Lyktar- og bragðskyn í ólagi sjö mánuðum eftir smit: „Ef ég finn lykt þá er hún vond“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. nóvember 2020 10:31 Regína Ósk finnur í dag bara vonda lykt sjö mánuðum eftir að hún smitaðist af kórónuveirunni. Söngkonan vinsæla Regína Ósk veiktist illa af kórónuveirunni og er enn að kljást við eftirköstin. Í dag finnur hún ekkert almennilegt bragð af mat og lyktarskynið er allt í rugli, því hlutir sem lyktuðu vel hér áður finnst henni ógeðslegir í dag. Sælkerinn Regína Ósk finnur því fyrir minni lífsgæðum að geta ekki notið góðs matar. Vala Matt heimsótti Regínu Ósk á dögunum og fékk að heyra þessa reynslusögu hennar og einnig talar Regína um það hvernig hún upplifði rosalega höfnunartilfinningu og fór langt niður andlega þegar hún var látin hætta snemma í keppninni Allir geta dansað á Stöð 2. En þá hafði hún hafði fengið gríðarlega góðar einkunnir hjá dómurunum en það dugði ekki til. „Ég veiktist kannski ekki illa eins og margir og lenti ekkert á sjúkrahúsi. Ég veiktist í rauninni svolítið vægt en eftir á að hyggja var þetta svolítið töff,“ segir Regína og heldur áfram. „Þetta var alveg mikill hausverkur og lyktar- og bragðskynið fór eins og hjá svo mörgum öðrum og bara svona mikið slen. Maður var bara ekki maður sjálfur, rosalega mikið kvef og þrýstingur í höfði. Núna veit ég hvernig mígrenissjúklingum líður, ég fékk bara svona höfuðverkjaköst.“ Eins og áður segir missti Regína lyktar- og bragðskyn. „Sko ég finn eitthvað bragð og lykt núna en þetta er bara allt í rugli. Fyrst þegar ég veiktist fann ég ekki neitt, hvorki lykt né bragð. Svo fyrir svona tveimur mánuðum þá fór ég að halda að allt sem ég væri að borða eða drekka væri ónýtt eða myglað. Þá fór ég að finna svona vont bragð af matnum. Í dag finn ég lykt af kaffinu en það er ekki kaffilyktin sem ég þekkti. Það er bara komin ný lykt af kaffi og hún er ekki eins góð.“ Finnur allt í einu reykingarlykt Hún segist kalla allar lykir núna Covid-lyktina. „Ég las svo góða grein um daginn og næsta skref hjá mér er að fara þjálfa upp lyktarskynið. Svo t.d. á kvöldin finn ég reykingarlykt upp úr þurru. Það reykir enginn hérna og svo finn ég steikingarlykt og allskonar hellist bara yfir mann. Þetta er mjög skrýtið.“ Hún segir að það séu bæði jákvæðir og neikvæðir hlutir í þessu ástandi. „Allir orkudrykkir og svona drykkir með sætuefni eins og Pepsi Max, það er bara orðið ógeðslegt og ég get ekki drukkið það sem er jákvætt því þetta er óhollt. Kampavín og rauðvín ég sækist ekki í þetta því annaðhvort er ekkert bragð eða vont bragð og maður hefur alveg gott af því að sleppa því. Ég get eiginlega bara drukkið venjulegt sódavatn og stundum þrái ég að fá eitthvað annað bragð.“ Hún segir að þetta séu skert lífsgæði. „Sem betur fer er ég með orkuna mína eins og margir hafa verið að kljást við og geta ekki unnið fullan vinnudag. Ég er með fulla orku og er að hreyfa mig og ég þakka guði fyrir það að það hafi ekki verið tekið frá mér, þá hefði ég misst vitið,“ segir Regína sem hefur lent í því að vera að baka köku og gleymir henni í ofninum þar sem hún finnur enga lykt á heimilinu. Því hefur hún brennt köku og samloku í samlokugrillinu. „Ég finn aldrei góða lykt, ef ég finn lykt þá er hún vond,“ segir Regína en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Söngkonan vinsæla Regína Ósk veiktist illa af kórónuveirunni og er enn að kljást við eftirköstin. Í dag finnur hún ekkert almennilegt bragð af mat og lyktarskynið er allt í rugli, því hlutir sem lyktuðu vel hér áður finnst henni ógeðslegir í dag. Sælkerinn Regína Ósk finnur því fyrir minni lífsgæðum að geta ekki notið góðs matar. Vala Matt heimsótti Regínu Ósk á dögunum og fékk að heyra þessa reynslusögu hennar og einnig talar Regína um það hvernig hún upplifði rosalega höfnunartilfinningu og fór langt niður andlega þegar hún var látin hætta snemma í keppninni Allir geta dansað á Stöð 2. En þá hafði hún hafði fengið gríðarlega góðar einkunnir hjá dómurunum en það dugði ekki til. „Ég veiktist kannski ekki illa eins og margir og lenti ekkert á sjúkrahúsi. Ég veiktist í rauninni svolítið vægt en eftir á að hyggja var þetta svolítið töff,“ segir Regína og heldur áfram. „Þetta var alveg mikill hausverkur og lyktar- og bragðskynið fór eins og hjá svo mörgum öðrum og bara svona mikið slen. Maður var bara ekki maður sjálfur, rosalega mikið kvef og þrýstingur í höfði. Núna veit ég hvernig mígrenissjúklingum líður, ég fékk bara svona höfuðverkjaköst.“ Eins og áður segir missti Regína lyktar- og bragðskyn. „Sko ég finn eitthvað bragð og lykt núna en þetta er bara allt í rugli. Fyrst þegar ég veiktist fann ég ekki neitt, hvorki lykt né bragð. Svo fyrir svona tveimur mánuðum þá fór ég að halda að allt sem ég væri að borða eða drekka væri ónýtt eða myglað. Þá fór ég að finna svona vont bragð af matnum. Í dag finn ég lykt af kaffinu en það er ekki kaffilyktin sem ég þekkti. Það er bara komin ný lykt af kaffi og hún er ekki eins góð.“ Finnur allt í einu reykingarlykt Hún segist kalla allar lykir núna Covid-lyktina. „Ég las svo góða grein um daginn og næsta skref hjá mér er að fara þjálfa upp lyktarskynið. Svo t.d. á kvöldin finn ég reykingarlykt upp úr þurru. Það reykir enginn hérna og svo finn ég steikingarlykt og allskonar hellist bara yfir mann. Þetta er mjög skrýtið.“ Hún segir að það séu bæði jákvæðir og neikvæðir hlutir í þessu ástandi. „Allir orkudrykkir og svona drykkir með sætuefni eins og Pepsi Max, það er bara orðið ógeðslegt og ég get ekki drukkið það sem er jákvætt því þetta er óhollt. Kampavín og rauðvín ég sækist ekki í þetta því annaðhvort er ekkert bragð eða vont bragð og maður hefur alveg gott af því að sleppa því. Ég get eiginlega bara drukkið venjulegt sódavatn og stundum þrái ég að fá eitthvað annað bragð.“ Hún segir að þetta séu skert lífsgæði. „Sem betur fer er ég með orkuna mína eins og margir hafa verið að kljást við og geta ekki unnið fullan vinnudag. Ég er með fulla orku og er að hreyfa mig og ég þakka guði fyrir það að það hafi ekki verið tekið frá mér, þá hefði ég misst vitið,“ segir Regína sem hefur lent í því að vera að baka köku og gleymir henni í ofninum þar sem hún finnur enga lykt á heimilinu. Því hefur hún brennt köku og samloku í samlokugrillinu. „Ég finn aldrei góða lykt, ef ég finn lykt þá er hún vond,“ segir Regína en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp