„Auðvitað munu alltaf einhverjir sitja eftir með sárt ennið“ Ísak Hallmundarson skrifar 31. október 2020 10:12 Jón Sveinsson, þjálfari Fram. skjáskot KSÍ tók þá erfiðu ákvörðun í gær að flauta af Íslandsmótið í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflur gilda. Sú ákvörðun kemur sér misvel fyrir knattspyrnulið á Íslandi, sum þeirra njóta góðs af á meðan önnur sem sáu fram á að bæta stöðu sína með góðum lokaspretti sitja eftir í súpunni. Eitt þeirra liða er gamla stórveldið Fram, en liðið var í góðri stöðu til að koma sér aftur upp í efstu deild eftir sex ár fjarveru. Fram var í 3. sæti með jafnmörg stig og Leiknir R. sem endaði í öðru sæti og fer beint upp í Pepsi Max deildina. „Maður er auðvitað súr og svekktur að hafa ekki fengið tækifæri á að klára þetta sjálfir, en þetta er búið að vera skrýtið og krefjandi tímabil og utanaðkomandi ástand sem hefur haft mikil áhrif á okkur, en á endanum þurfti að taka einhverja ákvörðun sem var þessi, því miður,“ sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram. Fram var eins og áður segir með jafnmörg stig og Leiknir en verri markatölu þegar tvær umferðir voru eftir áður en mótið var flautað af. Aðspurður hvort KSÍ hefði getað tekið annarskonar ákvörðun og látið úrslitaleik útkljá hvaða lið færu upp segir Jón að færa megi rök fyrir því. „Það er alveg ljóst miðað við leikjaprógramið sem var eftir að ekkert lið var búið að tryggja sig upp og það hefði allteins getað endað þannig að Keflavík hefði setið eftir eins og við eða Leiknir. Þannig auðvitað hefði verið hægt að útkljá þetta með úrslitaleik, auðvitað erum við í sárum og finnst kannski miðað við að allir leikir klárist ekki, þá eru ákveðin rök fyrir því að spila frekar úrslitaleik um sæti heldur en að láta markatölu gilda. Þetta er erfið ákvörðun og auðvitað munu alltaf einhverjir sitja eftir með sárt ennið, það var erfitt að taka einhverja ákvörðun sem hefði komið til móts við öll sjónarmið í þessu, á endanum hefði þetta aldrei verið sanngjörn niðurstaða fyrir alla, það gekk aldrei upp,“ sagði Jón. Þá hefði einnig verið hægt að fara þá leið að fjölga liðum í deildinni í ljósi aðstæðna, en fyrr á árinu var Knattspyrnufélagið ÍA búið að leggja fram þá tillögu á ársþingi KSÍ að fjölga liðum úr tólf í fjórtán. „Það er nefnd að störfum að fjalla um tillögur Skagans á síðasta þingi um að þrjú lið færu upp og eitt niður. Burtséð frá þessu held ég að það sé tímabært og nauðsynlegt að fjölga leikjum. Við sjáum miðað við árið í ár, þrátt fyrir stopp og að byrja seint að það er tækifæri til að spila fleiri leiki í knattspyrnu á Íslandi. Auðvitað hefði maður verið rosalega sáttur við það, það hefði þýtt að við hefðum farið upp, ef maður horfir á þetta út frá eigin hagsmunum. Maður finnur að það er vilji margra að fjölga leikjum og ein leiðin er að fjölga í deildinni, hin er að útfæra mótið á einhvern annan hátt.“ Jón sagðist að lokum vera sáttur með tímabilið í heild sinni og að liðið ætli að gera betur á næsta ári og fara alla leið upp í efstu deild. „Við erum bara sáttir með tímabilið þrátt fyrir sérstakar aðstæður. Það var ljóst um mitt mót að þetta yrði hörð barátta um að fara upp og við vorum í þeirri baráttu til enda mótsins. Auðvitað er svekkjandi að fá ekki tækifæri til að klára mótið en við ætlum bara að gera betur á næsta ári og fara upp þá. Við erum með breiðan hóp og reynum að halda í sama kjarna en það kemur betur í ljós á næstu mánuðum, eflaust eru einhverjir sem munu leita annað og Unnar Steinn er auðvitað að ganga til liðs við Fylki núna í nóvember, sem er mikill missir fyrir okkur,“ sagði Jón að lokum um framhaldið hjá liðinu. Lengjudeildin Fram KSÍ Tengdar fréttir Formaður knattspyrnudeildar KR telur KSÍ ekki hafa haft heimild til að enda mótið Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur KSÍ ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. 30. október 2020 22:30 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Hjörvar: Hér á að spila fótbolta eins og alls staðar annars staðar í heiminum Hjörvar Hafliðason vill sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ, standa í lappirnar og setja fótboltann í 1. sæti. 30. október 2020 10:55 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
KSÍ tók þá erfiðu ákvörðun í gær að flauta af Íslandsmótið í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflur gilda. Sú ákvörðun kemur sér misvel fyrir knattspyrnulið á Íslandi, sum þeirra njóta góðs af á meðan önnur sem sáu fram á að bæta stöðu sína með góðum lokaspretti sitja eftir í súpunni. Eitt þeirra liða er gamla stórveldið Fram, en liðið var í góðri stöðu til að koma sér aftur upp í efstu deild eftir sex ár fjarveru. Fram var í 3. sæti með jafnmörg stig og Leiknir R. sem endaði í öðru sæti og fer beint upp í Pepsi Max deildina. „Maður er auðvitað súr og svekktur að hafa ekki fengið tækifæri á að klára þetta sjálfir, en þetta er búið að vera skrýtið og krefjandi tímabil og utanaðkomandi ástand sem hefur haft mikil áhrif á okkur, en á endanum þurfti að taka einhverja ákvörðun sem var þessi, því miður,“ sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram. Fram var eins og áður segir með jafnmörg stig og Leiknir en verri markatölu þegar tvær umferðir voru eftir áður en mótið var flautað af. Aðspurður hvort KSÍ hefði getað tekið annarskonar ákvörðun og látið úrslitaleik útkljá hvaða lið færu upp segir Jón að færa megi rök fyrir því. „Það er alveg ljóst miðað við leikjaprógramið sem var eftir að ekkert lið var búið að tryggja sig upp og það hefði allteins getað endað þannig að Keflavík hefði setið eftir eins og við eða Leiknir. Þannig auðvitað hefði verið hægt að útkljá þetta með úrslitaleik, auðvitað erum við í sárum og finnst kannski miðað við að allir leikir klárist ekki, þá eru ákveðin rök fyrir því að spila frekar úrslitaleik um sæti heldur en að láta markatölu gilda. Þetta er erfið ákvörðun og auðvitað munu alltaf einhverjir sitja eftir með sárt ennið, það var erfitt að taka einhverja ákvörðun sem hefði komið til móts við öll sjónarmið í þessu, á endanum hefði þetta aldrei verið sanngjörn niðurstaða fyrir alla, það gekk aldrei upp,“ sagði Jón. Þá hefði einnig verið hægt að fara þá leið að fjölga liðum í deildinni í ljósi aðstæðna, en fyrr á árinu var Knattspyrnufélagið ÍA búið að leggja fram þá tillögu á ársþingi KSÍ að fjölga liðum úr tólf í fjórtán. „Það er nefnd að störfum að fjalla um tillögur Skagans á síðasta þingi um að þrjú lið færu upp og eitt niður. Burtséð frá þessu held ég að það sé tímabært og nauðsynlegt að fjölga leikjum. Við sjáum miðað við árið í ár, þrátt fyrir stopp og að byrja seint að það er tækifæri til að spila fleiri leiki í knattspyrnu á Íslandi. Auðvitað hefði maður verið rosalega sáttur við það, það hefði þýtt að við hefðum farið upp, ef maður horfir á þetta út frá eigin hagsmunum. Maður finnur að það er vilji margra að fjölga leikjum og ein leiðin er að fjölga í deildinni, hin er að útfæra mótið á einhvern annan hátt.“ Jón sagðist að lokum vera sáttur með tímabilið í heild sinni og að liðið ætli að gera betur á næsta ári og fara alla leið upp í efstu deild. „Við erum bara sáttir með tímabilið þrátt fyrir sérstakar aðstæður. Það var ljóst um mitt mót að þetta yrði hörð barátta um að fara upp og við vorum í þeirri baráttu til enda mótsins. Auðvitað er svekkjandi að fá ekki tækifæri til að klára mótið en við ætlum bara að gera betur á næsta ári og fara upp þá. Við erum með breiðan hóp og reynum að halda í sama kjarna en það kemur betur í ljós á næstu mánuðum, eflaust eru einhverjir sem munu leita annað og Unnar Steinn er auðvitað að ganga til liðs við Fylki núna í nóvember, sem er mikill missir fyrir okkur,“ sagði Jón að lokum um framhaldið hjá liðinu.
Lengjudeildin Fram KSÍ Tengdar fréttir Formaður knattspyrnudeildar KR telur KSÍ ekki hafa haft heimild til að enda mótið Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur KSÍ ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. 30. október 2020 22:30 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Hjörvar: Hér á að spila fótbolta eins og alls staðar annars staðar í heiminum Hjörvar Hafliðason vill sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ, standa í lappirnar og setja fótboltann í 1. sæti. 30. október 2020 10:55 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Formaður knattspyrnudeildar KR telur KSÍ ekki hafa haft heimild til að enda mótið Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur KSÍ ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. 30. október 2020 22:30
Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15
Hjörvar: Hér á að spila fótbolta eins og alls staðar annars staðar í heiminum Hjörvar Hafliðason vill sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ, standa í lappirnar og setja fótboltann í 1. sæti. 30. október 2020 10:55