Hjálparsveitarstarfið órjúfanlegur hluti af sjálfinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 09:00 Sigurður ólafur Sigurðsson hefur starfað í kringum leit- og björgun síðan hann var táningur. Hann segir óþægilegast að mynda björgunarstörf á vettvangi þegar einhver hefur slasast eða látist. Vísir/Vilhelm „Það mætti segja að öll mín fullorðinsár hafi á einn eða annan hátt snúist um leit og björgun,“ segir Sigurður Ólafur Sigurðsson ljósmyndari. „Leitar- og björgunarstörf hafa verið áhugamál mín og atvinna með einum eða öðrum hætti í 30 ár. Ég hef gefið þessu starfi stóran hluta ævi minnar hingað til og það hefur mótað mig og gert mig að þeim sem ég er.” Sigurður hefur starfað í björgunarsveitum hér á landi sem verktaki og í fullu starfi frá unga aldri og hefur svo síðustu átta ár verið hirðljósmyndari Slysavarnarfélagsins Landsbjörg. Hann stefnir nú á að gefa þær ljósmyndir út í bók og segir óþægilegast að mynda björgunarstörf á vettvangi þegar einhver hefur slasast eða látist. „Systir mín var búin að vera í björgunarsveit í nokkur ár og ég fylgdist með þessu í gegnum hana sem unglingur, kynntist fólki í kringum hana. Ég man vel þegar hún var að koma heim úr ferðum og útköllum og mér fannst þetta hrikalega spennandi. Allskonar sögur af basli og svaðilförum, og þegar ég var sextán ára gat ég ekki beðið lengur og sótti um undanþágu til að byrja ári of snemma í nýliðaþjálfun Hjálparsveitar skáta í Kópavogi.“ Sigurður að störfum.Þór Þorsteinsson Þetta var haustið árið 1990 og Sigurður vissi strax að hann væri kominn á rétta hillu í lífinu. „Ég hafði aldrei fundið mig í íþróttastarfi sem unglingur og á þessum tíma var það ekki eins „mainstream“ að vera í björgunarsveit og það er í dag. Það heillaði mig svolítið að vera öðruvísi en hinir. Ég heillaðist um leið af áskorunum á fjöllum, vondum veðrum og víðáttu fjallanna. Mér fannst ég bara vera kominn heim þegar ég fór að starfa með hjálparsveitinni.“ Lét drauminn rætast um fertugt Á svipuðum tíma og Sigurður fór á fullt í björgunarsveitarstörf, fann hann áhuga á ljósmyndun. „Þetta blundaði alltaf undir niðri og það stóð alltaf til að fara að læra ljósmyndun en á þeim tíma leist mér ekki á námið hérlendis og svo var ég fljótlega kominn svo á kaf í björgunarmálin og farinn að vinna við það, þannig að það var ekki fyrr en ég var kominn uppundir fertugt að ég skellti mér í námið og skipti um starfsvettvang yfir í ljósmyndunina.“ Hann fór að starfa sem ljósmyndari í fullu starfi árið 2012. Hann sagði ekki skilið við leit og björgun heldur fór að horfa á björgunarstörfin í gegnum linsuna og segist vera og segist vera hirðljósmyndari Landsbjargar í dag. „Hjálparsveitarstarfið og öll þessi 30 ár í starfi í tengslum við leit og björgun er í rauninni bara órjúfanlegur hluti af sjálfinu. Maður byrjaði þarna vegna þess að þetta var spennandi og tækifæri til að láta gott af sér leiða en svo heldur maður áfram vegna þess að þetta verður hluti af manni. Hluti af sjálfsmyndinni. Flestir vinirnir eru í þessu starfi eða tengjast því, konan mín er í sveitinni og stefnir í að afkomendurnir fari sömu leið.“ Sigurður segir að hann sé hundleiðinlegur ef hann kemst ekkert á fjöllMynd úr einkasafni Sigurður hefur komið víða við í störfum sínum og hefur mikla ástríðu fyrir starfi björgunarsveitanna. Hann hefur alla tíð með Hjálparsveit skáta í Kópavogi. „Svo hef ég starfað í Landsstjórn Björgunarsveita og með Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitinni. Svo starfaði ég á skrifstofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar um árabil frá 1997 til 2012 sem leiðbeinandi, yfirleiðbeinandi, aðstoðar -skólastjóri og skólastjóri Björgunarskólans.“ Alltaf til í allt Honum líður hvergi betur en uppi á fjöllum og er það margt við fjallamennskuna sem togar í hann, þá aðallega frelsið. „Ég verð að komast reglulega til fjalla, annars verð ég hundleiðinlegur. Spurðu bara konuna mína,“ segir Sigurður. „Það er einhver svakaleg útrás og hugarró sem ég öðlast í fjallaloftinu. Sérstaklega ef það er einhver áskorun fólgin í fjallgöngunni. Áður snerist fjallamennska fyrir mér um að fá útrás, ganga eða hjóla eða klifra hraðar, hærra eða lengra en síðast. Núna er markmiðið oft blanda af því að reyna eitthvað á sig og svo bara því að liggja á milli þúfna og njóta. Hella upp á kaffi, tylla sér á þurra pöldru og hlusta á sinfóníu náttúrunnar, eins og einhver snillingur orðaði það.“ Ljósmyndarastarfið á mjög vel við hann, enda í fjölbreyttum verkefnum dags daglega. „Leit og björgun og allt tengt neyðargeiranum er auðvitað í uppáhaldi hjá mér, hvort sem það er að ljósmynda aðgerðir, æfingar eða uppsettar myndatökur. En ég er líka í allskonar verkefnum fyrir fyrirtæki og stofnanir, allskyns auglýsingatökur, portrett, heimildamyndatökur, drónatökur og í seinni tíð myndbönd, í og með.“ Hér má sjá Sigurð hangandi utan á ísnum að mynda.Davíð Már Bjarnason Hann segir að það sé bæði krefjandi og ótrúlega skemmtilegt að mynda björgunarfólk að störfum. „Það er oft mikill hraði og erfiðar aðstæður og svo er björgunarsveitafólk bara svo frábær hópur að vinna með. Alltaf til í allt og aldrei nein vandamál. Það er ekkert væl í björgunarsveitafólki. Langir dagar og mikil vinna en aldrei leiðinlegt. Og svo finnst mér þetta bara svo mikilvægt. Svo mikilvægt að skrásetja þetta magnaða starf og sýna fólki hvað þetta snýst um. Og svo er það óreiðan og þetta óvænta element. Að þurfa að vera á tánum og reyna að sjá fyrir hvað gerist næst. Það eru líka svo miklar tilfinningar í þessu starfi, áreynsla og átök, veður og aðstæður, svo ótrúlega margt sem hægt er að reyna að fanga og sýna í ljósmynd. Ég gæti haldið áfram endalaust ég er svo heillaður af þessu.“ Landkrabbi sem myndar á sjó Mesta áskorunin hans er þó tilfinningarnar sem þessu fylgja, enda oft krefjandi aðstæður. „Það lang erfiðasta við þetta er að mynda erfið augnablik og reyna að fanga tilfinninguna sem er í loftinu án þess að særa tilfinningar fólks eða stuða það. Að fanga augnablikið án þess að hafa bein áhrif á það. Mér finnst ofboðslega óþægilegt að mynda til dæmis á vettvangi þegar einhver hefur slasast eða látist. Sú staða kemur reyndar sem betur fer ekki oft upp en mér finnst ofboðslega mikilvægt að það sé gert. Það eru sönnustu augnablikin í þessu starfi og getur verið gríðarlega mikilvægt fyrir úrvinnslu aðgerðar, lærdóm og söguskráningu að eiga gott myndefni. Ég gæti talað um þetta málefni endalaust enda hef ég hugsað mjög mikið um þessa hlið á mínu starfi, eðlilega, og vona innilega að ég hafi ekki stigið á of margar tær í þessum verkefnum í gegnum tíðina.“ Ljósmyndir Sigurðar sýna erfiðu aðstæðurnar sem björgunarfólk starfar við hér á landi.Sigurður Ólafur Sigurðsson Sigurður segir að það besta við starfið sé án efa fólkið, það sé númer eitt, tvö og þrjú. „Það er rosalega gaman að vinna með björgunarsveitafólki. Og svo skemmir ekki að maður er oftast á fjöllum eða út á sjó og ég er pínu háður allskonar brasi held ég. Ég elska að redda hlutum, hlaupa á milli staða, hugsa hratt og hlægja mikið og tala mikið. Þá er ég í essinu mínu. Ég er til dæmis algjör landkrabbi en finnst samt furðu gaman að vera sjóveikur að taka myndir. Bara áskorunin við það að ná góðri mynd þó að maður æli í sjóinn á meðan maður horfir í gegnum myndavélina. Það er einhver furðuleg ánægja sem fylgir því að ná myndinni þó að maður hafi verið alveg úti þegar maður tók hana. En sú ánægja kemur reyndar eftir á.“ Myndirnar fá lengra líf Í gegnum árin hefur Sigurður tekið mikinn fjölda mynda af björgunarstörfum sem hann hefur nú sett saman í bók. Hann setti af stað hópfjármögnun fyrir prentuninni á Karolina Fund síðunni og hefur fengið þar góð viðbrögð „Það eru auðvitað allskonar atvik og aðstæður sem maður minnist ýmist með gleði eða sorg en mér finnst ég svo sem ekki hafa merkilegri sögur að segja en flest það fólk sem bregður fyrir í myndunum mínum. Allt björgunarsveitafólk á einhverjar sögur. Ég segi sumar þeirra í stuttu máli í bókinni minni. Eins stuttu máli og ég get, ég er nefnilega ljósmyndari ekki rithöfundur.“ Siguður myndar björgunarsveitarmann í ísklifri.Davíð Már Bjarnason Hann vildi þó fagna starfi björgunarsveitafólks á þann eina hátt sem hann kann, með myndum. „Ég er orðinn hálf leiður á að gera það í því skjáplássi sem Instagramið á símanum bíður upp á. Við höfum aldrei notað jafn mikið af ljósmyndum og aldrei staldrað jafn stutt við hverja og eina þeirra. Mig langaði líka til að gefa mínum uppáhalds myndum af leit og björgun lengra líf og fallegri vettvang. Ég hef ekki haft neitt lítið fyrir sumum þessara mynda og fannst bara hálfgerð vanvirða að láta þær rúlla fram hjá og inn í eitthvað stafrænt óminni.“ Stendur og fellur með ákvörðuninni Um er að ræða 160 blaðsíðna ljósmyndabók með fjölbreyttum ljósmyndum úr starfi íslenskra björgunarsveita ásamt stuttum sögum á bakvið myndirnar, bæði á íslensku og ensku. „Bókin er bæði hugsuð fyrir björgunarsveitafólk og ekki síður þá sem eru utan björgunarsveita en forvitnir um starfið. Og svo er líka eitthvað þarna fyrir þá sem hafa áhuga á ljósmyndun og hvað fer í það að gera sumar af þessum myndum. Svona nördatal.“ Í bókinni segir Sigurður sögurnar á bak við margar af myndunum sem eru í persónulegu uppáhaldi hjá honum.Sigurður Ólafur Sigurðsson Það gekk vel að velja fyrsta helminginn af myndunum fyrir bókina en svo vandaðist aðeins valið enda potturinn nokkuð stór. „Ég gerði þetta líka alfarið sjálfur, að sumu leiti gegn betri vitund því að almennt er talað um það að maður eigi að fá aðra að verkinu með sér en ég ákvað fljótlega að ég myndi bera algjörlega ábyrgð á þessu sjálfur, velja myndirnar, gera umbrotið og skrifa bæði íslenska og enska textann. Sá eftir þeirri ákvörðun á köflum en stend bara og fell með þeirri ákvörðun. Kannski er það bara einhver spennufíkn, leggja allt undir og sjá svo hvernig til tekst. Allt eða ekkert. Undir lokin ákvað ég þó að fá góða menn til að skrifa inngang og umsögn aftan á bókina og svo var þetta auðvitað prófarkarlesið af gáfaðra og þolinmóðara fólki en mér. Það var eiginlega eina sían. Þau sögðu mér allavega ekki að hætta við.“ Ljósmyndarinn segir að bókin sé bara eins og hann sjálfur. Svolítið óreiðukennd og fer úr einu í annað en vonandi heiðarleg og allavega ekki leiðinleg. Bókin er seld í forsölu í gegnum Karolina Fund og nálgast Sigurður þar markmiðið jafnt og þétt. „Fyrst og fremst þar sem það er góð leið til að ná til fólks og forselja bókina til að verkefnið borgi sig upp á stuttum tíma. Megin markmiðið er auðvitað að þurfa ekki að borga með verkefninu, það er að ná sem fyrst inn fyrir prentkostnaði. Að ljósmynda leit og björgun hefur aldrei verið hagnaðardrifið verkefni hjá mér.“ Frá björgun á strönduðum hval við strendur Íslands.Sigurður Ólafur Sigurðsson Myndu kaupa bókina með auðum síðum Sigurður segir að söfnunin gangi vonum framar en segist enn ekki vita hvort almenningur eigi eftir að hafa áhuga á bókinni. „Ég vissi ekkert hvort að það væri einhver áhugi fyrir þessu þegar ég byrjaði á þessu en þegar þrír dagar voru liðnir af söfnuninni var ég kominn yfir 50 prósent af markmiðinu sem ég setti mér með söfnuninni. Stór hluti þeirra sem hafa keypt bókina eru björgunarsveitafólk úr mínu baklandi sem veit hvað ég hef verið að gera og hefur séð þessar myndir. Sem ég býst við að séu meðmæli nema að þau séu bara svo góðir vinir mínir að þau myndu kaupa þetta þó að síðurnar væru auðar. Það er fólkið sem ég vissi að hefði áhuga. Svo er eitthvað af fólki sem ég veit engin deili á bæði hérlendis og erlendis sem hafa tryggt sér eintak en ég á alveg eftir að sjá hvort að það verður einhver áhugi á þessu meðal almennings.“ Bókin fékk titilinn Shooting Rescue og má þar finna margar af þeim bestu myndum sem Sigurður hefur tekið af störfum björgunarsveita síðustu tíu ár. Bókina tileinkar Sigurður öllum vinum sínum innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Mig langar að nota tækifærið til þess að þakka öllu fólkinu sem bregður fyrir á myndunum í bókinni og öllum hinum sem hafa lent fyrir framan linsuna í þessu starfi eða á annan hátt aðstoðað mig við að ljósmynda þetta magnaða starf. Þið eigið jafn mikið í þessum myndum og ég. Ég vona bara að ég fái áfram að eltast við ykkur með myndavélina.“ Ljósmyndun Helgarviðtal Björgunarsveitir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
„Það mætti segja að öll mín fullorðinsár hafi á einn eða annan hátt snúist um leit og björgun,“ segir Sigurður Ólafur Sigurðsson ljósmyndari. „Leitar- og björgunarstörf hafa verið áhugamál mín og atvinna með einum eða öðrum hætti í 30 ár. Ég hef gefið þessu starfi stóran hluta ævi minnar hingað til og það hefur mótað mig og gert mig að þeim sem ég er.” Sigurður hefur starfað í björgunarsveitum hér á landi sem verktaki og í fullu starfi frá unga aldri og hefur svo síðustu átta ár verið hirðljósmyndari Slysavarnarfélagsins Landsbjörg. Hann stefnir nú á að gefa þær ljósmyndir út í bók og segir óþægilegast að mynda björgunarstörf á vettvangi þegar einhver hefur slasast eða látist. „Systir mín var búin að vera í björgunarsveit í nokkur ár og ég fylgdist með þessu í gegnum hana sem unglingur, kynntist fólki í kringum hana. Ég man vel þegar hún var að koma heim úr ferðum og útköllum og mér fannst þetta hrikalega spennandi. Allskonar sögur af basli og svaðilförum, og þegar ég var sextán ára gat ég ekki beðið lengur og sótti um undanþágu til að byrja ári of snemma í nýliðaþjálfun Hjálparsveitar skáta í Kópavogi.“ Sigurður að störfum.Þór Þorsteinsson Þetta var haustið árið 1990 og Sigurður vissi strax að hann væri kominn á rétta hillu í lífinu. „Ég hafði aldrei fundið mig í íþróttastarfi sem unglingur og á þessum tíma var það ekki eins „mainstream“ að vera í björgunarsveit og það er í dag. Það heillaði mig svolítið að vera öðruvísi en hinir. Ég heillaðist um leið af áskorunum á fjöllum, vondum veðrum og víðáttu fjallanna. Mér fannst ég bara vera kominn heim þegar ég fór að starfa með hjálparsveitinni.“ Lét drauminn rætast um fertugt Á svipuðum tíma og Sigurður fór á fullt í björgunarsveitarstörf, fann hann áhuga á ljósmyndun. „Þetta blundaði alltaf undir niðri og það stóð alltaf til að fara að læra ljósmyndun en á þeim tíma leist mér ekki á námið hérlendis og svo var ég fljótlega kominn svo á kaf í björgunarmálin og farinn að vinna við það, þannig að það var ekki fyrr en ég var kominn uppundir fertugt að ég skellti mér í námið og skipti um starfsvettvang yfir í ljósmyndunina.“ Hann fór að starfa sem ljósmyndari í fullu starfi árið 2012. Hann sagði ekki skilið við leit og björgun heldur fór að horfa á björgunarstörfin í gegnum linsuna og segist vera og segist vera hirðljósmyndari Landsbjargar í dag. „Hjálparsveitarstarfið og öll þessi 30 ár í starfi í tengslum við leit og björgun er í rauninni bara órjúfanlegur hluti af sjálfinu. Maður byrjaði þarna vegna þess að þetta var spennandi og tækifæri til að láta gott af sér leiða en svo heldur maður áfram vegna þess að þetta verður hluti af manni. Hluti af sjálfsmyndinni. Flestir vinirnir eru í þessu starfi eða tengjast því, konan mín er í sveitinni og stefnir í að afkomendurnir fari sömu leið.“ Sigurður segir að hann sé hundleiðinlegur ef hann kemst ekkert á fjöllMynd úr einkasafni Sigurður hefur komið víða við í störfum sínum og hefur mikla ástríðu fyrir starfi björgunarsveitanna. Hann hefur alla tíð með Hjálparsveit skáta í Kópavogi. „Svo hef ég starfað í Landsstjórn Björgunarsveita og með Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitinni. Svo starfaði ég á skrifstofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar um árabil frá 1997 til 2012 sem leiðbeinandi, yfirleiðbeinandi, aðstoðar -skólastjóri og skólastjóri Björgunarskólans.“ Alltaf til í allt Honum líður hvergi betur en uppi á fjöllum og er það margt við fjallamennskuna sem togar í hann, þá aðallega frelsið. „Ég verð að komast reglulega til fjalla, annars verð ég hundleiðinlegur. Spurðu bara konuna mína,“ segir Sigurður. „Það er einhver svakaleg útrás og hugarró sem ég öðlast í fjallaloftinu. Sérstaklega ef það er einhver áskorun fólgin í fjallgöngunni. Áður snerist fjallamennska fyrir mér um að fá útrás, ganga eða hjóla eða klifra hraðar, hærra eða lengra en síðast. Núna er markmiðið oft blanda af því að reyna eitthvað á sig og svo bara því að liggja á milli þúfna og njóta. Hella upp á kaffi, tylla sér á þurra pöldru og hlusta á sinfóníu náttúrunnar, eins og einhver snillingur orðaði það.“ Ljósmyndarastarfið á mjög vel við hann, enda í fjölbreyttum verkefnum dags daglega. „Leit og björgun og allt tengt neyðargeiranum er auðvitað í uppáhaldi hjá mér, hvort sem það er að ljósmynda aðgerðir, æfingar eða uppsettar myndatökur. En ég er líka í allskonar verkefnum fyrir fyrirtæki og stofnanir, allskyns auglýsingatökur, portrett, heimildamyndatökur, drónatökur og í seinni tíð myndbönd, í og með.“ Hér má sjá Sigurð hangandi utan á ísnum að mynda.Davíð Már Bjarnason Hann segir að það sé bæði krefjandi og ótrúlega skemmtilegt að mynda björgunarfólk að störfum. „Það er oft mikill hraði og erfiðar aðstæður og svo er björgunarsveitafólk bara svo frábær hópur að vinna með. Alltaf til í allt og aldrei nein vandamál. Það er ekkert væl í björgunarsveitafólki. Langir dagar og mikil vinna en aldrei leiðinlegt. Og svo finnst mér þetta bara svo mikilvægt. Svo mikilvægt að skrásetja þetta magnaða starf og sýna fólki hvað þetta snýst um. Og svo er það óreiðan og þetta óvænta element. Að þurfa að vera á tánum og reyna að sjá fyrir hvað gerist næst. Það eru líka svo miklar tilfinningar í þessu starfi, áreynsla og átök, veður og aðstæður, svo ótrúlega margt sem hægt er að reyna að fanga og sýna í ljósmynd. Ég gæti haldið áfram endalaust ég er svo heillaður af þessu.“ Landkrabbi sem myndar á sjó Mesta áskorunin hans er þó tilfinningarnar sem þessu fylgja, enda oft krefjandi aðstæður. „Það lang erfiðasta við þetta er að mynda erfið augnablik og reyna að fanga tilfinninguna sem er í loftinu án þess að særa tilfinningar fólks eða stuða það. Að fanga augnablikið án þess að hafa bein áhrif á það. Mér finnst ofboðslega óþægilegt að mynda til dæmis á vettvangi þegar einhver hefur slasast eða látist. Sú staða kemur reyndar sem betur fer ekki oft upp en mér finnst ofboðslega mikilvægt að það sé gert. Það eru sönnustu augnablikin í þessu starfi og getur verið gríðarlega mikilvægt fyrir úrvinnslu aðgerðar, lærdóm og söguskráningu að eiga gott myndefni. Ég gæti talað um þetta málefni endalaust enda hef ég hugsað mjög mikið um þessa hlið á mínu starfi, eðlilega, og vona innilega að ég hafi ekki stigið á of margar tær í þessum verkefnum í gegnum tíðina.“ Ljósmyndir Sigurðar sýna erfiðu aðstæðurnar sem björgunarfólk starfar við hér á landi.Sigurður Ólafur Sigurðsson Sigurður segir að það besta við starfið sé án efa fólkið, það sé númer eitt, tvö og þrjú. „Það er rosalega gaman að vinna með björgunarsveitafólki. Og svo skemmir ekki að maður er oftast á fjöllum eða út á sjó og ég er pínu háður allskonar brasi held ég. Ég elska að redda hlutum, hlaupa á milli staða, hugsa hratt og hlægja mikið og tala mikið. Þá er ég í essinu mínu. Ég er til dæmis algjör landkrabbi en finnst samt furðu gaman að vera sjóveikur að taka myndir. Bara áskorunin við það að ná góðri mynd þó að maður æli í sjóinn á meðan maður horfir í gegnum myndavélina. Það er einhver furðuleg ánægja sem fylgir því að ná myndinni þó að maður hafi verið alveg úti þegar maður tók hana. En sú ánægja kemur reyndar eftir á.“ Myndirnar fá lengra líf Í gegnum árin hefur Sigurður tekið mikinn fjölda mynda af björgunarstörfum sem hann hefur nú sett saman í bók. Hann setti af stað hópfjármögnun fyrir prentuninni á Karolina Fund síðunni og hefur fengið þar góð viðbrögð „Það eru auðvitað allskonar atvik og aðstæður sem maður minnist ýmist með gleði eða sorg en mér finnst ég svo sem ekki hafa merkilegri sögur að segja en flest það fólk sem bregður fyrir í myndunum mínum. Allt björgunarsveitafólk á einhverjar sögur. Ég segi sumar þeirra í stuttu máli í bókinni minni. Eins stuttu máli og ég get, ég er nefnilega ljósmyndari ekki rithöfundur.“ Siguður myndar björgunarsveitarmann í ísklifri.Davíð Már Bjarnason Hann vildi þó fagna starfi björgunarsveitafólks á þann eina hátt sem hann kann, með myndum. „Ég er orðinn hálf leiður á að gera það í því skjáplássi sem Instagramið á símanum bíður upp á. Við höfum aldrei notað jafn mikið af ljósmyndum og aldrei staldrað jafn stutt við hverja og eina þeirra. Mig langaði líka til að gefa mínum uppáhalds myndum af leit og björgun lengra líf og fallegri vettvang. Ég hef ekki haft neitt lítið fyrir sumum þessara mynda og fannst bara hálfgerð vanvirða að láta þær rúlla fram hjá og inn í eitthvað stafrænt óminni.“ Stendur og fellur með ákvörðuninni Um er að ræða 160 blaðsíðna ljósmyndabók með fjölbreyttum ljósmyndum úr starfi íslenskra björgunarsveita ásamt stuttum sögum á bakvið myndirnar, bæði á íslensku og ensku. „Bókin er bæði hugsuð fyrir björgunarsveitafólk og ekki síður þá sem eru utan björgunarsveita en forvitnir um starfið. Og svo er líka eitthvað þarna fyrir þá sem hafa áhuga á ljósmyndun og hvað fer í það að gera sumar af þessum myndum. Svona nördatal.“ Í bókinni segir Sigurður sögurnar á bak við margar af myndunum sem eru í persónulegu uppáhaldi hjá honum.Sigurður Ólafur Sigurðsson Það gekk vel að velja fyrsta helminginn af myndunum fyrir bókina en svo vandaðist aðeins valið enda potturinn nokkuð stór. „Ég gerði þetta líka alfarið sjálfur, að sumu leiti gegn betri vitund því að almennt er talað um það að maður eigi að fá aðra að verkinu með sér en ég ákvað fljótlega að ég myndi bera algjörlega ábyrgð á þessu sjálfur, velja myndirnar, gera umbrotið og skrifa bæði íslenska og enska textann. Sá eftir þeirri ákvörðun á köflum en stend bara og fell með þeirri ákvörðun. Kannski er það bara einhver spennufíkn, leggja allt undir og sjá svo hvernig til tekst. Allt eða ekkert. Undir lokin ákvað ég þó að fá góða menn til að skrifa inngang og umsögn aftan á bókina og svo var þetta auðvitað prófarkarlesið af gáfaðra og þolinmóðara fólki en mér. Það var eiginlega eina sían. Þau sögðu mér allavega ekki að hætta við.“ Ljósmyndarinn segir að bókin sé bara eins og hann sjálfur. Svolítið óreiðukennd og fer úr einu í annað en vonandi heiðarleg og allavega ekki leiðinleg. Bókin er seld í forsölu í gegnum Karolina Fund og nálgast Sigurður þar markmiðið jafnt og þétt. „Fyrst og fremst þar sem það er góð leið til að ná til fólks og forselja bókina til að verkefnið borgi sig upp á stuttum tíma. Megin markmiðið er auðvitað að þurfa ekki að borga með verkefninu, það er að ná sem fyrst inn fyrir prentkostnaði. Að ljósmynda leit og björgun hefur aldrei verið hagnaðardrifið verkefni hjá mér.“ Frá björgun á strönduðum hval við strendur Íslands.Sigurður Ólafur Sigurðsson Myndu kaupa bókina með auðum síðum Sigurður segir að söfnunin gangi vonum framar en segist enn ekki vita hvort almenningur eigi eftir að hafa áhuga á bókinni. „Ég vissi ekkert hvort að það væri einhver áhugi fyrir þessu þegar ég byrjaði á þessu en þegar þrír dagar voru liðnir af söfnuninni var ég kominn yfir 50 prósent af markmiðinu sem ég setti mér með söfnuninni. Stór hluti þeirra sem hafa keypt bókina eru björgunarsveitafólk úr mínu baklandi sem veit hvað ég hef verið að gera og hefur séð þessar myndir. Sem ég býst við að séu meðmæli nema að þau séu bara svo góðir vinir mínir að þau myndu kaupa þetta þó að síðurnar væru auðar. Það er fólkið sem ég vissi að hefði áhuga. Svo er eitthvað af fólki sem ég veit engin deili á bæði hérlendis og erlendis sem hafa tryggt sér eintak en ég á alveg eftir að sjá hvort að það verður einhver áhugi á þessu meðal almennings.“ Bókin fékk titilinn Shooting Rescue og má þar finna margar af þeim bestu myndum sem Sigurður hefur tekið af störfum björgunarsveita síðustu tíu ár. Bókina tileinkar Sigurður öllum vinum sínum innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Mig langar að nota tækifærið til þess að þakka öllu fólkinu sem bregður fyrir á myndunum í bókinni og öllum hinum sem hafa lent fyrir framan linsuna í þessu starfi eða á annan hátt aðstoðað mig við að ljósmynda þetta magnaða starf. Þið eigið jafn mikið í þessum myndum og ég. Ég vona bara að ég fái áfram að eltast við ykkur með myndavélina.“
Ljósmyndun Helgarviðtal Björgunarsveitir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira