Þrír Íslandsvinir í litháíska hópnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2020 15:01 Vilius Rasimas hefur farið vel af stað með Selfossi í Olís-deild karla. vísir/hulda margrét Leið íslenska karlalandsliðsins í handbolta á tólfta Evrópumótið í röð hefst í kvöld þegar Ísland tekur á móti Litháen í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022. Í litháíska landsliðshópnum má finna þrjá leikmenn sem spila eða hafa spilað á Íslandi. Þetta eru markverðirnir Vilius Rasimas og Giedrius Morkunas og örvhenta skyttan Mindaugas Dumcius. Rasimas leikur með Selfossi en hann gekk í raðir liðsins frá Aue í Þýskalandi fyrir þetta tímabil. Hann hefur farið vel af stað með Selfyssingum og varði 35,2 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig í fyrstu fjórum leikjum liðsins í Olís-deildinni. „Það er margt nýtt fyrir mér hérna en ég nýt þess að vera hér, sem og fjölskylda mín. Við reynum að ferðast mikið þegar við höfum tíma. Hingað til hefur allt verið gott,“ sagði Rasimas í viðtali í Seinni bylgjunni á dögunum. Það má sjá hér fyrir neðan. Morkunas lék með Haukum við góðan orðstír á árunum 2012-17. Hann varð Íslandsmeistari með Haukum 2015 og 2016, bikarmeistari 2014 og deildarmeistari 2012, 2013, 2014 og 2016. Morkunas hefur undanfarin ár leikið með Riihimäki Cocks, besta liðinu í Finnlandi. Dumcius lék með Akureyri tímabilið 2016-17. Hann skoraði grimmt og var markahæsti leikmaður liðsins með 127 mörk. Þau dugðu þó ekki til að halda Akureyri í Olís-deildinni en liðið endaði í tíunda og neðsta sæti hennar. Dumcius leikur nú með Elbflorenz 2006 í B-deildinni í Þýskalandi. Hann er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með nítján mörk. Dumcius og Morkunas léku báðir með litháíska landsliðinu þegar það mætti því íslenska í umspili um sæti á HM sumarið 2018. Liðin gerðu jafntefli í fyrri leiknum í Litháen, 27-27, en Íslendingar tryggðu sér farseðilinn á HM með 34-31 sigri í seinni leiknum í Laugardalshöllinni. Leikstjórnandinn Aidenas Malasinskas reyndist íslenska liðinu erfiður í leikjunum gegn Litháen fyrir tveimur árum. Hann skoraði samtals fimmtán mörk í leikjunum tveimur og fór oft illa með íslensku vörnina. Malasinskas er langbesti leikmaður Litháa. Hann leikur með úkraínska liðinu Motor Zaporizhia sem er fastagestur í Meistaradeild Evrópu. Þjálfari liðsins er landi Malasinskas, Gintaras Savukynas. Hann er Íslendingum að góðu kunnur en hann lék með Aftureldingu og Gróttu/KR hér á landi og varð m.a. þrefaldur meistari með Mosfellingum tímabilið 1998-99. Þá þjálfaði Gintaras lið ÍBV um tíma. Leikur Íslands og Litháens hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Þarf að hlusta vel og spyrja mikið „Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. 4. nóvember 2020 13:00 Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00 Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. 3. nóvember 2020 19:09 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Leið íslenska karlalandsliðsins í handbolta á tólfta Evrópumótið í röð hefst í kvöld þegar Ísland tekur á móti Litháen í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022. Í litháíska landsliðshópnum má finna þrjá leikmenn sem spila eða hafa spilað á Íslandi. Þetta eru markverðirnir Vilius Rasimas og Giedrius Morkunas og örvhenta skyttan Mindaugas Dumcius. Rasimas leikur með Selfossi en hann gekk í raðir liðsins frá Aue í Þýskalandi fyrir þetta tímabil. Hann hefur farið vel af stað með Selfyssingum og varði 35,2 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig í fyrstu fjórum leikjum liðsins í Olís-deildinni. „Það er margt nýtt fyrir mér hérna en ég nýt þess að vera hér, sem og fjölskylda mín. Við reynum að ferðast mikið þegar við höfum tíma. Hingað til hefur allt verið gott,“ sagði Rasimas í viðtali í Seinni bylgjunni á dögunum. Það má sjá hér fyrir neðan. Morkunas lék með Haukum við góðan orðstír á árunum 2012-17. Hann varð Íslandsmeistari með Haukum 2015 og 2016, bikarmeistari 2014 og deildarmeistari 2012, 2013, 2014 og 2016. Morkunas hefur undanfarin ár leikið með Riihimäki Cocks, besta liðinu í Finnlandi. Dumcius lék með Akureyri tímabilið 2016-17. Hann skoraði grimmt og var markahæsti leikmaður liðsins með 127 mörk. Þau dugðu þó ekki til að halda Akureyri í Olís-deildinni en liðið endaði í tíunda og neðsta sæti hennar. Dumcius leikur nú með Elbflorenz 2006 í B-deildinni í Þýskalandi. Hann er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með nítján mörk. Dumcius og Morkunas léku báðir með litháíska landsliðinu þegar það mætti því íslenska í umspili um sæti á HM sumarið 2018. Liðin gerðu jafntefli í fyrri leiknum í Litháen, 27-27, en Íslendingar tryggðu sér farseðilinn á HM með 34-31 sigri í seinni leiknum í Laugardalshöllinni. Leikstjórnandinn Aidenas Malasinskas reyndist íslenska liðinu erfiður í leikjunum gegn Litháen fyrir tveimur árum. Hann skoraði samtals fimmtán mörk í leikjunum tveimur og fór oft illa með íslensku vörnina. Malasinskas er langbesti leikmaður Litháa. Hann leikur með úkraínska liðinu Motor Zaporizhia sem er fastagestur í Meistaradeild Evrópu. Þjálfari liðsins er landi Malasinskas, Gintaras Savukynas. Hann er Íslendingum að góðu kunnur en hann lék með Aftureldingu og Gróttu/KR hér á landi og varð m.a. þrefaldur meistari með Mosfellingum tímabilið 1998-99. Þá þjálfaði Gintaras lið ÍBV um tíma. Leikur Íslands og Litháens hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Þarf að hlusta vel og spyrja mikið „Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. 4. nóvember 2020 13:00 Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00 Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. 3. nóvember 2020 19:09 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Þarf að hlusta vel og spyrja mikið „Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. 4. nóvember 2020 13:00
Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00
Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. 3. nóvember 2020 19:09