Starfsfólk Jóa Fel sagt skulda hundruð þúsunda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2020 10:56 Höfuðstöðvar Jóa Fel voru í Holtagörðum þar sem mestur bakstur fór fram. Nú hefur Bakarameistarinn opnað bakarí á sama stað. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi starfsmönnum bakarískeðjunnar Jóa Fel sem fór á dögunum í gjaldþrot hefur borist kröfubréf um óuppgreidda skuld starfsmanna við fyrirtækið. Starfsmennirnir koma af fjöllum varðandi meintar skuldir. Bréfin eru send frá skiptastjóra þrotabúsins en engar skýringar koma fram í bréfinu hvers vegna starfsfólkið skuldi peningana. Bréfið er dagsett þann 30. október og þar kemur fram að við yfirferð á bókhaldi bakarískeðjunnar hafi komið í ljós óuppgerð skuld viðkomandi við fyrirtækið. Skuldin er hjá sumum nokkrir tugir þúsunda og upp í nokkur hundruð þúsund krónur. Fulltrúi skiptastjóra segir að verið sé að leita skýringa á skráðum skuldum í bókhaldi félagsins. Engar nornaveiðar séu í gangi. Kröfubréf sem barst fyrrverandi starfsmanni bakarískeðjunnar Jóa Fel. Klóra sér í kollinum Umræða hefur skapast meðal starfsmanna, meðal annars í Facebook-hópnum Beauty Tips!, og skilur enginn upp né niður. Flestir þessara starfsmanna hættu störfum áður en til gjaldþrotsins kom. Vísir ræddi við einn fyrrverandi starfsmann sem segist í samtali við Vísi ekki hafa hugmynd um hvað hún eigi að skulda fyrirtækinu. Starfsfólk hafi skrifað á sig þegar það hafi fengið sér að borða og það dregið frá launum hver mánaðamót. Henni sýnist í fljótu bragði sem bréfið hafi ekki borist þeim sem voru enn við störf þegar bakarískeðjan varð gjaldþrota. Það geti mögulega skýrst af því að fjöldi starfsmanna eigi inni laun hjá fyrirtækinu. Varla standi til að rukka þá. Náði ekki fyrirtækinu aftur Sveinbjörn Claessen lögmaður hjá Landslögum, sem sendi bréfin fyrir hönd skiptastjóra, segir einfaldlega verið að reyna að átta sig á þessum skráðu skuldum. Skiptastjóri hafi bókhald félagsins undir höndum og verið sé að leita skýringa á þessum skráðu skuldum. Aðspurður segir hann ekki aðeins um fyrrverandi starfsfólk að ræða heldur fleiri aðila. Bréfin nemi nokkrum tugum en hann hefur ekki nákvæma tölu við höndina. Þá áréttar hann að skiptastjóri sé ekki á neinum nornaveiðum. Farið verði yfir viðbrögð fólks og staðan tekin í framhaldinu. Bakarameistarinn keypti stærstu eignirnar út úr þrotabúi Jóa Fel skömmu eftir gjaldþrot og hefur opnað útibú á nokkkrum stöðum þar sem áður var bakarí Jóa Fel. Jói Fel gerði sjálfur tilraun með hópi fjárfesta að endurheimta fyrirtækið en tókst ekki. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum skiptastjóra. Gjaldþrot Bakarí Tengdar fréttir Kröfuhafar Jóa Fel hafa tvo mánuði Skiptastjóri í þrotabúi bakarískeðjunnar Jóa Fel skorar á alla sem telja sig eiga inni fé, réttindi eða eignir í búinu að lýsa kröfum sínum í búið á næstu tveimur mánuðum. 2. október 2020 11:17 Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Starfsmönnum Jóa Fel sem kröfðust þess að kjarasamningum yrði fylgt sagt upp Þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel hröktust úr starfi, var annað hvort sagt upp eða sögðu upp, eftir að laun þeirra voru ekki útgreidd samkvæmt kjarasamningum. 22. ágúst 2020 16:50 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Fyrrverandi starfsmönnum bakarískeðjunnar Jóa Fel sem fór á dögunum í gjaldþrot hefur borist kröfubréf um óuppgreidda skuld starfsmanna við fyrirtækið. Starfsmennirnir koma af fjöllum varðandi meintar skuldir. Bréfin eru send frá skiptastjóra þrotabúsins en engar skýringar koma fram í bréfinu hvers vegna starfsfólkið skuldi peningana. Bréfið er dagsett þann 30. október og þar kemur fram að við yfirferð á bókhaldi bakarískeðjunnar hafi komið í ljós óuppgerð skuld viðkomandi við fyrirtækið. Skuldin er hjá sumum nokkrir tugir þúsunda og upp í nokkur hundruð þúsund krónur. Fulltrúi skiptastjóra segir að verið sé að leita skýringa á skráðum skuldum í bókhaldi félagsins. Engar nornaveiðar séu í gangi. Kröfubréf sem barst fyrrverandi starfsmanni bakarískeðjunnar Jóa Fel. Klóra sér í kollinum Umræða hefur skapast meðal starfsmanna, meðal annars í Facebook-hópnum Beauty Tips!, og skilur enginn upp né niður. Flestir þessara starfsmanna hættu störfum áður en til gjaldþrotsins kom. Vísir ræddi við einn fyrrverandi starfsmann sem segist í samtali við Vísi ekki hafa hugmynd um hvað hún eigi að skulda fyrirtækinu. Starfsfólk hafi skrifað á sig þegar það hafi fengið sér að borða og það dregið frá launum hver mánaðamót. Henni sýnist í fljótu bragði sem bréfið hafi ekki borist þeim sem voru enn við störf þegar bakarískeðjan varð gjaldþrota. Það geti mögulega skýrst af því að fjöldi starfsmanna eigi inni laun hjá fyrirtækinu. Varla standi til að rukka þá. Náði ekki fyrirtækinu aftur Sveinbjörn Claessen lögmaður hjá Landslögum, sem sendi bréfin fyrir hönd skiptastjóra, segir einfaldlega verið að reyna að átta sig á þessum skráðu skuldum. Skiptastjóri hafi bókhald félagsins undir höndum og verið sé að leita skýringa á þessum skráðu skuldum. Aðspurður segir hann ekki aðeins um fyrrverandi starfsfólk að ræða heldur fleiri aðila. Bréfin nemi nokkrum tugum en hann hefur ekki nákvæma tölu við höndina. Þá áréttar hann að skiptastjóri sé ekki á neinum nornaveiðum. Farið verði yfir viðbrögð fólks og staðan tekin í framhaldinu. Bakarameistarinn keypti stærstu eignirnar út úr þrotabúi Jóa Fel skömmu eftir gjaldþrot og hefur opnað útibú á nokkkrum stöðum þar sem áður var bakarí Jóa Fel. Jói Fel gerði sjálfur tilraun með hópi fjárfesta að endurheimta fyrirtækið en tókst ekki. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum skiptastjóra.
Gjaldþrot Bakarí Tengdar fréttir Kröfuhafar Jóa Fel hafa tvo mánuði Skiptastjóri í þrotabúi bakarískeðjunnar Jóa Fel skorar á alla sem telja sig eiga inni fé, réttindi eða eignir í búinu að lýsa kröfum sínum í búið á næstu tveimur mánuðum. 2. október 2020 11:17 Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Starfsmönnum Jóa Fel sem kröfðust þess að kjarasamningum yrði fylgt sagt upp Þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel hröktust úr starfi, var annað hvort sagt upp eða sögðu upp, eftir að laun þeirra voru ekki útgreidd samkvæmt kjarasamningum. 22. ágúst 2020 16:50 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Kröfuhafar Jóa Fel hafa tvo mánuði Skiptastjóri í þrotabúi bakarískeðjunnar Jóa Fel skorar á alla sem telja sig eiga inni fé, réttindi eða eignir í búinu að lýsa kröfum sínum í búið á næstu tveimur mánuðum. 2. október 2020 11:17
Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16
Starfsmönnum Jóa Fel sem kröfðust þess að kjarasamningum yrði fylgt sagt upp Þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel hröktust úr starfi, var annað hvort sagt upp eða sögðu upp, eftir að laun þeirra voru ekki útgreidd samkvæmt kjarasamningum. 22. ágúst 2020 16:50