Rífur upp drumba og grjót í fjörunni og hefur aldrei verið eins sterkur Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2020 15:30 Kári Kristján Kristjánsson með stein á lofti í fjörunni. stöð 2 sport Kári Kristján Kristjánsson fer sínar eigin leiðir til að halda sér við nú þegar handboltaæfingar eru bannaðar vegna kórónuveirufaraldursins. Henry Birgir Gunnarsson fann Kára í fjöru, ef svo má segja, í Vestmannaeyjum á dögunum og kynnti sér óhefðbundnar æfingar línumannsins öfluga. Kári segist aldrei hafa verið sterkari en eftir að hann fór að stunda þessar aflraunaæfingar, þar sem hann reynir sig við drumba og þunga steina. Hvernig datt honum það í hug? „Ég ætla nú ekki að taka heiðurinn að þessu. Þegar maður eldist í þessu „bíói“ þá þarf maður alltaf nýja áskorun. Það er ekkert alltaf, þó það sé oft, gaman að gera sama hlutinn ár eftir ár. Georg Ögmundsson, kraftajötunn, var sjúkraþjálfari hjá okkur mjög lengi og hefur verið að þruma inn styrknum hjá okkur. Hann fékk mig til að drulla mér út að finna einhverja þunga hluti. Mér finnst þetta alveg spennandi,“ segir Kári. Þetta gerist ekki mikið harðara Æfingarnar eru ekki bara spennandi heldur skila þær árangri, því Kári kveðst aldrei hafa verið sterkari: „Mér finnst það. Gullið við þessar æfingar er að maður veit ekki hvað hluturinn er þungur, verður að koma honum upp, og með þungan stein í fanginu þá er allt kerfið í gangi. Hvort sem það er læri, rass, bak eða brjóstkassi. Maður er allan tímann að reyna að finna leið til að drulla honum upp.“ Kári svarar í kaldhæðnum tóni þegar hann er spurður hvort þessar æfingar séu ekki bara á dagskránni nú þegar „loksins“ sé komið bann frá hefðbundnum æfingum: „Já, maður var eiginlega ógeðslega spenntur fyrir þessum fréttum. Geggjað að komast aftur út og henda sér í kuldann og steininn,“ sagði Kári léttur, en bætti við: „Þetta verður samt ekki mikið harðara en þetta!“ Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Kári Kristján í fjörunni Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson fer sínar eigin leiðir til að halda sér við nú þegar handboltaæfingar eru bannaðar vegna kórónuveirufaraldursins. Henry Birgir Gunnarsson fann Kára í fjöru, ef svo má segja, í Vestmannaeyjum á dögunum og kynnti sér óhefðbundnar æfingar línumannsins öfluga. Kári segist aldrei hafa verið sterkari en eftir að hann fór að stunda þessar aflraunaæfingar, þar sem hann reynir sig við drumba og þunga steina. Hvernig datt honum það í hug? „Ég ætla nú ekki að taka heiðurinn að þessu. Þegar maður eldist í þessu „bíói“ þá þarf maður alltaf nýja áskorun. Það er ekkert alltaf, þó það sé oft, gaman að gera sama hlutinn ár eftir ár. Georg Ögmundsson, kraftajötunn, var sjúkraþjálfari hjá okkur mjög lengi og hefur verið að þruma inn styrknum hjá okkur. Hann fékk mig til að drulla mér út að finna einhverja þunga hluti. Mér finnst þetta alveg spennandi,“ segir Kári. Þetta gerist ekki mikið harðara Æfingarnar eru ekki bara spennandi heldur skila þær árangri, því Kári kveðst aldrei hafa verið sterkari: „Mér finnst það. Gullið við þessar æfingar er að maður veit ekki hvað hluturinn er þungur, verður að koma honum upp, og með þungan stein í fanginu þá er allt kerfið í gangi. Hvort sem það er læri, rass, bak eða brjóstkassi. Maður er allan tímann að reyna að finna leið til að drulla honum upp.“ Kári svarar í kaldhæðnum tóni þegar hann er spurður hvort þessar æfingar séu ekki bara á dagskránni nú þegar „loksins“ sé komið bann frá hefðbundnum æfingum: „Já, maður var eiginlega ógeðslega spenntur fyrir þessum fréttum. Geggjað að komast aftur út og henda sér í kuldann og steininn,“ sagði Kári léttur, en bætti við: „Þetta verður samt ekki mikið harðara en þetta!“ Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Kári Kristján í fjörunni
Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða