Svarar gagnrýninni á kakóathafnir: „Getur komið upp alls staðar í andlegri vinnu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2020 10:01 Helgi Jean Claessen er gestur vikunnar í Einkalífinu og fer hann um víðan völl í viðtalinu. vísir/vilhelm Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur reynst honum vel. Helgi tók líf sitt í gegn fyrir nokkrum árum, hætti að drekka og fór almennt að hugsa betur um sig. Í kjölfarið tók líf hans miklum breytingum og líður honum almennt mun betur fyrir vikið. Helgi Jean er gestur Einkalífsins í þessari viku en hann heldur úti vinsælu Hlaðvarpi ásamt Hjálmari Erni Jóhannssyni og ber það heitið HæHæ. HæHæ er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins. Eins og áður segir hefur Helgi verið á andlega ferðalaginu undanfarin ár og hugsar gríðarlega mikið út í andlega heilsu. Leiðinlegt mál Í þættinum barst talið að svokölluðum kakó-athöfnum sem Helgi hefur meðal annars stundað sjálfur. Á dögunum kom fram gagnrýni á slíkar athafnir í Stundinni og þar var talað um að fólki væri beinlínis þvingað til að berskjalda sig. Helga fannst mjög leiðinlegt að heyra af þessum málum þó hann komi ekki beint að þeim. „Mér fannst þetta rosalega leiðinlegt mál og erfitt. Ég er með kakókastalann og tengist kakóinu. Þegar ég fór að skoða það mál og kynna mér það þá er þetta bara eitthvað sem getur komið upp alls staðar í andlegri vinnu þar sem er verið að takast á við sársauka,“ segir Helgi og heldur áfram. „Fólk getur orðið sárt og það eru ekki alltaf aðilar til staða sem ráða við ákveðnar aðstæður. Eftir mitt langa ferðalag inni á andlegu brautinni þar sem ég er búinn að hitta sálfræðinga, geðlækna, talnaspekinga, tarot lesara og allskonar lið bæði í ríkisgeiranum og í einkageiranum, þá eru allir mismunandi. Það er oft verið að tala um fagaðila og ég set ekkert út á það en á endanum er þetta bara þú og einhver önnur manneskja og eigið þig kemistríu saman,“ segir Helgi. „Það eru alltaf allir að leita af þessari einu réttu leið til en það eru vankantar á öllu. Varðandi þessari kakóathafnir þá er þetta svolítið eins og ef við hefðum hist í kaffi og ég hefði síðan farið af kaffihúsinu og byrjað að segja, þetta var bara hræðilegt kaffi með honum. Ég átti bara ömurlegt kaffi með honum. Þetta kaffi er bara stórhættulegt,“ segir Helgi og hlær. Hann segir að þá hafi sökin vissulega ekki verið hjá kaffinu og er það eins með kakóið. Hér að ofan má horfa á þáttinn í heild sinni. Helgi ræðir um andlega ferðalagið, þegar hann ákvað að hætta að drekka, feril sinn í fjölmiðlum, samstarfið með Hjálmari Erni, þegar hann var allt í einu miðpunkturinn í fjárkúgunar máli forsætisráðherra og margt fleira. Einkalífið Tengdar fréttir Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur heldur betur reynst honum vel. 5. nóvember 2020 11:31 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur reynst honum vel. Helgi tók líf sitt í gegn fyrir nokkrum árum, hætti að drekka og fór almennt að hugsa betur um sig. Í kjölfarið tók líf hans miklum breytingum og líður honum almennt mun betur fyrir vikið. Helgi Jean er gestur Einkalífsins í þessari viku en hann heldur úti vinsælu Hlaðvarpi ásamt Hjálmari Erni Jóhannssyni og ber það heitið HæHæ. HæHæ er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins. Eins og áður segir hefur Helgi verið á andlega ferðalaginu undanfarin ár og hugsar gríðarlega mikið út í andlega heilsu. Leiðinlegt mál Í þættinum barst talið að svokölluðum kakó-athöfnum sem Helgi hefur meðal annars stundað sjálfur. Á dögunum kom fram gagnrýni á slíkar athafnir í Stundinni og þar var talað um að fólki væri beinlínis þvingað til að berskjalda sig. Helga fannst mjög leiðinlegt að heyra af þessum málum þó hann komi ekki beint að þeim. „Mér fannst þetta rosalega leiðinlegt mál og erfitt. Ég er með kakókastalann og tengist kakóinu. Þegar ég fór að skoða það mál og kynna mér það þá er þetta bara eitthvað sem getur komið upp alls staðar í andlegri vinnu þar sem er verið að takast á við sársauka,“ segir Helgi og heldur áfram. „Fólk getur orðið sárt og það eru ekki alltaf aðilar til staða sem ráða við ákveðnar aðstæður. Eftir mitt langa ferðalag inni á andlegu brautinni þar sem ég er búinn að hitta sálfræðinga, geðlækna, talnaspekinga, tarot lesara og allskonar lið bæði í ríkisgeiranum og í einkageiranum, þá eru allir mismunandi. Það er oft verið að tala um fagaðila og ég set ekkert út á það en á endanum er þetta bara þú og einhver önnur manneskja og eigið þig kemistríu saman,“ segir Helgi. „Það eru alltaf allir að leita af þessari einu réttu leið til en það eru vankantar á öllu. Varðandi þessari kakóathafnir þá er þetta svolítið eins og ef við hefðum hist í kaffi og ég hefði síðan farið af kaffihúsinu og byrjað að segja, þetta var bara hræðilegt kaffi með honum. Ég átti bara ömurlegt kaffi með honum. Þetta kaffi er bara stórhættulegt,“ segir Helgi og hlær. Hann segir að þá hafi sökin vissulega ekki verið hjá kaffinu og er það eins með kakóið. Hér að ofan má horfa á þáttinn í heild sinni. Helgi ræðir um andlega ferðalagið, þegar hann ákvað að hætta að drekka, feril sinn í fjölmiðlum, samstarfið með Hjálmari Erni, þegar hann var allt í einu miðpunkturinn í fjárkúgunar máli forsætisráðherra og margt fleira.
Einkalífið Tengdar fréttir Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur heldur betur reynst honum vel. 5. nóvember 2020 11:31 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur heldur betur reynst honum vel. 5. nóvember 2020 11:31