Einhleypan: Glatað að vera einhleyp á tímum Covid Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2020 19:51 Þóranna Friðgeirsdóttir segir stefnumótalífið á tímum Covid ekkert sérstaklega spennandi. Mynd - Hulda Margrét Einhleypa vikunnar er Þóranna Friðgeirsdóttir. Hún segir Covid faraldurinn ekki hafa verið að hjálpa ástarmálunum neitt sérstaklega en á sama tíma kýs hún að líta á þetta ferðalag sem skemmtilegt ævintýri. Tímana segir Þóranna vissulega vera krefjandi fyrir alla og það sé nauðsynlegt að sinna sjálfri sér vel, stunda hreyfingu og gera sér dagamun með vinum og fjölskyldu. Ég bý ein með þrjú börn, er í krefjandi starfi sem stuðningsaðili geðfatlaðra og á höttum eftir því að láta drauma mína rætast. Þetta er ekkert endilega auðvelt en einhverntíma las ég - Nothing worth having comes easy - Svo að þetta ferðalag er ekkert nema skemmtilegt ævintýri. Hvernig hefur það verið að vera einhleyp á tímum Covid? „Heyrðu, það er bara alveg glatað! Ef þú hélst það væri einmanalegt að vera einhleypur yfir höfuð, prufaðu það þá í Covid. Það kom smá vonarglæta fyrir einhverskonar stefnumótum þarna í sumar sem var örlítið nýtt. En það fór nú ekki betur en svo að hér er ég bara. Ennþá einhleyp. Mögulega nýtti ég frekar sumarið í sól og gleði með fjölskyldu og vinum. Forgangsröðun sem ég sé svo sem ekkert eftir ef satt skal segja.“ Þóranna er 35 ára þriggja barna móðir, orkumikil ævintýrakona og einstaklega jákvæð.Mynd - Hulda Margrét Nafn? Þóranna Friðgeirsdóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? Tóta, Tótatjútt, Tótabras, Tótabruss, Tótla. Bróðir minn kallar mig Tótafljótaljóta. Svo er það stundum Sigrún - löng saga! Aldur í árum? 35 vetra. Aldur í anda? 22 ára. Menntun? Áætluð útskrift úr Félagsráðgjöf HÍ 2024 (láta drauma sína rætast manstu). Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Tóti Fljóti Ljóti. Guilty pleasure kvikmynd? Pretty Woman með Juliu Roberts. Þegar hann dregur upp rósina úr þakglugganum á eðalkerrunni og kallar á hana! Jesús minn. Svo er það myndin BIG með Tom Hanks. Rétt upp hönd sem hélt það væri geggjað að verða fullorðinn og svo bara – NEI djók! Take me back childhood! Tengi svo við hann. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ó, Heath Ledger átti mig. Grínlaust þá var fyrsti kærastinn minn afbrýðisamur útí Heath af því ég kaus frekar að leigja mér tvær dvd myndir með Heath heldur en að eyða kvöldinu með honum. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Neeei! Syngur þú í sturtu? Ég humma með einstaka söng inná milli. Ég humma svolítið allan daginn. Uppáhaldsappið þitt? Spotify og Maps í Iphone. Ertu á Tinder? Já, ég er ein af þeim sem opna og loka Tinder eins og enginn sé morgundagurinn. Skammast mín ekkert fyrir það. Þóranna segist heillast af fólki með góða nærveru og góðri framkomu. Aðsend mynd Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Rosa. Mikil. Manneskja. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Heyrðu ég sendi á ellefu nánustu vinkonur mínar til þess að fá svar við þessari spurningu og niðurstaðan var þessi. Dugleg, sögðu lang flestar. Svo kom orðið fyndin. Fast á eftir því hugulsöm eða góðhjörtuð. Allar sögðust þær þó þurfa fleiri en þrjú orð til þess að lýsa mér. Þetta var reyndar svolítið skemmtilegt svo að ég er að spá í að halda áfram að senda á fólk og biðja það um að lýsa mér í þremur orðum. Mæli með. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Þetta snýst allt um góða nærveru. Annars er metnaður mjög heillandi og svo hvernig fólk talar við og um annað fólk. Ég fylgist mjög vel með því hvernig fólk kemur fram við aðra. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Ókurteisi. Svo verð ég að viðurkenna að ég á ofsalega erfitt með fólk sem eru gikkir. Ég er sjálf ofsalega mikið matargat og verð frekar matsár ef einhver móðgar matinn minn. Þér má finnast þetta ógirnilegt eða ekki, en bara ekki segja mér það og ekki setja út á minn mat! Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Fiðrildi. Vinkonur mínar kalla mig fiðrildi. Nema ein reyndar. Hún er með fóbíu fyrir fiðrildum og finnast þau ógeðsleg. Ég held að henni finnst ég ekki eins og fiðrildi. Eða hvað, Karen? Þóranna segist vera mikið fiðrildi í sér og mikið fyrir ævintýri. Aðsend mynd Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Pabba minn, afa minn og Dale Carnegie. Þeir þrír hafa mótað mig sem manneskju í dag og mig langar ofsalega mikið til þess að hitta þá alla aftur. Ég hef reyndar ekki hitt Dale en væri til í það! Það yrði svo geggjað partý. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já, leyndum og ekki. Ég kann að sauma. Þá er ég ekki að meina að hekla tuskur eða prjóna trefil. Ég hef ekki þolinmæði í það. En ég gæti saumað á þig kjól ef út í það færi. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ó boy, mér þykir svo margt skemmtilegt. Mér finnst hrikalega skemmtilegt að prufa nýja hluti og kynnast nýju fólki. Ég á það til að plata krakkana mína í allskonar vitleysu sem er alveg hrikalega skemmtilegt. Svo elska ég, gjörsamlega elska, að gefa fólki að borða. Að bjóða í veislu, partý, elda kvöldmat, baka fyrir sunnudagskaffi eða bara búa til kjöt- og ostabakka eða eðlu. Mér hlýnar um dýpstu hjartarætur við það að sjá fólk snæða það sem ég býð uppá. Ég verð 100% amman sem sendir börnin heim með nesti í hvert skipti sem þau koma í heimsókn. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ganga frá þvotti. Vil helst ekkert ræða það neitt frekar! Ertu A eða B týpa? Ætla að segja A týpa þegar ég er með börnin mín. Svo er ég B plús þegar þau eru hjá feðrum sínum. Því þá get ég alveg sofið til 8:30. Þóranna segist vera A týpa þegar hún er með börnin sín en annars B plús. Aðsend mynd Hvernig viltu eggin þín? Elska þau nákvæmlega eins og þú færir mér þau. Hvernig viltu kaffið þitt? Fiðrildið sem ég er þá er ég stundum í stuði fyrir svart uppáhellt verkamannakaffi og aðra stundina seiðandi Latte með laktósfrírri mjólk og dassi af karamellu sýrópi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Kaldi Bar hefur verið uppáhalds lengi. Annars hef ég mjög gaman af því að uppgvöta nýja staði og flakka á milli. Uppáhalds skemmtistaður Þórönnu er staðurinn Kaldi Bar en annars segist hún hafa gaman af því að uppgötva nýja staði og flakka á milli. Aðsend mynd Ef einhver kallar þig sjomla? Þá myndi ég raula lagstúfinn - Jáááá fínt, já sæll, já fínt já sæll já fínt já sæll já fínt, já sæll. Og labba svo í burtu. Draumastefnumótið? Úff, þessi er erfið. Draumastefnumót fyrir fiðrildið eins og mig. Það getur verið allt frá óvæntum brunch, göngutúr og heitum kakóbolla á kaffihúsi í nóvember, yfir í bátsferð yfir kyrru vatni að horfa á sólsetrið. Ég elska að láta koma mér á óvart. Það er það eina sem þú þarft að vita. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Haha, ég er bara mjög góð í því. Ég fattaði það nú bara um daginn að hún Bríet okkar syngur - þú ert enginn James Dean, því miður - ég var alltaf búin að syngja - Þú ert enginn gimsteinn, því miður - alltof lengi. Ég hef satt að segja bara ekki viðurkennt þetta fyrir sálu, en hér erum við. Hvað horfðir þú á síðast á Netflix? Horfði síðast á rómantísku gamanmyndina Holidate á Netflix. Hvaða bók lastu síðast? Las bókina The subtle art of not giving a F*ck. Hvað er Ást? Ást er form tilfinninga sem kemur út í svo mörgum formum. Stoltið sem umlykur þig þegar þú horfir á börnin þín þroskast og stækka. Virðingin sem þú berð fyrir uppalendum þínum þegar þú áttar þig á því hvað þau gengu í gegnum til þess að gera þig að þeirri manneskju sem þú ert í dag. Væntumþykjan sem þú berð til vina þinna fyrir að taka þér og standa með þér. Nándin og öryggið sem hellist yfir þig þegar þú ert í kringum makann þinn. Svo sú allra mikilvægasta er tilfinningin að ná sátt við sjálfa þig sem manneskju með öllu því sem þú hefur gengið í gegnum. Þóranna ásamt börnum sínum þremur. Aðsend mynd Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram-prófíl Þórönnu hér. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík „Við ræddum það að skilja en okkur fannst það svo fáránlegt því við vildum halda áfram að styðja hvort annað, vera fjölskylda og eiga ástina okkar áfram,“ segir Sandra í viðtali við Makamál. 3. nóvember 2020 21:31 Einhleypan: Fljúgandi pizzubakari sem er lélegur á Tinder „Ég er titlaður framkvæmdarstjóri en ég kalla mig alltaf bara pizzubakara,“ segir Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Íslensku Flatbökunnar og Einhleypa vikunnar.Valgeir á og rekur fyrirtækin Íslensku Flatbökuna og Indican. Aðspurður segir hann Covid ástandið ekki hafa haft mikil áhrif á stefnumótalíf sitt. 15. september 2020 20:01 Einhleypan: „Ástin er svarið við öllu og við komum öll hingað til að elska“ „Að vera einhleyp á tímum COVID-19 hefur verið áhugavert og lítið um stefnumót. Þetta hefur samt gefið mér það dýrmæta tækifæri að rækta samband mitt við sjálfa mig enn frekar,“ segir Anna Guðný Torfadóttir sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 31. ágúst 2020 20:28 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Einhleypa vikunnar er Þóranna Friðgeirsdóttir. Hún segir Covid faraldurinn ekki hafa verið að hjálpa ástarmálunum neitt sérstaklega en á sama tíma kýs hún að líta á þetta ferðalag sem skemmtilegt ævintýri. Tímana segir Þóranna vissulega vera krefjandi fyrir alla og það sé nauðsynlegt að sinna sjálfri sér vel, stunda hreyfingu og gera sér dagamun með vinum og fjölskyldu. Ég bý ein með þrjú börn, er í krefjandi starfi sem stuðningsaðili geðfatlaðra og á höttum eftir því að láta drauma mína rætast. Þetta er ekkert endilega auðvelt en einhverntíma las ég - Nothing worth having comes easy - Svo að þetta ferðalag er ekkert nema skemmtilegt ævintýri. Hvernig hefur það verið að vera einhleyp á tímum Covid? „Heyrðu, það er bara alveg glatað! Ef þú hélst það væri einmanalegt að vera einhleypur yfir höfuð, prufaðu það þá í Covid. Það kom smá vonarglæta fyrir einhverskonar stefnumótum þarna í sumar sem var örlítið nýtt. En það fór nú ekki betur en svo að hér er ég bara. Ennþá einhleyp. Mögulega nýtti ég frekar sumarið í sól og gleði með fjölskyldu og vinum. Forgangsröðun sem ég sé svo sem ekkert eftir ef satt skal segja.“ Þóranna er 35 ára þriggja barna móðir, orkumikil ævintýrakona og einstaklega jákvæð.Mynd - Hulda Margrét Nafn? Þóranna Friðgeirsdóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? Tóta, Tótatjútt, Tótabras, Tótabruss, Tótla. Bróðir minn kallar mig Tótafljótaljóta. Svo er það stundum Sigrún - löng saga! Aldur í árum? 35 vetra. Aldur í anda? 22 ára. Menntun? Áætluð útskrift úr Félagsráðgjöf HÍ 2024 (láta drauma sína rætast manstu). Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Tóti Fljóti Ljóti. Guilty pleasure kvikmynd? Pretty Woman með Juliu Roberts. Þegar hann dregur upp rósina úr þakglugganum á eðalkerrunni og kallar á hana! Jesús minn. Svo er það myndin BIG með Tom Hanks. Rétt upp hönd sem hélt það væri geggjað að verða fullorðinn og svo bara – NEI djók! Take me back childhood! Tengi svo við hann. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ó, Heath Ledger átti mig. Grínlaust þá var fyrsti kærastinn minn afbrýðisamur útí Heath af því ég kaus frekar að leigja mér tvær dvd myndir með Heath heldur en að eyða kvöldinu með honum. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Neeei! Syngur þú í sturtu? Ég humma með einstaka söng inná milli. Ég humma svolítið allan daginn. Uppáhaldsappið þitt? Spotify og Maps í Iphone. Ertu á Tinder? Já, ég er ein af þeim sem opna og loka Tinder eins og enginn sé morgundagurinn. Skammast mín ekkert fyrir það. Þóranna segist heillast af fólki með góða nærveru og góðri framkomu. Aðsend mynd Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Rosa. Mikil. Manneskja. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Heyrðu ég sendi á ellefu nánustu vinkonur mínar til þess að fá svar við þessari spurningu og niðurstaðan var þessi. Dugleg, sögðu lang flestar. Svo kom orðið fyndin. Fast á eftir því hugulsöm eða góðhjörtuð. Allar sögðust þær þó þurfa fleiri en þrjú orð til þess að lýsa mér. Þetta var reyndar svolítið skemmtilegt svo að ég er að spá í að halda áfram að senda á fólk og biðja það um að lýsa mér í þremur orðum. Mæli með. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Þetta snýst allt um góða nærveru. Annars er metnaður mjög heillandi og svo hvernig fólk talar við og um annað fólk. Ég fylgist mjög vel með því hvernig fólk kemur fram við aðra. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Ókurteisi. Svo verð ég að viðurkenna að ég á ofsalega erfitt með fólk sem eru gikkir. Ég er sjálf ofsalega mikið matargat og verð frekar matsár ef einhver móðgar matinn minn. Þér má finnast þetta ógirnilegt eða ekki, en bara ekki segja mér það og ekki setja út á minn mat! Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Fiðrildi. Vinkonur mínar kalla mig fiðrildi. Nema ein reyndar. Hún er með fóbíu fyrir fiðrildum og finnast þau ógeðsleg. Ég held að henni finnst ég ekki eins og fiðrildi. Eða hvað, Karen? Þóranna segist vera mikið fiðrildi í sér og mikið fyrir ævintýri. Aðsend mynd Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Pabba minn, afa minn og Dale Carnegie. Þeir þrír hafa mótað mig sem manneskju í dag og mig langar ofsalega mikið til þess að hitta þá alla aftur. Ég hef reyndar ekki hitt Dale en væri til í það! Það yrði svo geggjað partý. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já, leyndum og ekki. Ég kann að sauma. Þá er ég ekki að meina að hekla tuskur eða prjóna trefil. Ég hef ekki þolinmæði í það. En ég gæti saumað á þig kjól ef út í það færi. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ó boy, mér þykir svo margt skemmtilegt. Mér finnst hrikalega skemmtilegt að prufa nýja hluti og kynnast nýju fólki. Ég á það til að plata krakkana mína í allskonar vitleysu sem er alveg hrikalega skemmtilegt. Svo elska ég, gjörsamlega elska, að gefa fólki að borða. Að bjóða í veislu, partý, elda kvöldmat, baka fyrir sunnudagskaffi eða bara búa til kjöt- og ostabakka eða eðlu. Mér hlýnar um dýpstu hjartarætur við það að sjá fólk snæða það sem ég býð uppá. Ég verð 100% amman sem sendir börnin heim með nesti í hvert skipti sem þau koma í heimsókn. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ganga frá þvotti. Vil helst ekkert ræða það neitt frekar! Ertu A eða B týpa? Ætla að segja A týpa þegar ég er með börnin mín. Svo er ég B plús þegar þau eru hjá feðrum sínum. Því þá get ég alveg sofið til 8:30. Þóranna segist vera A týpa þegar hún er með börnin sín en annars B plús. Aðsend mynd Hvernig viltu eggin þín? Elska þau nákvæmlega eins og þú færir mér þau. Hvernig viltu kaffið þitt? Fiðrildið sem ég er þá er ég stundum í stuði fyrir svart uppáhellt verkamannakaffi og aðra stundina seiðandi Latte með laktósfrírri mjólk og dassi af karamellu sýrópi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Kaldi Bar hefur verið uppáhalds lengi. Annars hef ég mjög gaman af því að uppgvöta nýja staði og flakka á milli. Uppáhalds skemmtistaður Þórönnu er staðurinn Kaldi Bar en annars segist hún hafa gaman af því að uppgötva nýja staði og flakka á milli. Aðsend mynd Ef einhver kallar þig sjomla? Þá myndi ég raula lagstúfinn - Jáááá fínt, já sæll, já fínt já sæll já fínt já sæll já fínt, já sæll. Og labba svo í burtu. Draumastefnumótið? Úff, þessi er erfið. Draumastefnumót fyrir fiðrildið eins og mig. Það getur verið allt frá óvæntum brunch, göngutúr og heitum kakóbolla á kaffihúsi í nóvember, yfir í bátsferð yfir kyrru vatni að horfa á sólsetrið. Ég elska að láta koma mér á óvart. Það er það eina sem þú þarft að vita. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Haha, ég er bara mjög góð í því. Ég fattaði það nú bara um daginn að hún Bríet okkar syngur - þú ert enginn James Dean, því miður - ég var alltaf búin að syngja - Þú ert enginn gimsteinn, því miður - alltof lengi. Ég hef satt að segja bara ekki viðurkennt þetta fyrir sálu, en hér erum við. Hvað horfðir þú á síðast á Netflix? Horfði síðast á rómantísku gamanmyndina Holidate á Netflix. Hvaða bók lastu síðast? Las bókina The subtle art of not giving a F*ck. Hvað er Ást? Ást er form tilfinninga sem kemur út í svo mörgum formum. Stoltið sem umlykur þig þegar þú horfir á börnin þín þroskast og stækka. Virðingin sem þú berð fyrir uppalendum þínum þegar þú áttar þig á því hvað þau gengu í gegnum til þess að gera þig að þeirri manneskju sem þú ert í dag. Væntumþykjan sem þú berð til vina þinna fyrir að taka þér og standa með þér. Nándin og öryggið sem hellist yfir þig þegar þú ert í kringum makann þinn. Svo sú allra mikilvægasta er tilfinningin að ná sátt við sjálfa þig sem manneskju með öllu því sem þú hefur gengið í gegnum. Þóranna ásamt börnum sínum þremur. Aðsend mynd Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram-prófíl Þórönnu hér.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík „Við ræddum það að skilja en okkur fannst það svo fáránlegt því við vildum halda áfram að styðja hvort annað, vera fjölskylda og eiga ástina okkar áfram,“ segir Sandra í viðtali við Makamál. 3. nóvember 2020 21:31 Einhleypan: Fljúgandi pizzubakari sem er lélegur á Tinder „Ég er titlaður framkvæmdarstjóri en ég kalla mig alltaf bara pizzubakara,“ segir Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Íslensku Flatbökunnar og Einhleypa vikunnar.Valgeir á og rekur fyrirtækin Íslensku Flatbökuna og Indican. Aðspurður segir hann Covid ástandið ekki hafa haft mikil áhrif á stefnumótalíf sitt. 15. september 2020 20:01 Einhleypan: „Ástin er svarið við öllu og við komum öll hingað til að elska“ „Að vera einhleyp á tímum COVID-19 hefur verið áhugavert og lítið um stefnumót. Þetta hefur samt gefið mér það dýrmæta tækifæri að rækta samband mitt við sjálfa mig enn frekar,“ segir Anna Guðný Torfadóttir sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 31. ágúst 2020 20:28 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík „Við ræddum það að skilja en okkur fannst það svo fáránlegt því við vildum halda áfram að styðja hvort annað, vera fjölskylda og eiga ástina okkar áfram,“ segir Sandra í viðtali við Makamál. 3. nóvember 2020 21:31
Einhleypan: Fljúgandi pizzubakari sem er lélegur á Tinder „Ég er titlaður framkvæmdarstjóri en ég kalla mig alltaf bara pizzubakara,“ segir Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Íslensku Flatbökunnar og Einhleypa vikunnar.Valgeir á og rekur fyrirtækin Íslensku Flatbökuna og Indican. Aðspurður segir hann Covid ástandið ekki hafa haft mikil áhrif á stefnumótalíf sitt. 15. september 2020 20:01
Einhleypan: „Ástin er svarið við öllu og við komum öll hingað til að elska“ „Að vera einhleyp á tímum COVID-19 hefur verið áhugavert og lítið um stefnumót. Þetta hefur samt gefið mér það dýrmæta tækifæri að rækta samband mitt við sjálfa mig enn frekar,“ segir Anna Guðný Torfadóttir sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 31. ágúst 2020 20:28