Sögufrægt hús eftir Högnu sett á sölu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. nóvember 2020 11:30 Skjáskot úr þættinum Falleg íslensk heimili sem sýna sannarlega hversu fallegt hús er um að ræða. Arkitektinn Högna Sigurðardóttir er án efa einn merkasti arkitekt sem Ísland hefur alið og teiknaði hún sögufrægt hús við Brekkugerði 19 sem er nú komið á sölu. Húsið við Brekkugerði er það fyrsta sem hún teiknaði hér á landi og það á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Húsið vakti mikla athygli þegar það var fullbyggt árið 1964 en það þótti framúrstefnulegt og var Högna talin boðberi nýrra og framsækinna viðhorfa í íslenskri byggingarlist. Upphaflegir eigendur hússins voru þau Erla Lýðsson Hjaltadóttir og Þorvarður Þorvarðarson sem kenndur var við Stjörnubíó. Fjallað var um eignina í þáttunum Falleg íslensk heimili sem voru á Stöð 2 árið 2017. Um er að ræða eitt af fjórum einbýlishúsum sem byggð voru eftir teikningu hennar á Íslandi. Húsið er 307 fermetrar á tveimur hæðum staðsett innst í botnlangagötu. Húsið var byggt árið 1963 og eru þar fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi. Þar má einnig finna innisundlaug og arinn. Fasteignamat eignarinnar er 108 milljónir en óskað er eftir tilboði. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifaði athyglisverða grein á Facebook um húsið í sumar. „Fólk fór gagngert í bíltúra til að virða það fyrir sér. Húsið teiknaði hún fyrir Þorvarð Þorvarðsson framkvæmdastjóra Stjörnubíós og konu hans Erlu Lýðsson Hjaltadóttur. Bjuggu þau í húsinu allt til ársins 2012. En hvað var svona merkilegt við húsið? Í fyrsta lagi fyrir það hversu ómáluð og hrá steinsteypa lék stórt hlutverk í því eins og öðrum húsum Högnu. Meðal annars eru húsgögn í stofu og svefnherbergjum steinsteypt. Þverbitar sem ganga þvert um húsið eru vel sýnilegir innandyra. Húsið er alls 307 fermetrar og á þakinu eru 150 fermetrar stórar útsýnissvalir með útsýni yfir Reykjavík,“ skrifar Guðjón. Árið 1971 fékk Brekkugerði 19 viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur fyrir snyrtilegt hús og lóð og árið 1973 fékk húsið viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur sem fallegt mannvirki. Árið 2012 var haldin myndlistarsýning Erró í húsinu. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni við Brekkugerði 19. Tignarlegt hús við Brekkugerði. Innisundlaugin fræga. Stofan er stór og einstaklega vel hönnuð. Fallegur hringstigi og steinagólf. Upprunaleg hönnun er nánast allstaðar í húsinu. Lygilegt útsýni á þeim 150 fermetra svölum sem eru á þaki hússins. Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Arkitektinn Högna Sigurðardóttir er án efa einn merkasti arkitekt sem Ísland hefur alið og teiknaði hún sögufrægt hús við Brekkugerði 19 sem er nú komið á sölu. Húsið við Brekkugerði er það fyrsta sem hún teiknaði hér á landi og það á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Húsið vakti mikla athygli þegar það var fullbyggt árið 1964 en það þótti framúrstefnulegt og var Högna talin boðberi nýrra og framsækinna viðhorfa í íslenskri byggingarlist. Upphaflegir eigendur hússins voru þau Erla Lýðsson Hjaltadóttir og Þorvarður Þorvarðarson sem kenndur var við Stjörnubíó. Fjallað var um eignina í þáttunum Falleg íslensk heimili sem voru á Stöð 2 árið 2017. Um er að ræða eitt af fjórum einbýlishúsum sem byggð voru eftir teikningu hennar á Íslandi. Húsið er 307 fermetrar á tveimur hæðum staðsett innst í botnlangagötu. Húsið var byggt árið 1963 og eru þar fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi. Þar má einnig finna innisundlaug og arinn. Fasteignamat eignarinnar er 108 milljónir en óskað er eftir tilboði. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifaði athyglisverða grein á Facebook um húsið í sumar. „Fólk fór gagngert í bíltúra til að virða það fyrir sér. Húsið teiknaði hún fyrir Þorvarð Þorvarðsson framkvæmdastjóra Stjörnubíós og konu hans Erlu Lýðsson Hjaltadóttur. Bjuggu þau í húsinu allt til ársins 2012. En hvað var svona merkilegt við húsið? Í fyrsta lagi fyrir það hversu ómáluð og hrá steinsteypa lék stórt hlutverk í því eins og öðrum húsum Högnu. Meðal annars eru húsgögn í stofu og svefnherbergjum steinsteypt. Þverbitar sem ganga þvert um húsið eru vel sýnilegir innandyra. Húsið er alls 307 fermetrar og á þakinu eru 150 fermetrar stórar útsýnissvalir með útsýni yfir Reykjavík,“ skrifar Guðjón. Árið 1971 fékk Brekkugerði 19 viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur fyrir snyrtilegt hús og lóð og árið 1973 fékk húsið viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur sem fallegt mannvirki. Árið 2012 var haldin myndlistarsýning Erró í húsinu. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni við Brekkugerði 19. Tignarlegt hús við Brekkugerði. Innisundlaugin fræga. Stofan er stór og einstaklega vel hönnuð. Fallegur hringstigi og steinagólf. Upprunaleg hönnun er nánast allstaðar í húsinu. Lygilegt útsýni á þeim 150 fermetra svölum sem eru á þaki hússins.
Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira