Þarf að hlusta vel og spyrja mikið Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2020 13:00 Hákon Daði Styrmisson er í landsliðinu sem mætir Litáen í kvöld. stöð 2 „Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. Hákon Daði var kallaður inn í íslenska hópinn fyrir leikinn við Litáen í kvöld eftir að Oddur Gretarsson dró sig úr hópnum. Bjarki Már Elísson varð einnig að draga sig úr hópnum og því eru Hákon Daði og Orri Freyr Þorkelsson úr Haukum vinstri hornamenn landsliðsins í kvöld. Undirbúningurinn hefur verið afar skammur en Hákon Daði, sem hefur staðið sig afar vel í Olís-deildinni síðustu ár, með ÍBV og Haukum, er fyrst og fremst ánægður með að fá tækifæri í landsliðinu. „Ég er búinn að bíða lengi, og þegar Gunni [Gunnar Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari] hringdi þá var ég bara ótrúlega stoltur að hann skyldi hugsa til mín og að ég komi til greina,“ segir Hákon, sem hefur lagt mikið á sig til að komast í landsliðið: „Mér finnst það já. Þetta hefur verið löng leið og það leggja allir mikið á sig, en maður verður bara að halda áfram,“ segir Hákon við Guðjón Guðmundsson, en innslagið má sjá hér að neðan. Aðspurður hvort hann reikni með að spila mikið í kvöld segir Hákon: „Ég ætla að reyna að skila af mér góðu dagsverki, hvort sem það verður á bekknum eða inni á vellinum.“ Tvær æfingar til að koma sér inn í hlutina Hann kann vel við pressuna sem fylgir því að vera kominn í landsliðið sem íslenska þjóðin hefur fylgst svo náið með í gegnum árin: „Að sjálfsögðu, og maður þarf að fagna því. Ef að það er engin pressa þá hefur þetta enga þýðingu, svo það er gott að það sé pressa.“ Eins og fyrr segir er sáralítill tími til undirbúnings, meðal annars vegna kórónuveirufaraldursins: „Tvær æfingar. Menn þurfa svo að meta það hvort það sé mikill undirbúningur eða ekki. En það er alla vega fínt að fá eitthvað,“ segir Hákon, einn af sárafáum hérlendum íþróttamönnum sem geta æft íþróttir þessa dagana. En hvernig gengur að koma sér inn í leikkerfin sem íslenska landsliðið notar og annað? Er þetta bara eins og hjá ÍBV? „Þetta er svipað dæmi… Nei, maður þarf að vera fljótur að pikka hlutina upp, hlusta vel og fylgjast vel með, og spyrja mikið.“ Klippa: Hákon Daði í landsliðinu gegn Litáen í kvöld Handbolti ÍBV Tengdar fréttir Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00 Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00 Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12 Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15 Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sjá meira
„Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. Hákon Daði var kallaður inn í íslenska hópinn fyrir leikinn við Litáen í kvöld eftir að Oddur Gretarsson dró sig úr hópnum. Bjarki Már Elísson varð einnig að draga sig úr hópnum og því eru Hákon Daði og Orri Freyr Þorkelsson úr Haukum vinstri hornamenn landsliðsins í kvöld. Undirbúningurinn hefur verið afar skammur en Hákon Daði, sem hefur staðið sig afar vel í Olís-deildinni síðustu ár, með ÍBV og Haukum, er fyrst og fremst ánægður með að fá tækifæri í landsliðinu. „Ég er búinn að bíða lengi, og þegar Gunni [Gunnar Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari] hringdi þá var ég bara ótrúlega stoltur að hann skyldi hugsa til mín og að ég komi til greina,“ segir Hákon, sem hefur lagt mikið á sig til að komast í landsliðið: „Mér finnst það já. Þetta hefur verið löng leið og það leggja allir mikið á sig, en maður verður bara að halda áfram,“ segir Hákon við Guðjón Guðmundsson, en innslagið má sjá hér að neðan. Aðspurður hvort hann reikni með að spila mikið í kvöld segir Hákon: „Ég ætla að reyna að skila af mér góðu dagsverki, hvort sem það verður á bekknum eða inni á vellinum.“ Tvær æfingar til að koma sér inn í hlutina Hann kann vel við pressuna sem fylgir því að vera kominn í landsliðið sem íslenska þjóðin hefur fylgst svo náið með í gegnum árin: „Að sjálfsögðu, og maður þarf að fagna því. Ef að það er engin pressa þá hefur þetta enga þýðingu, svo það er gott að það sé pressa.“ Eins og fyrr segir er sáralítill tími til undirbúnings, meðal annars vegna kórónuveirufaraldursins: „Tvær æfingar. Menn þurfa svo að meta það hvort það sé mikill undirbúningur eða ekki. En það er alla vega fínt að fá eitthvað,“ segir Hákon, einn af sárafáum hérlendum íþróttamönnum sem geta æft íþróttir þessa dagana. En hvernig gengur að koma sér inn í leikkerfin sem íslenska landsliðið notar og annað? Er þetta bara eins og hjá ÍBV? „Þetta er svipað dæmi… Nei, maður þarf að vera fljótur að pikka hlutina upp, hlusta vel og fylgjast vel með, og spyrja mikið.“ Klippa: Hákon Daði í landsliðinu gegn Litáen í kvöld
Handbolti ÍBV Tengdar fréttir Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00 Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00 Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12 Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15 Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sjá meira
Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00
Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00
Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12
Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15
Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti