Fimm sundmenn gætu misst Ólympíuverðlaun vegna eins manns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 10:01 Brenton Rickard með gullverðlaun sín frá HM 2009. EPA/PATRICK B. KRAEMER Ný tækni í baráttunni við ólögleg lyf í íþróttum gerir það að verkum að íþróttafólk getur enn fallið á mjög gömlum lyfjaprófum. Nýjasta dæmið um það kemur frá átta ára gömlum Ólympíuleikum. Ólöglegt efni fannst í sýni ástralska sundmannsins Brenton Rickard þegar sýni hans frá ÓL í London 2012 var skoðað upp á nýtt. Brenton Rickard: Australian Olympic swimmer reveals positive drug test eight years after London Games https://t.co/HoIdzlXY6u— Guardian Australia (@GuardianAus) November 6, 2020 Í sýninu fannst örlítið af efninu furosemide sem er notað til að fela ólögleg efni. Brenton Rickard hefur sjálfur harðneitað því að hafa einhvern tímann tekið ólöglegt lyf. Þegar sýnið var kannað enn betur fannst ekkert annað ólöglegt lyf. Rickard sagðist vera „algjörlega niðurbrotinn“ í tölvupósti til liðsfélagar sína sem Sydney Morning Herald birti. Hann segir málið vera mjög ósanngjarnt og ætlar að berjast fyrir sakleysi sínu. Þetta gæti ekki aðeins bitnað á honum sjálfum því allt ástralska boðssundslandsliðið gæti misst verðlaun sín frá því á leikunum í London. Átralska sveitin vann bronsverðlaun í 4 x 100 fjórsundi og liðfélagar hans, þeir James Magnussen, Christian Sprenger, Hayden Stoeckel, Matt Targett og Tommaso D’Orsogna, gætu því allir þurft að skila bronsinu sínu. Breaking: Australia could be stripped of Olympic swimming medals for the first time after world champion breaststroker Brenton Rickard returned a positive drug test | @SamJaneLane https://t.co/ZsnyC0FrLo— The Sydney Morning Herald (@smh) November 6, 2020 Þetta er líka mikið áfall fyrir Ástrala sem hafa lengi hreykt sér að því að hafa aldrei fallið á lyfjaprófi. Þetta yrði í fyrsta sinn sem Ástralar myndu missa verðlaun á leikunum vegna slíks brots. Alþjóðaólympíunefndin ætlar að taka hart á þessu máli og ætlar með það fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn með það markmið að ógilda öll úrslit Brenton Rickard frá því á Ólympíuleikunum í London 2012. Brenton Rickard komst einnig í úrslit í 100 og 200 metra bringusundi þar sem hann varð sjötti og sjöundi. Sund Ólympíuleikar Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Sjá meira
Ný tækni í baráttunni við ólögleg lyf í íþróttum gerir það að verkum að íþróttafólk getur enn fallið á mjög gömlum lyfjaprófum. Nýjasta dæmið um það kemur frá átta ára gömlum Ólympíuleikum. Ólöglegt efni fannst í sýni ástralska sundmannsins Brenton Rickard þegar sýni hans frá ÓL í London 2012 var skoðað upp á nýtt. Brenton Rickard: Australian Olympic swimmer reveals positive drug test eight years after London Games https://t.co/HoIdzlXY6u— Guardian Australia (@GuardianAus) November 6, 2020 Í sýninu fannst örlítið af efninu furosemide sem er notað til að fela ólögleg efni. Brenton Rickard hefur sjálfur harðneitað því að hafa einhvern tímann tekið ólöglegt lyf. Þegar sýnið var kannað enn betur fannst ekkert annað ólöglegt lyf. Rickard sagðist vera „algjörlega niðurbrotinn“ í tölvupósti til liðsfélagar sína sem Sydney Morning Herald birti. Hann segir málið vera mjög ósanngjarnt og ætlar að berjast fyrir sakleysi sínu. Þetta gæti ekki aðeins bitnað á honum sjálfum því allt ástralska boðssundslandsliðið gæti misst verðlaun sín frá því á leikunum í London. Átralska sveitin vann bronsverðlaun í 4 x 100 fjórsundi og liðfélagar hans, þeir James Magnussen, Christian Sprenger, Hayden Stoeckel, Matt Targett og Tommaso D’Orsogna, gætu því allir þurft að skila bronsinu sínu. Breaking: Australia could be stripped of Olympic swimming medals for the first time after world champion breaststroker Brenton Rickard returned a positive drug test | @SamJaneLane https://t.co/ZsnyC0FrLo— The Sydney Morning Herald (@smh) November 6, 2020 Þetta er líka mikið áfall fyrir Ástrala sem hafa lengi hreykt sér að því að hafa aldrei fallið á lyfjaprófi. Þetta yrði í fyrsta sinn sem Ástralar myndu missa verðlaun á leikunum vegna slíks brots. Alþjóðaólympíunefndin ætlar að taka hart á þessu máli og ætlar með það fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn með það markmið að ógilda öll úrslit Brenton Rickard frá því á Ólympíuleikunum í London 2012. Brenton Rickard komst einnig í úrslit í 100 og 200 metra bringusundi þar sem hann varð sjötti og sjöundi.
Sund Ólympíuleikar Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Sjá meira