Ó­væntir marka­skorarar í endur­komu­sigri Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chelsea menn fagna fjórða marki Timo Werner í dag.
Chelsea menn fagna fjórða marki Timo Werner í dag. Mike Hewitt/Getty Images

Þrátt fyrir að hafa lent undir gegn Sheffield United á heimavelli kom Chelsea til baka og vann öruggan 4-1 sigur að endingu. Sigurinn skaut Chelsea í 3. sætið.

David McGoldrick kom Sheffield yfir strax á níundu mínútu eftir hornspyrnu en þetta var fyrsta markið sem Edouard Mendy fær á sig í Chelsea markinu frá því hann kom til félagsins.

Tammy Abraham jafnaði á 23. mínútu og ellefu mínútum síðar var röðin komin að vinstri bakverðinum Ben Chilwell. Hann skoraði eftir flottan undirbúning Hakim Ziyech en þannig stóðu leikar í hálfleik.

Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea á 77. mínútu og aftur var það Ziyech sem var arkitektinn. Timo Werner skoraði svo fjórða markið tíu mínútum fyrir leikslok og lokatölur 4-1.

Chelsea er í 3. sætinu með fimmtán stig en þeir hafa ekki tapað í síðustu sjö leikjum í öllum keppnum.

Sheffield United er á botninum með eitt stig

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira