 306 milljónir. Seðlabankinn sekur um saknæma og ólögmæta háttsemi í máli Þorsteins Más Í dómi héraðsdóms í máli Þorsteins Más er sjónarmiðum Seðlabankans um að röng túlkun bankans á refsiheimildum og beiting á sektarheimild í málinu hafi verið afsakanleg í ljósi atvika þess hafnað. Dómurinn leggur því til grundvallar að sú ranga túlkun á refsiheimildum sem bankinn viðhafði við meðferð máls Þorsteins Más og þegar bankinn tók ákvörðun um að leggja á hann sekt 1. september 2016 hafi falið í sér saknæma og ólögmæta háttsemi, og fyrir það bæri að greiða skaðabætur, alls 2,7 milljónir. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, á leið til fundar við bankaráð Seðlabankans í nóvember árið 2018.Vísir/Vilhelm Þá féllst dómurinn einnig á það að sú ákvörðun Seðlabankans að leggja stjórnvaldssekt á Þorstein Má hafi falið í sér ólögmæta meingerð gegn persónu hans í skilningi skaðabótalaga. Því var fallist á að Þorsteini Má bæri miskabætur vegna þessarar háttsemi bankans. Mat dómurinn svo að 200.000 krónur væru hæfilegar miskabætur. Dómurinn hafnaði því hins vegar að Seðlabankinn hafi með stjórnvaldsákvörðun sinni í málinu gerst sekur um ólögmæta meingerð sem laskað hafi orðspor Þorsteins Más. Engin gögn lægju fyrir í málinu um að opinber umræða hafi átt sér stað um þær ákvarðanir sem beindust að Þorsteini Má persónulega í þessu máli að öðru leyti en því sem hann kaus sjálfur að fjalla um þau mál, eins og ráðið verður af þeirri fjölmiðlaumfjöllun sem Þorsteinn Már lagði fyrir dóminn, eins og það er orðað í dómi héraðsdóms. Vildu fá kostnaðinn endurgreiddan Samherja var ætlað að hafa brotið lög á meðan fjármagnshöft voru við lýði á árunum eftir hrunið haustið 2008. Var ráðist í húsleitir á skrifstofum Samherja bæði í Reykjavík og Akureyri í mars 2012 í tengslum við málið. Að lokinni rannsókn Seðlabankans fór málið í hendur sérstaks saksóknara sem felldi það niður tvisvar sinnum. Ástæðan var sú að ekki væri refsiheimlid í reglugerð til að refsa fyrir meint brot. Seðlabankinn lagði þá fimmtán milljóna króna stjórnvaldssekt á Samherja sem var felld úr gildi með Hæstaréttardómi í nóvember fyrir tveimur árum. Samherji og Þorsteinn Már höfðuðu því mál gegn Seðlabankanum, meðal annars til þess að fá endurgreiddan kostnað sem hlaust af við það að hafa þurft að grípa til varna vegna málareksturs bankans, sá kostnaður sagði fyrirtækið hafa verið 306 milljónir. Lögmaður Samherja sagði við málflutning að stærstur hluti kröfunnar væri tilkominn vegna kostnaðar við lögmenn og endurskoðendur, eða hátt í 247 milljónir króna. Um 59 milljónir króna væru vegna ýmiss kostnaðar sem fyrirtækið varð fyrir. Vísaði hann til þess að rannsóknin hafi staðið yfir í hátt í átta ár og því hafi kostnaðurinn safnast saman yfir þann tíma. Þá hafi rannsóknin beinst að um þrjátíu fyrirtækjum í samstæðu Samherja. Umfanginu hafi fylgt mikill kostnaður. Við málsmeðferðina kom fram að 131 milljón af þeirri tölu væri vegna launa til Jóns Óttars Ólafssonar, sem starfað hefur fyrir Samherja undanfarin ár. Hiti í dómsal Hiti var í dómsal þegar málin voru tekin fyrir við óvenjulegar aðstæður en sökum plássleysis þurfti fréttamenn meðal annars að fylgjast með fyrir utan dómsalinn. Þá sagði Þorsteinn Már við aðalmeðferðina að málarekstur Seðlabankans hefði verið gjörsamlega galinn. Þurfti Kjartan Björgvinsson, dómari í málinu, að biðja Þorstein að róa sig þegar forstjórinn sat undir spurningum lögmanns Seðlabankans um starfsemi Samherja í Afríku. Það vakti einnig mikla athygli þegar Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks, og Þorsteinn Már mættust í dómsal en óhætt er að segja að andað hafi köldu milli þeirra tveggja undanfarin ár vegna þessa máls og nú nýlega umfjöllunar Kveiks um viðskipti Samherja í Afríku. Þá vakti Kjarninn einnig athygli á því að við meðferð máls Samherja á hendur Seðlabankanum hafi í fyrsta sinn opinberlega komið fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. Þar hafi Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður bankans sagt að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi verið þríþætt. Það atriði sem þyngst hafi vegið hafi verið meint brot dóttur- og dótturdótturfélaga Samherja á erlendri grundu á skilaskyldu á erlendum gjaldeyri til Seðlabankans. Hinir tveir efnisþættir málsins sneru að meintum brotum erlendra félaga sem tengdust Samherja gegn skilaskyldunni annars vegar og meintum brotum tengdum milliverðlagningu á þremur fiskitegundum hins vegar. Sagði Jóhannes að fyrstnefndu meintu brot, er tengdust erlendum félögum tengdum Samherja, hafi samkvæmt rannsóknarskýrslu gjaldeyriseftirlitsins numið 67 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri. Umræddum gjaldeyri hafi ekki verið skilað til Íslands, en Seðlabankinn taldi að erlendu félögin ætti að flokka til innlendra aðila sem skila ættu gjaldeyri, þar sem gjaldeyrishöft voru í gildi þegar brotin áttu að hafa verið framin. Bankinn hafi talið að félögunum væri stjórnað frá Íslandi og af Íslendingum og því ætti að flokka erlendu félögin sem innlenda aðila.
Samherji og Seðlabankinn Dómsmál Tengdar fréttir Kæra Seðlabankans á hendur Samherja komin fram Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. 9. september 2020 19:39 131 milljón króna til Jóns Óttars Af þeim 306 milljónum króna sem Samherji krefst þess að Seðlabanki Íslands greiði fyrirtækinu í skaðabætur vegna kostnaðar sem féll til við rannsókns bankans á Samherja eru rúmlega 130 milljónir vegna launa til Jóns Óttars Ólafssonar. 9. september 2020 14:10 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Kæra Seðlabankans á hendur Samherja komin fram Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. 9. september 2020 19:39
131 milljón króna til Jóns Óttars Af þeim 306 milljónum króna sem Samherji krefst þess að Seðlabanki Íslands greiði fyrirtækinu í skaðabætur vegna kostnaðar sem féll til við rannsókns bankans á Samherja eru rúmlega 130 milljónir vegna launa til Jóns Óttars Ólafssonar. 9. september 2020 14:10